Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 24
22 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 NON-SEMINOMA KRABB AMEIN I E 13 EISTUM ÍSLENSKRA KARLA 1971-1990: Greining, stigun og lífshorfur -Klínísk rannsókn á 43 tilfellum -. Reynir Björnssonl), Tómas Guðbjartsson2', Guðmundur V. Einarsson2', Kjartan Magnússon3' og Sigurður Björnsson3'. 1 > Lœknadeild Háskóla Islands, 2> þvagfœraskurðdeild og 2) krabbameinslœkningadeild Landspítala. Krabbamein í eistum eru langflest seminoma eða non- seminoma (NS) og eru þau síðarnefndu tæpur helmingur tilfellanna. Erlendis hafa lífshorfur sjúklinga með NS batnað mikið síðustu 2 áratugina í kjölfar öflugri lyfjameðferðar. Ekki eru til upplýsingar um lífshorfur sjúklinga með NS hér á landi en nýgengi krabbameins í eistum hefur verið lágt á Islandi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna með hvaða hætti NS sjúkl. greinast hér á landi, Iífshorfur þeirra og stigun. Einnig að meta lífshorfur sjúkl. eftir að farið var að beita nýrri og kröftugri lyfjameðferð við NS á síðari hluta áttunda áratugarins. Gerð var afturskyggn klínísk rannsókn á öllum sem greindust með NS krabbamein í eistum (ICD-7 178) á Islandi frá 1. jan. 1971 - 31. des. 1990, skv. Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands. Frekari upþlýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám. Alls greindust 43 karlar á tímabilinu, meðalaldur tæp 26 ár, bil 17 - 46 ár. Skráð voru upphafseinkenni og tímalengd einkenna. Öll æxlin voru flokkuð eftir vefjagerð, og eftir 1978 voru allir sjúklingarnir stigaðir skv. TNM-stigunarkerfinu. Sjúkl. var skipt í tvo hópa, hóp A (n= 11) sem eru sjúklingar greindir fyrir 1978 og hóp B (n=32) greindir 1978 og síðar. Lífshorfur voru reiknaðar með aðferð Kaplan Meier en við aðra útreikninga var notast við kí-kvaðrat. Nýgengi NS á rannsóknatímabilinu hér á landi var 1,8/10^ karla á ári. Allir sjúklingarnir greindust á lífi með einkenni og voru algengustu einkennin fyrirferð (n= 42, 98%) og verkur í pung (n=23, 53%). 11 sjúklingar höfðu einkenni meinvarpa (26%), oftast kviðverki vegna meinvarpa í retroperitoneal eitlum. Fimmti hver (21%) sjúklingur hafði einkenni í > 6 mán. fyrir greiningu en 7% <2 vikur. Mesta þvermál æxlanna var á bilinu 10-80 mm (meðaltal 40 mm) og greindust 26 þeirra í hæ. eista og 17 í því vinstra. Af 32 sjúklingum sem greindust eftir 1978 voru 50% á stigi I, 3% á stigi II, 34% á stigi III og 13% á stigi IV. Fimm ára lífshorfur voru 81% fyrir hópinn í heild, 36% fyrir hóp A og 100% fyrir hóp B. Marktækur munur var á lífshorfum hópa A og B (p<0,005). Sjö (64%) sjúklingar dóu í hópi A, allir af völdum NS , en einn (3%) í hópi B úr AML. Nýgengi NS er lágt hér á landi miðað við Danmörku og Noreg en stigun æxlanna er svipuð. Lífshorfur eru sambærilegar við nágrannalöndin. Líkt og erlendis vænkuðust horfur verulega upp úr 1978 en þá var farið að nota saman cisplatín, vinblastin og bleomycin í meðferð NS. _ VISTUNARMAI ALDRAÐRA 1992 ^ Gróa Björk Jóhannesdóttir. Læknadeild H í og Pálmi