Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Side 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 23 VÆGUR KVÍÐI OG ÞUNGLYNDI Samanburður á slembiúrtaki og þeirra, sem leita til læknis. Höeni Óskarsson Suðurgata 12, Reykjavík. Tíðni kvíða og þunglyndis er talin hærri hjá fólki, sem leita til heimilis- lækna, f.o.f. vegna líkamlegra kvilla, en hjá þeim, sem heilbrigðir eru. Fá sjúkl- ingamir sjaldnast geðgreiningu né með- ferð. Svipað má segja um innlagða sjúkl- inga. Könnuð var tíðni vægs (subclinic- al) þunglyndis og kvíða m.t.t. greiningar og meðferðartíðni. Aðferð: Tveir hópar voru bornir saman m.t.t. kvíða og þunglyndis. í hópi A voru 546 einstaklingar, sem leituðu til heim- ilislæknis á 10 heilsugæslustöðvum. í hópi B voru 2.261 einstaklingar, slembi- úrtak úr þjóðskrá, en einungis var haft bréflegt samband við þá. Notaður var Hospital Anxiety and Depression Scale (HAD); í honum eru 14 spumingar um kvíða og þunglyndi, sem viðkomandi svarar sjálfur um leið og hann merkir svör inn á listann. E 15 Niðurstaða: Hjá A voru marktækt fleiri tilfelli mikils kvíða (p<0.001) og væes kvíða (p<0.01) en hjá B. Tíðni þung- lyndistilfella var svipuð, en tíðni vægs þunglyndis var hærri (p<0.05) hjá A. Meðaltalsgildi kvíða var hærra hjá A (p<0.001), sömuleiðis meðaltalsgildi þunglyndis (p<0.01). Tíðni greiningar og meðferðar hjá þeim, sem höfðu klíniskan kvíða eða þunglyndi var mjög lág, og enn lægri hjá þeim, sem höfðu vægan (subclinical) kvíða og þung- lyndi. Ályktun: Vægur kvíði og vægt þung- lyndi er hærra hjá þeim einstaklingum, sem leita læknis en hjá heilbrigðum og greinist sjaldan. Þýðing þessa í klíniskri læknisfræði er mikilvæg, því þessi vandamál, fyrir utan það að hafa mót- andi áhrif á hegðun sjúklinga, er þeir leita læknis, hafa áhrif á upplifun og túlkun einkenna og þar með á meðferð- arheldni og gang sjúkdóms. STREPTOCOCCUS PYOGENES - í NÝRRI SÓKN. Skúli Ounnlaupsson. Karl G. Kristinsson, Ólafur Steingrímsson. Sýklafræðideild Landspítalans Streptococcus pyogenes er meðal algengustu meinvaldandi baktería, en hún er ein aðalorsök háls- bólgu og húðsýkinga. Síðkomnir aukakvillar eins og glomerulonephritis og gigtsótt eru háðir ákveðnum M - próteingerðum á yfirborði þessara baktería. Um og eftir 1987 varð meira vart við alvarlegar sýkingar af hennar völdum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessi aukn- ing hefur verið tengd aukningu á M - próteingerð 1. Stofngreining með T - próteingerð er mun einfaldari en með M - próteingerð og gefa einnig faraldsfræðilegar upplýsingar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni einstakra próteingerða auk þess að kanna faralds- fræði þessara baktería hér á landi. Farið var yfir ræktunaniðurstöður sýklafræðideildar Lsp frá árinu 1986 til 93. T- próteingerð hluta þeirra stofna, sem frystir höfðu verið, var könnuð með kekkjunarprófi eftir ræktun í Todd Hewitt að forskrift Efstratiou. Notuð voru T - prótein mótefni frá Chem- opol, Pragh. T - próteingerð var könnuð á 384 stofnum frá 1991-1993 og niðurstöður bornar saman við niðurstöður frá árunum 1988-89. Auk þessa var T - próteingerð þessara baktería athuguð hjá öllum stofnum úr blóði á árunum 1989-93. Þrjátíu og einn stofn var sendur til Bretlands (Hospital Infection Laboratory, Central Public Health Laboratory, Colindale, London), til greiningar á M - próteinum. Töluverður munur var á tíðni einstakra T - próteingerða milli ára. E 16 Eftirfarandi niðurstöður fengust úr kekkjunarprófum: 1988-9 1991 1992 1993 T-protein N (%) N (%) N (%) N (%) T1 T4,28 T3,13,B3264 T5,11,12,27,44 T2.8.25 T6 Ógreindir 64 (30) 48 (23) 41 (19) 31(15) 22 (10) 2(1) 4(2) KD 116(70) 3(2) 37 (22) 5(3) 0 3(2) KD 61 (62) 13(13) 18(18) 6(6) 0 0 35 (29) 21 (18) 38 (32) 10 (8) 16(13) 0 0 Alls 212 165 99 120 Allir stofnar (31), sem sendir voru til Bretlands til ákvörðunar á M-próteinum, höfðu hliðstæð T - prótein (Mx,Tx; My,Ty o.s.fr.) nema einn. Hann var af stofn- gerð Ml,13. Líkur benda til þess að sveiflur á algengi sýkinganna síðastliðin ár tengist breytingum á stofn- gerðum. Athygli vekja sveiflur á algengi S. pyogenes síðustu árin. Heildarfjöldi greininga á Sýklafræðideild Lsp voru: 1986, 732; 1987, 895; 1988, 975; 1989, 584; 1990, 1277; 1991, 1483; 1992, 887; 1993, 2057. Tilsvarandi sveiflur urðu á tilkynningum til Land- læknisembættisins á því árabili sem um ræðir. Árið 1993 voru yfir 6000 sýkingar tilkynntar til embættisins.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.