Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Side 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Side 68
62 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 E 89 MAGASPEGLANIR Á 20 ÁRA TÍMABELI, 1974-1994. Sigurður Bjömsson. Lyflækningadeild Borgarspítala, Reykjavík. Allar magaspeglanir, sem höfundur fram- kvæmdi á 20 ára tímabili voru kannaðar. Áhersla var lögð á kynja- og aldursdreifingu sjúklinga, greiningamiðurstöður og ástæður fyrir speglun. Stuðst var við dagbækur um allar speglanir á tímabilinu, bæði legu- og ambulant sjúklinga á Borgarspítala og Læknastöðinni, Glæsibæ. Alls voru gerðau: 9733 speglanir. Af þeim voru 4615 karlar (47.4%), en 5118 konur (52.6%). 2930 (30.1%) voru legusjúklingar, en 6803 (69.9%) voru speglaðir ambulant. Flestir voru á aldrinum 61-80 ára (34.5%) og 41-60 ára (33.8%), aðeins 2.15% voru 20 ára og yngri. Algengasta greiningin var þindarslit með eða án vélindabólgu (20.4%), þá maga- og skeifugarnarsár (22%), maga- og skeifugarnarbólgur (21%) en 17% speglana voru eðlilegar. Æxli í maga og vélinda fannst hjá aðeins 2%. 1050 höfðu skeifugarnarsár, kk/kvk 1.51, en 1116 magasár kk/kvk 0.89. Hlutfall skeifugarnar- sár/magasár hjá körlum var 1.2 en hjá konum 0.7, 80 höfðu magastúfssár. 617 höfðu bráða magablæðingu, 6.3% allra, en 21% legusjúklinga. Af þeim voru 55.6% karlar. Helstu orsakir magablæðinga voru skeifugarnarsár hjá 23%, magasár hjá 25.6%, magabólgur hjá 21.4% og vélindasár, bólgur og afrifur hjá 19%. Á 9 ára tímabili, 1985-94, voru gerðar 5616 speglanir. Helsta ástæða fyrir speglun á þessu timabili voru verkir fyrir bringspölum, 36.6%, dreifðir kviðverkir, 17.6%, brjóstsvfði, 14.7%, meltingartruflun, 9.7%, magablæðing, 7.3%, en óeðlileg röntgenmynd af maga eða vélfnda var tilefni magaspeglunar hjá aðeins 1.6% allra. Þótt aukning á speglunum hafi verið vaxandi allt tímabilið var tiltölulega meiri aukning á legusjúklingum seinni áratuginn miðað við ambulant sjúklinga. Kona á áttræðisaldri hlaut sprungu á Zenker's poka í vélinda af völdum speglunartækis en lifði af án aðgerðar. Magasár valda hér 50% magablæðinga. Hjá legusjúklingum er magablæðing ástæða speglunar hjá rúmlega 20%. Á seinni hluta tímabilisins er óeðlileg röntgenmynd af vélinda og maga tilefni speglunar hjá aðeins 1.5%. c SARARISTILBÓLGA Á ÍSLANDI 1980-89. t »U AFTURVIRK, FARALDSFRÆÐILEG RANNSÓKN Siguröur Björnsson, Jóhann Heiðar Jóhannsson, Einar Oddsson. Lyflækningadeild Borgarspítala, Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, lyfjadeild Landspítala. Könnun var gerð á nýgengi sáraristilbólgu á íslandi árabilið 1980-89. Öll bólgin ristilsýni, sem bárust til vefjagreiningar voru athuguð og grunsamlegum tilfellum fylgt eftir með því að fara yfir sjúkraskýrslur, röntgen- og speglunarlýsingar. Stuðst var við viðurkennd skilmerki við greiningu. Alls greindust 282 einstaklingar með sáraristilbólgu, 166 karlar og 116 konur. Kynjahlutfall var því 1.43 og heildarnýgengi 11.7/100.000. Á fyrra 5 ára tímabilinu, 1980-84, var nýgengi 10.8, hjá körlum 12.12 og hjá konum 9.3. Seinna 5 ára tímabilið var nýgengi 12.6, hjá körlum 15.6 og hjá konum 10.1. Nýgengið var hæst á aldrinum 20-39 ára, 20.2-20.3/100.000. Ristilbólgan var oftast bundin við endaþarm (rectum), eða hjá 54% sjúklinganna, náði upp í bugaristil hjá 30%, en var útbreiddari hjá 16%. Nýgengi endaþarmsbólgu á öllu tímabilinu var 6.3, en slík bólga var algengari hjá konum. Tvöfalt fleiri karlar en konur höfðu útbreidda ristilbólgu við greiningu. Sjúkrasögu styttri en 6 mánuði höfðu 63% og 8.5% áttu ættingja með ristilbólgu. Á sjúkrahúsi vistuðust 42%. Nýgengi sáraristilbólgu, einkum í endaþarmi, hefur stöðugt aukist á tímabilinu 1980-89 og hefur tvöfaldast miðað við árin 1970-79.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.