Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 45 HLUTVERK TÝRÓSÍN FOSFÓRUNAR í MYNDUN INÓSITÓLFOSFATA OG LOSUN ARAKÍDÓN SÝRU í ÆÐAÞELI. Anna HelgadnttiA Haraldur Halldórsson'5>c og Guðmundur Þorgeirsson^.c. Læknadeild Háskóla íslands3, Rannsóknarstofa Háskóla íslands í lyfjafræðib og Lyflækningadeild Landsspítalansc. Fosfóinósitíð boðkerfið hefur hlutverki að gegna í margskonar starfsemi frumna. Þegar áverkunarefni binst við viðtaka á yfirborði frumunnar örvast fosfólípasi C (PLC) og við það brotnar fosfatidylinósitólbisfosfat niður í tvö innri boðefni (second messengers), inósitól trisfosfat (IP3) og diacylglyceról (DG). IP3 veldur hækkun á kalsíum í umfryminu en DG virkjar hinsvegar prótein kinasa C. Sýnt hefur verið framá að til eru mismunandi gerðir (ísoform) af PLC: PLC-p, PLC-y og PLC-ð. í æðaþeli er þekkt að örvun á viðtökum sem tengjast G- próteinum veldur myndun á inósitólfosfömm og prostasýklini með því að virkja PLC-p. PLC-y hefur fundist í öðrum frumutegundum en sú gerð ensímsins virkjast ekki í gegnum G-prótein heldur týrósín fosfórun. Til þess að kanna hvort týrósín fosfórun hefði hlutverki að gegna í myndun inósitólfosfata og losun arakídónsýru í æðaþeli voru æðaþelsfrumur úr bláæðum naflastrengja ræktaðar, merktar annað hvort með (^H )-inósitóli eða (^Hj-arakídónsýru og örvaðar með pervanadati sem hindrar týrósín fosfatasa og E 59 veldur þannig aukinni týrósín fosfórun próteina. Inósitólfosföt voru aðgreind á jónskiptasúlum og mæld með sindurtalningu. Losun arakídónsýru var einnig mæld með sindurtalningu. Þá var týrosín fosfórun skoðuð með því að rafdraga prótein og meðhöndla þau með mótefnum gegn fosfóryleruðu týrósíni. Pervanadat olli aukinni myndun inósitólfosfata og losun arakídónsýru og var þessi svörun bæði háð styrk pervanadats og tíma. Týrósín kínasa hindramir methyl 2,5-dihydroxycinnamat og genistein hindruðu pervanadat örvaða inósitól fosfatamyndun. Þegar pervanadat var látið verka með thrombini varð myndun inósitólfosfata meiri en samanlögð áhrif hvors efhis um sig (synergismus). Hinsvegar ef pervanadat var látið verka með histamíni eða AIF4" komu þessi margföldunaráhrif ekki í ljós. Phorbolesterinn TPA sem hindrar thrombin-örvaða myndun inósitólfosfata hindraði ekki myndun inósitólfosfata af völdum pervanadats. Þessar niðurstöður sýna að týrósín fosfórun hafi hlutverki að gegna í þeim boðflutningi sem verður í æðaþelsfiumum þegar þær eru örvaðar til prostasýklin-myndunar. Þær benda einnig til að thrombin geti örvað æðaþelsfrumur með því að valda týrósín fosfórun. RANNSÓKN Á GILDI ÁREYNSLUPRÓFA. Margrét Ásgcirsdóttir, Ásgeir Jónsson, Jón V.Högnason. Lyflæknadeild Landakotsspítala, Reykjavík Rannsóknin nær til allra sem fóru í áreynslupróf á Landakoti á árunum 1986-1992 en það voru alls 1318. Tilgangur rannsóknarinnar var 1) að kanna næmi og sértækni áreynsluprófs, 2) að kanna gildi áreynsluprófs við ákvörðun frekari rannsókna og meðferðar þeirra sjúklinga sem hafa þekktan kransæðasjúkdóm, 3) kanna gildi áreynsluprófs við að meta árangur aðgerðar eða útvíkkunar og loks 4) að kanna hvort samband væri milli þess hve fljótt prófið yrði jákvætt og þess hve útbreiddur sjúkdómurinn er (einnar æð.ar, 2ja æða eða 3ja æða sjúkdómur). Við upplýsingasöfnun var stuðst við eyðublað sem fyllt er út þegar áreynslupróf er framkvæmt og ef ekki voru nægar upplýsingar á því var haft samband við Iækni sjúklingsins. Einnig var leitað að niðurstöðum í sjúkraskrám.og gögnum hjartaþræðingadeilda Lsp og Bsp. Skilmerki voru sett fyrir jákvæðu, óvissu og neikvæðu prófi og einstaklingunum skipt i hópa eftir ástæðu áreynsluprófsins ( grunur um sjúkdóm, þekktur sjúkdómur, eftir aðgerð og eftir útvikkun). Þær niðurstöður sem fengust voru 1) næmi prófsins er 87% en sértæknin 35% sem þýðir að í 13% tilvika greinir áreynsluprófið ekki kransæðasjúkdóm og í 65% tilvika er áreynsluprófið jákvætt en kransæðasjúkdómur er ekki til staðar. 2) Alls fóru 67 einstaklingar með þekktan sjúkdóm oflar en einu sinni í áreynslupróf en alls voru það 202 áreynslupróf. Af þeim áreynsluprófúm sem voru jákvæð fóru 47 í þræðingu í kjölfar prófsins en 25 fengu lyfjameðferð. Af þeim sem voru neikvæð fóru 31 í þræðingu, 7 fengu enga meðferð en 59 fengu lyfjameðferð. 3) Alls fóru 21 í áreynslupróf fyrir og eftir aðgerð og voru 14 þeirra með betra áreynslupróf eftir aðgerð en fyrir. 7 voru með eins áreynslupróf fyrir og eftir aðgerð en hjá 3 fannst ekkert áreynslupróf fyrir aðgerð. 20 sjúklingar fóru i útvíkkun og 8 þeirra voru með betra áreynslupróf eftir á en 7 voru með svipað próf fyrirog eftir. Hjá 5 fannst ekkert próf fyrir útvíkkun. 4) Þeir sem voru með einnar æða sjúkdóm voru með jákvætt próf eftir 4-16 mín, 2ja æða sjúkdóm eftir 4-20 mín, 3ja æða sjúkdóm eftir 3-19 mín og þeir sem voru með eðlilegar kransæðar voru með jákvætt próf eftir 3- 24 min. Þær ályktanir sem draga má af þessum niðurstöðum eru þær að 1) áreynslupróf er gagnlegt próf til að meta blóðþurrð i hjarta og er fijótleg, hættulítil og ódýr fyrsta rannsókn sé grunur um sjúkdóm. 2) niðurstöður áreynsluprófa eru gagnlegar þegar ákveða skal frekari rannsóknir og meðferð sjúklings með þekktan sjúkdóm. 3) áreynslupróf eru gagnleg til að meta árangur aðgerðar og útvíkkunar. 4) ekkert samband er milli þess hve fljótt prófið verður jákvætt og þess hve sjúkdómurinn er útbreiddur. E 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.