V Jónsson. Öldrunarlækningadeild Borgarspítala. Enginn má vistast til langdvalar á öldrunarstofnun nema að undangengnu mati á þörf Vorið 1991 var komið á samræmdu vistunarmati týrir aldraða, þar sem lagt er mat á félagslegar aðstæður, likamlegt atgervi, andlegt atgervi og t'æmi einstaklingsins Tilgangur matsins er að greina undirliggjandi orsakir vistunarbeiðna, tinna viðeigandi vistunarstig og að meta hversu brýn þörfin er Gögn vistunarmatsins árið 1992 voni tölvuunnin, fyrir einstaklinga sem vom metnir i þört'fyrir annars vegar þjónustuhúsnæði og hins vegar hjúkrunarrými. Skoðaðir vom lyðfræðilegir þættir og stigadreifing á einstaka liði matsins Nýtt var logistísk regressions analysa sem greinir þær breytur sem aðgreina einstaklinga i hjúkmnarþört' frá þeim sem em í þjónustuþörf Þær breytur vom prófaðar í discriminant factor analysu, sem beitt var á gögn vistunarmatsins bæði frá Reykjavik og frá Akureyri Árið 1992 vom 546 einstaklingar í Reykjavík metnir í þörf fyrir vistun, 304 (55,7%) í þjónustuhúsnæði og 242 (44,3%) í hjúkrunarrými. Meðalaldur hópanna var nær jafn, 81,6 ár (±0,4) í þjónustuhópi og 81,8 ár (±0,5) i hjúkmnarhópi, svo og kynjahlutfall, 2 konur : 1 karl Um áramótin ‘92-’93 biðu 19,4 afhveijum 1000 íbúum 65 ára og eldn ettir vistun í þjónustuhúsnæði og 14,1 af hverjum 1000 biðu eftir vistun í hjúkmnarrými Einstaklingar i þjónustuþörf hafa fyrst og fremst félagslegan vanda, en einstaklingar i hjúkmnarþörf hat'a, auk t'élagslegs vanda, skert likamlegt og andlegt atgervi og skerta fæmi Logistísk regressions analysa, þar sem stigagjöf hverrar breytu var einfölduð i hærra og lægra stig, sýndi að ettirtaldar sjö breytur spá marktækt fyrir um hjúkmnarþörf: likamlegt heilsufar, lyfjagjöf, heilabilun, hreyfigeta, hæthi til að matast, hæfni til að klæðast og annast persónuleg þrif og stjóm á þvaglátum og hægðum R' fyrir jöfnuna var 0,631 Discriminant íimctions greining á gögnum frá Reykjavík misflokkaði 56 af 546 (10,2%) í samanburði við huglægt mat, en greining á gögnum frá Akureyri mistlokkaði 8 einstaklinga af 59 (13,8%) Þáttur heilabilunar i vistunarþörf var skoðaður sérstaklega og reyndust 78,5% metinna í hjúkmnarþörf vera með heilabilun á einhverju stigi Aðstæður maka/ aðstandenda, líkamlegt heilsufar og hreyfigeta varðveitast að mestu þar til heilabilun er komin á hátt stig, andleg líðan virðist ótengd stigi heilabilunar en aðrir þættir matsins stigversna með vaxandi heilabilun Vistunarmat aldraðra er staðlað mat sem gefiir ítarlega mynd af orsakaþáttum vistunar á íslandi. Félagslegir þættir búa fyrst og fremst að baki vistunar- beiðna i þjónustuhúsnæði, en vistunarbeiðnir í hjúkmnar- rými hafa fjölþættan orsakir, en sjálfstæðir spáþættir komu af sviðum líkamlegs atgervis, andlegs atgervis og fæmi, Niðurstöður þessarar gagnavinnslu styðja gildi ljölþætts mats á öldmðum, sem engu að síður mætti e.t.v. einfalda Gögnin bjóða upp á þróun hlutbundinnar skilgreiningar á hjúkmnarþörf i stað hins huglæga mats
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.