Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 76
70
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25
UNDIRFLOKKAR IgA GIGTARÞÁTTAR í
V 1 HEILBRIGÐUM OG SJÚKUM.
Þorbiörn Jónsson. Hrafnkell Þorsteinson, Sturla
Arinbjarnarson, Jón Þorsteinson, Helgi Valdimarsson.
Rannsóknastofa í ónæmisfræði og Lyflækningadeild
Landspítalans
Gigtarþættir (rheumatoid factors, RF) eru mótefni sem
bindast halahluta (Fc) mótefna af IgG gerð. Hækkun á
RF frnnst t flestum sjúklingum með liðagigt
(rheumatoid arthritis, RA). Sjúklingar með aðra
gigtarsjúkdóma, smitsjúkdóma og krabbamein geta
einnig hafl hækkun á RF og þá ofl í minna magni.
Greina má hækkun á RF í litlum hluta einstaklinga sem
virðast heilbrigðir. RF er til af mismunandi gerðum
s.s. IgM, IgG og IgA RF. Fyrri rannsóknir hafa sýnt
að hækkun á IgA RF í sjúklingum með RA hefúr
ákveðna sérstöðu borið saman við aðrar RF gerðir.
Þannig tengist hækkun á IgA RF slæmum horfúm, s.s.
myndun á beinúrátum og einkennum frá kirtlum og
slímhúðum. IgA mótefni skiptast í tvo undirflokka,
IgAj og IgA^. Tilgangur þessarar rannsóknar var að
kanna hvort einhver munur væri á tíðni og meinvirkni
IgA[ og IgA^ RF.
Þróuð var ELISA aðferð til að mæla magn IgA]
og IgA^ RF i sermi. Mæld voru sýni úr 58 sjúklingum
með RA, 31 sjúklingi með aðra gigtarsjúkdóma, 30
heilbrigðum einstaklingum með þekkta hækkun á
heildarmagni IgA RF og 100 einstaklingum sem valdir
voru af handahófi úr þjóðskrá.
Af sjúklingunum með RA voru 55% með hækkun
á heildarmagni IgA RF, 64% með hækkun á IgAj RF
og 60% með hækkun á IgA^ RF. Sjúklingar með
sjúkdómseinkenni utan liðamóta (extra-articular
manifestations) voru mun oflar með hækkun á IgA RF
og báðum undirflokkum heldur en sjúklingar án slíkra
einkenna (P<0.01). Nærri allir (97%) RA sjúklingar
með hækkun á heildarmagni IgA RF höfðu báða
undirflokkana hækkaða Hins vegar var þriðjungur
heilbrigðra með hækkun á heildarmagni IgA RF með
einangraða hækkun á IgAj RF (P=0.002).
Niðurstöðurnar benda til að hækkun á IgA^ RF
geti verið sértækari fyrir RA heldur en hækkun á
heildarmagni IgA RF eða IgAj RF.
.. _ SJÚKRAHÚSMEÐFERÐ SÝKINGA AF VÖLDUM
V í FJÖLÓNÆMRA PNEUMÓKOKKA HJÁ BÖRNUM.
Karl G. Kristinsson1. Ari Axelsson2, Pétur Júlíusson3,
Þórólfur Guðnason2, Þröstur Laxdal3.
Sýklafræðideild1 og barnadeild2 Landspítalans,
bamadeild Landakots3.
Pneumókokkar, með ónæmi fyrir öllum sýkla-
lyfjum til inntöku, eru nú orðnir algengn á íslandi.
Talið er mjög líklegt að þeir séu ein hrein stofngerð,
sem ættaðir séu frá Spáni. Penisillín lágmarks-
heftistyrkur stofnsins er um 1 mg/1. Vegna þessa er
meðferð bráðrar eymabólgu og skútabólgu oft erfið, og
þarfnast tilvísunar til háls-, nef- og eyrnalæknis og/eða
innlögn á bamadeild til meðferðar með innstungu-
sýklalyfjum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta
kostnað og árangur meðferðar þessara sýkinga á
sjúkrahúsum.
Öll börn (<16 ára) sýkt af fjölónæmum pneumó-
kokkum fyrir 1. janúar 1994, voru fundin úr skýrslum
sýklafræðideildar Landspítalans. Síðan var kannað
hver þeirra höfðu lagst inn á bamadeildir Lsp. og Lkt.
og sjúkraskýrslur þeirra skoðaðar m.t.t. meðferðar,
kosmaðar og árangurs meðferðar.
Á þessu tímabili voru 62 böm lögð inn 75 sinnum
til meðferðar á sýkingum af völdum fjölónæmra
pneumókokka: eyrnabólgu 50, eymabólgu og skúta-
bólgu 14, skútabólgu 6, lungnabólgu eina sér 2,
lungnabólgu með eyrnabólgu 2 og með skútabólgu 1.
Flest fengu meðferð með ceftríaxóni, 57; cefúroxími,
10; cefótaxími, 5 og ímipenemi, 5. Þrjátíu og einn
fengu fleiri en eitt sýklalyf, og af þeim fengu 27
rífampisín á síðustu dögum meðferðar. Einn
sjúklinganna lést af völdum lungnabólgu innan 24 klst.
frá innlögn. Meðalaldur var 1.7 ár og voru 95%
barnanna á aldrinum 6 mánaða til 3ja ára.
Meðallegutími var 9.3 dagar, meðaltími á sýklalyfjum
8.6 dagar og rneðalkosmaður sýklalyfja 19.150 krónur.
Meðferð með ceftríaxóni virtist gefa betri árangur en
með cefúroxími, en ekki skipti máli að bæta rífampisíni
við 3. kynslóð kefalóspórína eða ímipenem. Árangur
meðferðar var ekki betri hjá þeim sem fengu meðferð í
>7 daga, heldur en þeim sem fengu skemmri meðferð.
Útbreiðsla fjölónæmra pneumókokka leiðir til
lengri veikinda og rrúkið aukins kosmaðar við meðferð.
Meðferð með 3. kynslóð kefalóspórínum var
árangursrík og virtist betri en meðferð með amoxý-
sillíni eða cefúroxími. Til að fá áreiðanlega vimeskju
um hver sé besta meðferðin væri æskilegt að gera vel
skipulagða framsýna rannsókn.