Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 78

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 78
72 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 ÁHRIF ALDURS OG KYNS Á FITUSYRU- V 5 HLUTFÖLL í PLASMA OG AÐRA ÞEKKTARI ÁHÆTTUÞÆTTI ÆÐAKÖLKUNAR í ERFÐA- FRÆÐILEGA EINSLEITUM HÓPI. Helgi Kr. Sigmundsson1, Guðrún Skúladóttir2, Jóhann Axelsson1. 'Rannsóknastofa H.í. í Lífeðlisfræði, 2Raunvísinda- stofnun Háskólans. Markmið okkar var að kanna áhrif kynferðis og aldurs á nokkra þekkta og aðra hugsanlega áhættuþætti æðasjúkdóma, á meðal aiíslenskra afkomenda landnema Interlake héraðs í Manitoba. Vegna þess að ýmsar rannsóknir benda til að hlutföll fitusýra í fosfólípíðum plasma einstaklinga tengist áhættu æðakölkunar, ákváðum við að kanna þessi hlutföll auk hefðbundinnar blóðfitu. Blóð var dregið úr fastandi V-Islendingum, eldri en 20 ára. Plasma og sermi var varðveitt við -20°C uns mælingar fóru fram. í þessari rannsókn voru fitusýruhlutföll í fosfólípíðum plasma ákvörðuð ásamt hefðbundnum blóðfitum (þríglýseríð, heildarmagn kólesteróls og HDL-kólesteról) í sermi. Eftirfarandi breytur voru síðan reiknaðar á grundvelli mælinganna: LDL-kólesteról, hlutfallsstuðull HDL-kólesteróls, hlutfall LDL- og HDL-kólesteróls (æðakölkunarstuðull). Heildarmagn kólesteróls og LDL-kólesteról eykst marktækt með aldri, en ekki er marktækur kynbundinn munur m.t.t. þessara tveggja breyta. Magn HDL- kólesteróls reyndist hins vegar óháð aldri, en marktækt lægra á meðal karla. Af þessu leiðir að hlutfallsstuðull HDL-kólesteróls og æðakölkunarstuðull verða óhagstæðari með hækkandi aldri og eru marktækt óhagstæðari körlum. Hlutur dókósahexaensýru (DHA) og eikósapentaensýru (EPA) í fosfólípíðum plasma hækkar með aldri. Hins vegar minnkar hlutur arakídonsýru (AA) með hækkandi aldri. Ekki fundust aðrar aldursháðar breytingar í fitusýruhlutföllum. Ekki reyndist vera kynjamunur á fitusýruhlutföllum. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að líkur á æðakölkun eru bæði aldursháðar og kynbundnar og auk þess hafa fundist aðrir mikilvægir áhættuþættir eins og blóðfitur. Okkar niðurstöður sýna engan kynbundinn mun á heildar kólesteróli og LDL-kólesteróli, en hann er marktækur hvað varðar hlutfallsstuðul HDL-kólesteróls og æðakölkunarstuðul. Einnig eru tengsl við aldur hvað varðar heildar og LDL-kólesteról annars vegar og hlutfallsstuðul HDL kólesteróls og æðakölkunarstuðul hins vegar. DHA og EPA hafa jákvæða en AA neikvæða fylgni við aldur. Ekki fundust önnur aldursháð eða kynbundin áhrif á fitusýruhlutföll í plasma. í ljósi þeirrar tilgátu um æðakölkun, að AA sé óhagstæð en omega 3 fitusýrur verndandi, samrýmist þessi niðurstaða ekki aukinni áhættu með hækkandi aldri. Styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla íslands og Vísinda- sjóði. \l C BLÓÐRýMMÁLSNEMAR í BRJÓSTHOLI u HAFA AHRIF Á VIRKNI SYMPATÍSKRA TAUGA TIL SVITAKIRTLA í MÖNNUM. Christoph Dodt, Þorsteinn Gunnarsson. Mikael Elam, Tomas Karlsson, B. Gunnar Wallin. Department of Clinical Neurosciences, Section of Clinical Neurophysiology, Sahlgren Hospital, University of Göteborg, Göteborg, Sweden. Eitt af aðalhlutverkum húðar er hitastjórnun. Afleiðing mikillar svitamyndunar er m.a. vökvatap sem getur orsakað minnkað blóðrúmmál (hypovolemia). Hátt hitastig með mikilli svitamyndun og æðavíkkun veldur því miklu álagi á hjarta-og æðakerfið. Minnkað blóðrúmmál, sem numið er í brjóstholi af rúmmálsnemum (cardipulmonary receptors), virkjar viðbragðsboga sem vinna gegn frekara vökvatapi með t.d. æðasamdættí í húð þrátt fyrir hátt hitastig. Ekki er vitað hvort minnkað blóðrúmmál minnkar einnig svitamyndun. Með því að lækka loftþrýsting umhverfis neðri hluta líkamans (lower body negative pressure, LBNP) í þartilgerðum kassa er hægt að færa til blóð og minnka blóðrúmmál í efri hluta líkamans. Þannig er hægt að líkja eftir vökvatapi og hafa áhrif á rúmmálsnema í brjóstholi. Tilgangur þessar rannsóknar var að kanna hvort að sympatísk virkni til svitakirtla er undir áhrifum frá rúmmálsnemum í bijóstholi. Sjálfboðaliðum (n=9) var komið fyrir í LBNP kassa og virkni sympatískra tauga til húðar skráð með núkróelektróðum (microneurography) sem stungið var í nervus cutaneus antebrachii posterior. Blóðflæði og viðnámsbreytingar á húðsvæði sem taugin lá til var skráð ásamt blóðþrýstingi, EKG, öndunarhreyfingum og hitastigi húðar. Svitamyndun var framkölluð með hitalömpum og var blóðrúmmál minnkað í efri hluta líkamans með LBNP (-5 og -10 mmHg). LBNP (bæði -5 og -10 mmHg) olli skyndilegri marktækri minnkun á virkni sympatískra tauga til húðar og minnkuðum viðnámsbreytingum í húð. Um leið og LBNP var aflétt jókst svitamyndunin og sympatísk virkni til svitakinla aftur upp í svipuð gildi og fyrir LBNP. Tölulega var minnkunin í sympatískri virkni og viðnámsbreytingum svipuð í LBNP við -5 og -10 mmHg. Færsla úr láréttri stöðu í lóðrétta (tilting) á einum einstaklingi gaf hliðstæðar niðurstöður. Andlegt álag (framkallað með hugarreikningi) jók sympatíska virkni og viðnámsbreytingar í húð bæði í hvfld og við LBNP. Niðurstöðurnar sýna að minnkuð boð frá rúmmálsnemum valda minnkaðri virkni sympatískra tauga til svitakirtla og þar með minnkaðri svitamyndun. Þessi viðbragðsbogi gæti verið þáttur í svörun líkamans til að verjast frekara vökvatapi við bráða blóðrúmmálsminnkun. Styrkt af Nordisk Forskerutdanningsakademi, NorFA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.