Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 20
18
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25
ÁRANGUR GEISLAJOÐMEÐFERÐAR
5 (1-131) VIÐ OFSTARFSEMI
SKJALDKIRTILS Á ÍSLANDI 1973-1991.
Guðmundur Sigþórsson, Matthías Kjeld.
Rannsóknarstofan Domus Medica,
Rannsóknarstofa Landspítalans.
Geislajoðmeðferð (1-131) hefur í rúma þrjá
áratugi verið beitt hérlendis við ofstarfsemi
skjaldkirtils. Gefnir hafa verið litlir
geislaskammtar sem miða að eðlilegri
kirtilstarfsemi í kjölfar meðferðar. Aðeins ein
eldri rannsókn á árangri meðferðarinnar hefur
verið gerð þótt ástæða hafí verið til að ætla að
árangur hafi breyst. Við höfum því í þessari
rannsókn athugað árangur meðferðarinnar hjá
473 sjúklingum sem voru meðhöndlaðir á
Landspítalanum á 19 ára tímabili (1973-91).
Níutíu af hundraði sjúklinganna höfðu Graves-
sjúkdóm en 10% heita hnúta (toxic adenoma), en
tiðni þeirra í meðferðinni jókst verulega með
árunum. Um fimmtungur Graves sjúklinga þurfti
fleiri en eina meðferð vegna áframhaldandi
ofstarfsemi og voru þeir með hæni joðupptöku,
marktækt yngri og með stærri kirtla en þeir
sjúklingar sem þurftu aðeins eina meðferð.
MÆLINGAR Á SKJALDKIRTILS-
6 MÓTEFNUM í SERMI HJÁ 1-131
MEÐHÖNDLUÐUM SJÚKLINGUM MEÐ
OFSTARFSEMI SKJALDKIRTILS.
Guðmundur Sigbórsson. Matthías Kjeld.
Rannsóknarstofan Domus Medica,
Rannsóknarstofa Landspítalans.
Graves-sjúkdómur stafar af sjálfsofnæmi þar
sem IgG mótefni myndast og beinast gegn TSH
viðtökum á yfirborði skjaldkirtilsfruma og hafa í
flestum tilfellum, líkt og TSH, örvandi áhrif á
kirtilinn en einnig finnast hindrandi (blocking)
mótefni, sem leiða til vanstarfsemi meö því að
hindra TSH örvun. Aðferðir til mælinga þessara
mótefna (thyrotropin receptor antibodies, TRAb)
hafa verið að þróast og eru vel staðlaðar. Þekkt
er að fleiri en einn sjálfsofnæmissjúkdómur hrjái
sama sjúkling og sjúklingar með Graves-
sjúkdóm geta því einnig haft skjaldkirtilsbólgu
vegna sjálfsofnæmis (autoimmune thyroiditis) og
þróað vanstarfsemi af þeim sökum. Finnast þá
"microsomal" og "thyroglobulin" sjálfsmótefni
(autoantibodies) sem eru einkennandi fyrir
siðamefnda sjúkdóminn. Lítið hefur verið birt
um sermisstyrk þessara mótefna eftir
geislajoðmeðferð.
Samkvæmt upplýsingum bæði frá sjúklingum og
læknum þeirra var tíðni vanstarfsemi mikil í hópi
þeirra sem fengu aðeins eina meðferð.
Samansafnað nýgengi óx með logarithmiskum
hætti, mest á fyrstu mánuðunum eftir meðferð
(nálægt 50% efíir eitt ár), og svo hægar og var
orðið um 90% að 19 árum liðnum. Er þetta
a.m.k. þrefalt hærri tíðni en í eldri rannsókn á
fyrstu sjúklingunum sem hlutu geisslameðferð
hérlendis. Sjúklingar með heita hnúta þurftu á
endurteknum meðferðum að halda í 16% tilfella
en vanstarfsemi eftir eina meðferð var aðeins
14% yfir allt tímabilið.
Á árinu 1993 voru gerðar mælingar á T4,
FT4 og TSH styrk í semti í úrtakshópi þessara I-
131 meðhöndluðu sjúklinga (n=112).
Niðurstöður mælinganna gáfu til kynna að
þriðjungur Graves sjúklinga, sem taldir voru með
eðlilega starfandi kirtla, og því ekki á T4
meðferð, væru með vanstarfandi kirtla og að
minnsta kosti þriðjungur sjúklinga á T4 meðferð
kynnu að vera ofmeðhöndlaðir.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til
ófúllnægjandi árangurs meðferðarinnar á Graves
sjúklingum og að taka þurfi meðferðina og
eftirlit sjúklinga til endurskoðunar.
Hér eru kynntar niðurstöður mælinga á styrk
mótefha í sermi gegn skjaldkirtilsprótínum í
úrtakshópi 112 geislajoð(I-131) meðhöndlaðra
Graves sjúklinga á tímabilinu 1-19 ár eftir
meðferð. Mælingamar voru einnig gerðar á
tveim viðmiðunarhópum, ómeðhöndluðum
Graves-sjúklingum og heilbrigðum
einstaklingum. Reyndust thyrotropin receptor
andibodies (TRAb) hjá ómeðhöndluðum Graves
sjúklingum vera marktækt hærri en hjá 1-131
meðhöndluðum sem aftur reyndust hafa
marktækt hærri gildi en heilbrigðir. Mótefnin
greindu ekki á milli 1-131 meðhöndlaðra
sjúklinga eftir skjaldkirtilsstarfsemi, þ.e. hvort
þeir höfðu þurft á T4 meðferð að halda eða ekki.
TRAb fór þó lækkandi er leið frá degi
geislajoðmeðferðar. Sterk fylgni var á milli
"microsomal" og "thyroglobulin" mótefna
(ELISA aðferð, Inova Diagnostics) en tíðni
þeirra í sjúklingahópunum var lág miðað við
niðurstöður erlendis frá, þó svo að tíðnin í
viðmiðunarhópi heilbrigðra hafi verið
sambærileg við það sem fundist hefúr
annarstaðar.