Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 48
44 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 E 57 ÖRVUN SYMPATÍSKA TAUGAKERFISINS VIÐ STÖÐUGAN VÖÐV ASAMDRATT; SKIPTIR VÖÐVAMASSINN MÁLI? Þorsteinn Gunnarsson. Christoph Dodt, Yrsa Bergmann Sverrisdóttir, Jón Ölafur Skarphéðinsson, Christopher Lindberg, Mikael Elam. Department of Clinical Neurosciences, Section of Clinical Neurophysiology, Sahlgren Hospital, University of Göteborg, Göteborg, Sweden. Með því að stinga hárfínum skautum (nálum) inn í úttaugar á mönnum er hægt að mæla virkni sympatískra tauga til húðar eða vöðva. Þessi rannsóknartækni (microneurography) hefur á síðustu árum aukið verulega skilning manna á hlutverki ósjálfráða taugakerfisins í hjarta- og æðakerfinu við áreynslu. Við stöðugan vöðvasamdrátt/áreynslu (static exercise) eykst virkni sympatískra tauga til vöðva í hvíld sem leiðir til æðasamdráttar og minnkaðs blóðflæðis til vöðvans. Þessi virkjun sympatíska taugakerfisins er m.a. talin háð samdráttarkrafti, skynjun þreytu og stærð vövamassans sem dreginn er saman. Undanfarið hafa vaknað efasemdir um að vöðvamassi sé ákvarðandi þáttur í áðumefndri virkjun sympatíska taugakerfisins við stöðugan vöðvasamdrátt. Tilgangur rannsóknar- innar var að athuga hvort að misstórir vöðvahópar í handlegg valda örvun á sympatískum taugum í samræmi við massa sinn. Níu heilbrigðir einstaklingar drógu saman þrjá ólíka vöðvahópa í hægri efri útlim í tvær mínútur í þessari röð: 1) Abduction á litla fingri (30% af hámarks samdráttarkrafti, HS); 2) abduction á litla fingri (40% af HS); 3) handgrip (30% af HS) og 4) axlarlyfting (shoulder elevation) á 30% af HS. Mæld var virkni sympatískrara tauga (n. peroneus) til kálfavöðva í hvfld, EKG, blóðþrýstingur, öndunarhreyfingar, samdráttar- kraftur vöðvahópsins, blóðflæði til kálfa og einnig voru einstaklingamir látnir meta hversu erfitt var að halda uppi samdrættinum (sensation of excertion). Abduction á litla fingri (30% af HS) olli svipðari örvun á sympatískum taugum og handgrip (30% af HS) hvort sem sympatísk virkni var reiknuð sem boðspennuhrina/mt'n (burst/min) eða heildarvirkni þ.e. heildarflatarmál boðspennuhrina (mean burst area x burst/min). Abduction á litla fingri á 40% af HS olli mestri örvun á sympatískum taugum en axlarlyfting á 30% af HS olli ekki marktækum breytingum á sympatískri virkni. Við stöðugan vöðvasamdrátt virðast misstórir vöðvar sem dregnir eru saman (sitt í hvoru lagi) geta virkjað sympatíska taugakerfið óháð stærð sinni þar sem abduction á litla fingri á 30% af HS örvar sympatíska taugakerfið til jafns við handgrip á 30% af HS (sem myndar u.þ.b. 35x meiri kraft). Það að axlarlyfting á 30% af HS olli ekki marktækri sympatískri örvun styður einnig þessa tilgátu. Þessari örvun virðist vera miðlað með svipuðum hætti, þ.e. í gegnum efnanæmar aðfærandi taugar (chemosensitive afferents, type IV). Slyrkt af Nordisk Forskemldanningsakademi, NorFA. F 58 HISTAMIN ÖRVAR NO MYNDUN í ÆÐAÞELSFRUMUM GEGNUM FERLI HÁÐ ADP-RÍBÓSYLERINGU Óskar Jónsson, Haraldur Halldórsson, Matthías Kjeld og Guðmundur Þorgeirsson. Rannsóknarstofa Háskóla íslands í lyfjafræði, lyfiækningadeild Landspítalans og Rannsóknarstofa Landspítalans í blóðmeinafræði Köfnunarefnisoxíð (NO) er öflugt æðavíkkandi efni sem er framleitt víða í lflcamanum og í rflcum mæli af æðaþelsfrumum. Það gegnir mikilvægu hlutverki í stjómun á viðnámi æða og hefur minnkuð ftamleiðsla þess verið tengd ákveðnum sjúkdómum í hjarta og æðakefi og eru nitröt sem gefin eru í þessum sjúkdómum talin virka eftir sama ferli. Æðaþelsfrumur mynda NO eftir örvun með áverkunarefnum, t.d. histamini eða thrombini, en þeir valda hækkun í [Ca2+],. Við það virkjast NO-synthasi til myndunar á NO sem hvetur til myndunar á cGMP. Það er taíið miðla flestum áhrifum NO. ADP-ríbósylering, þ.e. flutningur á ADP-ríbósa af NAD yfir á prótein, er talin gegna hlutverki í stjómun á mörgum lífrænum ferlum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort ADP- ríbósylering kæmi við sögu í NO myndun örvaðri með áverkunarefnum. Notaðar vom ræktaðar æðaþelsfrumur úr bláæð naflastrengja frá mönnum. Frumumar vom örvaðar með ýmsum áverkunarefnum til myndunar á NO og athuguð voru áhrif MIBG sem hindrar sértækt mono ADP- ríbósyleringu á amínósýmnni arginine. Til samanburðar vom könnuð áhrif MIBA sem er samsvarandi efni og MIBG en hefur ekki áhrif á ADP-ríbósyleringu. Myndun NO var mæld óbeint með mælingu á cGMP með geislamótefnamælingu (RIA). MIBG minnkaði NO myndun örvaða af histamini (5,5 mM) skammtaháð með hámarkshindrun, 90,8%, við 0,3 mM styrk. Hins vegar hafði MIBG engin áhrif á NO myndun sem örvuð var með thrombini (1 u/ml), bradykinini (1,0 mM), leukotrieni C4 (150 ng/ml), Ca2+ jónfeijunni Á23187 (0,4 mM), pervanadati (0,25/0,025 mM) sem virkjar fosfólípasa Cy óbeint eða AIF4- (30 mM) sem virkjar G-prótein ósérhæft. MIBA hafði engin áhrif á NO myndun örvaða með histamini eða öðrum áverkunarefnum. Þessar niðurstöður benda til þess að ADP- ríbósylering sé nauðsynlegur hlekkur í innanfrumu boðkerfinu sem miðlar histamin örvaðri NO myndun í æðaþelsfrumum. Samkvæmt fyrri niðurstöðum á rannsóknarstofunni þá gegnir ADP-ríbósylering einnig hlutverki í histamín örvaðri myndun á inositol fosfötum og prostacyclini. Það er því lfldegast að ADP-ríbósyleringin eigi sér stað á fosfólípasa C (þó ekki fosfólípasa Cy), G- pióteinum eða histamin viðtakanum sjálfum. Athyglisverð er sérstaða boðkerfisins sem miðlar histamín örvun inn í æðaþelsfrumur. Bendir margt til þess að hæfni æðaþelsins til sértækrar svörunar byggist á sérhæfðum innri boðkerfum ekki síður en sérhæfðum himnuviðtökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.