Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25
43
Eru tengsl milli húðhita og
botnlangabólgu?
Spágildi hefðbundinna rannsókna.
Valgerður Rúnarsdóttir, Tómas Guðbjartsson,
Jónas Magnússon.
Handlækningadeild Landspítala. Læknadeild HÍ.
Botnlangabólga er algeng en ekki einföld í greiningu.
Hvorki eru til næmar né sértækar rannsóknir, sem taka
fram sögu og skoðun við greiningu sjúkdómsins.
Tilgangur rannsóknarinnar var; í fyrsta lagi að athuga
fylgni húðhita yfir botnlangastað við botnlangabólgu, í
öðru lagi að athuga næmi og spágildi hefðbundinna
rannsókna við botnlangabólgu.
Framsæ rannsókn var gerð af aðstoðarlæknum
handlæknisdeildar á Bmt. Mældur var húðhiti yfir
McBurney punkti og samsvarandi stað vinstra megin hjá
36 sjúklingum sem voru grunaðir um bráða
botnlangabólgu. Skoðað var hvort >0,5°C hærri hiti yfir
McBumey punkti hefði fylgni við sjúkdóminn í þeirri von
að mælingin væri nothæf til greiningar.
Alls voru 36 sjúklingar húðhitamældir, 22 þeirra höfðu
botnlangabólgu, 14 ekki, en 27 fóru í aðgerð. Sex af 36
sjúklingum (16,7%) reyndust vera >0,5°C heitari yfir
McBurney en aðeins 2 þeirra með botnlangabólgu (9%,
2/22). Fjórir sjúklinganna höfðu hitamun án
botnlangabólgu (28,6%, 4/14). Þessar niðurstöður sýna
að ekkert gagn er af húðhitamælingum af þessu tagi við
greininguna. Tíðni annarra þátta hjá sjúklingunum var
einnig skoðuð. Þá bættust við 12 sjúklingar þ.e. alls 48
sjúklingar, 34 með botnlangabólgu og 14 ekki.
LÆKNINGAR Á LYFLÆKNINGADEILD.
TILRAUN UM VIRKT GÆÐAEFTIRLIT.
Fjölnir F. Guðmundsson og Þorkell Guðbrandsson,
Lyflækningadeild Fjóróungssjúkrahússins á Akureyri.
Lyflækningadeild FSA hefúr um þessar mundir verið
rekin í 40 ár og verulegar breytingar á húsakynnum
standa yfir. Af þessum sökum og öðmm þótti ástæða
til að fara i saumana á starfsemi lækninga á deildinni
með hugsanlegar breytingar í huga. Lyflækningadeild
telur 32 rúm, 23 fyrir bráðaþjónustu og 9 fyrir
rannsóknir og meðferðar- og eftirlitsstarfsemi á 5 daga
grundvelli. Fjórir sérfræðingar í almennum lyf-
lækningum í fúllu starfi (tveú með undirgrein í
hjartalækningum, einn í meltingarfæralækningum og
einn í lungnalæknhigum) og þrír aðstoðarlæknar starfa
á deildinni. Afturvirk athugun var gerð á öllum
innlögnum á árinu 1993 og framvirk athugun er í gangi
á árinu 1994. Heildarfjöldi innlagna á árinu 1993 var
1258 (862 á bráðaþjónustudeildina og 396 á 5 daga
deildina). Meðalaldur sjúklinga var 63.8 ± 17.7 ár.
Meðallegutími var 7.6 ± 15.4 dagar (8.9 ± 18.3 dagar
á bráðaþjónustudeildinni). Eftir athugmi á 1010
innlögnum skiptust ástæður innlagnar (ICD 9 flokkun)
sem hér segir: Sjúkdómar blóðrásarkerfis 316
(31.3%), meltingarfærasjúkdómar 160 (15.8%), æxh
(góðkynja og illkynja) 139 (13.8%), öndunarfæra-
sjúkdómar 120 (11.9%), einkenni og illa skýrt ástand
E 55
Með líkamshita >38°C voru 32,3% (11/34) af þeim með
botnlangabólgu en 7,1% (1/14) hinna. 85,3% (29/34)
höfðu hækkun á hvítum blóðkornum miðað við 14,3%
(2/14) hinna. Vinstri hneigð f>12% stafir) höfðu staðfest
27,8% (5/18) þeirra sem höfðu sjúkdóminn en enginn
hinna (0/11). Hækkað sökk höfðu 24,2% (8/33) en 7,1%
(1/14) hinna. Hækkað CRP höfðu 40% beggja hópa (8/20
og 4/10). Eftir skoðun og sögu höfðu 97% (33/34) evmsli
f hæ. fossa miðað við 75% (9/12) hinna. 32,3% (10/31)
þeirra með botnlangabólgu höfðu evmsli rectalt til hæ. en
75% (9/12) hinna. Óeleði eða uppköst höfðu 73,5%
(25/34) þeirra með sjúkdóminn en 64,3% (9/14) hinna.
6,1% (2/33) höfðu niðursang miðað við 7,1% (1/14)
þeirra sem ekki höfðu bólginn botnlanga.
Af þessu sést að af ofangreindum breytum sem litið er til
þegar meta á líkur á bráðri botnlangabólgu er engin ein
nógu næm eða sértæk til að kallast nothæf. Það er því fátt
eitt sem hægt er að halla sér að varðandi greiningu og því
líklegt að langt og gott "klíniskt nef sé mikilvægt nú sem
endranær.
r
E 56
56 (55%), gigt og sjúkdómar stoðkerfis 36 (3.6%),
blóðsjúkdómar 33 (3.3%), nýma-, þvag- og kynfæra-
sjúkdómar 33 (3.3%), innkirtla- og efnaskipta-
sjúkdómar 28 (2.8%), geðsjúkdómar 23 (2.3%),
taugakerfissjúkdómar 21 (2.1%), húðsjúkdómar 19
(1.9%), smitsjúkdómar 13 (1.3%) og eitranir og slys
11 (1.1%). Niðurstöður ffamvirka hluta rannsóknar-
innar verða einnig kynntar og bomar saman við
aflurvirku athugunina. Með nákvæmri daglegri
skráningu á ástæðum og einföldum þáttum varðandi
innlagnir á lyflækningadeild virðist vera unnt að koma
á fót vísi aö virku gæðaeftirliti með starfseminni, fljótt
má gera úttekt á einstökum þáttum hennar og
auðveldara ætti að vera að átta sig á þörf fyrir
breytingar og umbætur.