Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 27 HEILAHIMNUBOLGA HJA FULLORÐNUM Á ÍSLANDI1975 TIL 1993. Brvndi's Sierurðardóttir. Olafur Már Biörnsson. Kristín Jónsdóttir, Helga Erlendsdóttir, Sigurð- ur Guðmundsson. Sýkladeild og lyflækninga- deild Landspítalans og Háskóli Islands. Inngangur. Heilahimnubólga er alvarlegur sjúkdómur sem hefur háa dánartíðni þrátt fyrir tilkomu öflugra sýklalyfja. Sjúkdómurinn er al- gengastur hjá börnum en er einnig alvarlegt vandamál hjá eldri einstaklingum. Lítið hefur verið Qallað um sjúkdóminn hjá unglingum og fullorðnum sérstaklega. Einn höfunda (KJ) hefur haldið skrár um og safnað bakteríustofnum sem greinst hafa í aðsendum blóð- og mænuvökva- sýnum úr fólki með heilahimnubólgu sem borist hafa Sýkladeild Landspítalans frá öllum sjúkra- húsum landsins. Aðferðir. Upplýsingar um sjúkdómsferil fólks 10 ára og eldri sem greindist með bakteríuheila- himnubólgu eða meningókokkablóðsýkingu á árunum 1975 til 1993 voru fengnar úr skrám sýkladeildar og sjúkraskrám. Niðurstöður. Alls fundust 137 sjúklingar með samtals 141 tilfelli. Nýgengi sjúkdómsins var 1,1 til 7,7 per 100.000 íbúa á ári eða að meðaltali 3,7/100.000 íbúa á umræddu tímabili. Lang- algengasta orsök sjúkdómsins var N. meningit- idis (65%) í öllum aldurshópum, en þar næst S. pneumoniae (13%) og H. influenzae (4%). Tíðni N. meningitidis sýkinga lækkaði þó marktækt hjá E eldri aldursflokkunum (89% í 29%, p<0,001) á meðan tíðni S. pneumoniae jókst (3% í 34%, p<0,001) en tíðni H. influenzae hélst óbreytt. Einungis fundust þrír sjúklingar sem höfðu sýkst á spítala, tveir þeirra í kjölfar aðgerða. Fimm tilfelli reyndust vera endurtekin (recurrent). Dánartíðni af völdum heilahimnubólgu var að meðaltali 13% og breyttist ekki marktækt á tímabilinu. Hærri dánartíðni var hjá sjúklingum eldri en 60 ára (35%) en þeim yngri (9%, p<0,01); og ennfremur hjá sjúklingum með bælt ónæmis- kerfi (50%) miðað við þá sem höfðu eðlilegt ónæmiskerfi fyrir (9%, p<0,001). Einhvem undir- liggjandi sjúkdóm höfðu 27% sjúklinganna þegar þeir sýktust. Á fyrstu sex árum tímabilsins fengu 58% sjúklinganna penicillin eða ampicillin í upp- hafsmeðferð, en einungis 19% á seinustu sjö árum. í staðinn fengu 49% þeirra 3. kynslóðar ceghalosporin sem upphafsmeðferð. Ályktanir. Meningokokkar eru algengastu or- sakavaldar heilahimnubólgu í unglingum og fullorðnum hér á landi. Dánartíðni hefur nánast ekkert breyst og er enn há. Fæstir sjúklinganna höfðu undirliggjandi sjúkdóm, og spítalaheila- himnubólgur eru nánast óþekktar hér á landi. Upphafslyfjameðferð nú er oftast 3. kynslóðar cephalosporin en var áður penicillin eða am- picillin. 23 GREINING BRÁÐS HJARTADREPS MEÐ CKMB MASSAMÆLINGU. £ 24 Tryggvi Þ Egilsson, Haraldur Briem, Gizur Gouskálksson, Leifur Franzson. Rannsóknadeild og lyflækningadeild Borgarspítala, Reykjavík. Tilgangur þessarar rannsóknar var aO kanna næmi og sértækni mælinga á CKMB massa í sermi meö ensím immunoassay til greiningar bráðs hjartadreps samanborið við hefðbundnar greiningaraðferðir. Rannsakaðir voru 127 sjúklingar (sj.) sem komu á sjúkravakt Borgarspítalans frá maí til ágúst 1993 með grun um brátt hjartadrep. Blóðsýni voru tekin við komu og oftasl einnig að morgni næstu 1-2 daga. Af þeim uppfylltu 86 sj. skilyrði rannsóknarinnar m.t.t. 1. blóðsýnis. Meðalaldur þeirra var 67 ár, 55 karlar og 31 kona. Með bráu hjartadrep greindust 17 með öðrum aðferöum en CKMB massa, þar af 8 transmural. Með hjartaöng greindust 35 og 34 með aöra sjúkdóma. Einkenni höfðu staðið að meðaltali í 4,6 klst. fyrir komu hjá þeim 11 af 14 sj. sem hægt var að meta það hjá og höfðu CKMB massa >7 pg/L. Sj. sem uppfylllu skilyröi m.t.t. 2. blóösýnis voru 58. Þeir sem fengu segaleysandi meðferö voru útilokaöir. Meðalaldur var 70 ár, 36 karlar og 22 konur, 16 greindust með brátl hjartadrep 27 með hjartaöng og 15 með aðra sjúkdóma. Tafla 1. Niðurstöður samanburðar á CK heild og CKMB massa til greiningar bráðs hjartadreps á mismunandi u'ma blóðsýnatöku frá komu. Skilmörk CKMB massa voru miöuö viö 7 pg/L og CK í heild við 200 U/L. Tírnaseming svnatöku mæling næmi (%) sértækni (%) ppv (%) npv (%) 1. sýni <1.25klst fx"= 16 mín.n=861 CKMB 65 96 79 92 CK heild 65 80 44 90 2,sýni 2-24 klst (T=15 klst,n=58) CKMB 94 86 71 97 CK heild 100 74 59 100 CKMB massi var "falskt jákvæður" í 3 sj. í 1. sýni og 6 sj. í 2. sýni miðað viö ofangreind skilmörk. Af þcim höfðu 6 hjartaöng með greinilegum hjartalínuritsbreytingum, 1 perimyocarditis og 1 aðsvif og brjóstverk, talinn með magabólgu. Meðallal CKMB massa í þessum sj. var 13 pg/L í 1. sýni og 16 pg/L í 2. sýni: Tafla 2. Niðurstöður CKMB massamælinga í mismunandi sjúklingahópum. Greining 1. sýni <1.25 klst CKMB massi (j.g/1 Meðaltal(SD) 2. sýni 2-24 klst. CKMB massi pg/1 MeðaltalfSD) Bráu hjartadrep 45 (±64) 90 (±68) transmural 60 (±85) 113 (±87) subendocardial 27 (±20) 83 (±63) Hjartaöng 2.1 (±1.9) 4.2 (±6.6) Aðrir sjúkdómar 2.9 (±3.8) 3.2 (±3.4) Af öðrum rannsóknaraðferðum var CK rafdráUur sértækari en ekki eins næmur og CKMB massi til greiningar bráðs hjartadreps. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að CKMB massa mæling sé gagnleg aðferð til greiningar bráðs hjartadreps. Hún ætti að geta hjálpað við ákvörðun um segaleysandi meðferð í byrjun sjúkdómsins þegar hjartah'nurit er ekki afgcrandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.