Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 68
62 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 E 89 MAGASPEGLANIR Á 20 ÁRA TÍMABELI, 1974-1994. Sigurður Bjömsson. Lyflækningadeild Borgarspítala, Reykjavík. Allar magaspeglanir, sem höfundur fram- kvæmdi á 20 ára tímabili voru kannaðar. Áhersla var lögð á kynja- og aldursdreifingu sjúklinga, greiningamiðurstöður og ástæður fyrir speglun. Stuðst var við dagbækur um allar speglanir á tímabilinu, bæði legu- og ambulant sjúklinga á Borgarspítala og Læknastöðinni, Glæsibæ. Alls voru gerðau: 9733 speglanir. Af þeim voru 4615 karlar (47.4%), en 5118 konur (52.6%). 2930 (30.1%) voru legusjúklingar, en 6803 (69.9%) voru speglaðir ambulant. Flestir voru á aldrinum 61-80 ára (34.5%) og 41-60 ára (33.8%), aðeins 2.15% voru 20 ára og yngri. Algengasta greiningin var þindarslit með eða án vélindabólgu (20.4%), þá maga- og skeifugarnarsár (22%), maga- og skeifugarnarbólgur (21%) en 17% speglana voru eðlilegar. Æxli í maga og vélinda fannst hjá aðeins 2%. 1050 höfðu skeifugarnarsár, kk/kvk 1.51, en 1116 magasár kk/kvk 0.89. Hlutfall skeifugarnar- sár/magasár hjá körlum var 1.2 en hjá konum 0.7, 80 höfðu magastúfssár. 617 höfðu bráða magablæðingu, 6.3% allra, en 21% legusjúklinga. Af þeim voru 55.6% karlar. Helstu orsakir magablæðinga voru skeifugarnarsár hjá 23%, magasár hjá 25.6%, magabólgur hjá 21.4% og vélindasár, bólgur og afrifur hjá 19%. Á 9 ára tímabili, 1985-94, voru gerðar 5616 speglanir. Helsta ástæða fyrir speglun á þessu timabili voru verkir fyrir bringspölum, 36.6%, dreifðir kviðverkir, 17.6%, brjóstsvfði, 14.7%, meltingartruflun, 9.7%, magablæðing, 7.3%, en óeðlileg röntgenmynd af maga eða vélfnda var tilefni magaspeglunar hjá aðeins 1.6% allra. Þótt aukning á speglunum hafi verið vaxandi allt tímabilið var tiltölulega meiri aukning á legusjúklingum seinni áratuginn miðað við ambulant sjúklinga. Kona á áttræðisaldri hlaut sprungu á Zenker's poka í vélinda af völdum speglunartækis en lifði af án aðgerðar. Magasár valda hér 50% magablæðinga. Hjá legusjúklingum er magablæðing ástæða speglunar hjá rúmlega 20%. Á seinni hluta tímabilisins er óeðlileg röntgenmynd af vélinda og maga tilefni speglunar hjá aðeins 1.5%. c SARARISTILBÓLGA Á ÍSLANDI 1980-89. t »U AFTURVIRK, FARALDSFRÆÐILEG RANNSÓKN Siguröur Björnsson, Jóhann Heiðar Jóhannsson, Einar Oddsson. Lyflækningadeild Borgarspítala, Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, lyfjadeild Landspítala. Könnun var gerð á nýgengi sáraristilbólgu á íslandi árabilið 1980-89. Öll bólgin ristilsýni, sem bárust til vefjagreiningar voru athuguð og grunsamlegum tilfellum fylgt eftir með því að fara yfir sjúkraskýrslur, röntgen- og speglunarlýsingar. Stuðst var við viðurkennd skilmerki við greiningu. Alls greindust 282 einstaklingar með sáraristilbólgu, 166 karlar og 116 konur. Kynjahlutfall var því 1.43 og heildarnýgengi 11.7/100.000. Á fyrra 5 ára tímabilinu, 1980-84, var nýgengi 10.8, hjá körlum 12.12 og hjá konum 9.3. Seinna 5 ára tímabilið var nýgengi 12.6, hjá körlum 15.6 og hjá konum 10.1. Nýgengið var hæst á aldrinum 20-39 ára, 20.2-20.3/100.000. Ristilbólgan var oftast bundin við endaþarm (rectum), eða hjá 54% sjúklinganna, náði upp í bugaristil hjá 30%, en var útbreiddari hjá 16%. Nýgengi endaþarmsbólgu á öllu tímabilinu var 6.3, en slík bólga var algengari hjá konum. Tvöfalt fleiri karlar en konur höfðu útbreidda ristilbólgu við greiningu. Sjúkrasögu styttri en 6 mánuði höfðu 63% og 8.5% áttu ættingja með ristilbólgu. Á sjúkrahúsi vistuðust 42%. Nýgengi sáraristilbólgu, einkum í endaþarmi, hefur stöðugt aukist á tímabilinu 1980-89 og hefur tvöfaldast miðað við árin 1970-79.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.