Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 39 NOTKUN SÝKLALYFJA Á LANDSPÍTALA. Arnar Þ. Guðiónsson. Karl G. Kristinsson, og Sigurður Guðmundsson. Háskóli Islands, lyfjadeild og sýkladeild Landspítala, Reykjavík. Inngangur. Um 20-25% lyfjakostnaðar apóteka stærri sjúkrahúsa hérlendis er vegna sýklalyfja. Rannsóknir frá nálægum löndum benda til að um 40-70% sýklalyfjaávísana á stærri kennslu- sjúkrahúsum sé ábótavant. Litlar upplýsingar liggja fyrir um hvemig þessu er háttað hérlendis. Við könnuðum því ávísanir á sýklalyf um 4 vikna skeið á ýmsum deildum Landspítala. Aðferðir. Efniviður var útskrifaðir sjúklingar á lyflækninga-, handlækninga-, krabbameins- og kvennadeild Landspítalans, að undanskildum fæðinga- og meðgöngudeild á tímabilinu 21. mars til 6. maí 1994. Innlagðir sjúklingar voru greindir skv. sjúklingabókhaldi spítalans. Einn höfunda (AÞG) fylgdist með þeim rannsóknartímann og skráði upplýsingar sem að rannsókninni lutu við útskrift. Þannig hafði rannsóknin sjálf engin áhrif á val meðferðar. Auk aldurs og kyns voru skráðir fyrri sjúkdómar, ábending sýkla- lyfjameðferðar (þ.á.m. meðferð eða vöm), val lyfs, skammtur, hvort og hvaða ræktunarsýna var aflað fyrir meðferð, lengd meðferðar, lyfja- breytingar, eftirlit, o.s.frv. Metið var hversu viðeigandi meðferðin var. Upplýsingar voru færðar á tölvuforrit, en persónuupplýsingum eytt áður. Rannsóknin var samþykkt af siðanefnd. Niðurstöður. Á rannsóknartímabilinu útskrif- E 4 uðust u.þ.b. 540 sj. á deildunum sem til athugun- ar vom. Af þeim fengu um 180 (33%) sýklalyf, og hefur verið unnið úr upplýsingum um 80 (44%) þeirra, þegar þetta er ritað. Lyf í meðferðarskyni fengu 54 (68%), 17 (21%) í varnarskyni vegna skurðaðgerðar og hvorutveggja 9 (11%). Helstu ástæður vamarmeðferðar vom: kransæðaaðgerðir 10 (38%), bæklunaraðgerðir 4 (15%). Algengustu sjúkdómar meðhöndlaðir með sýklalyfjum vom: lungnabólga 15 (24%), þvagfærasýking 14 (22%), húðnetjubólga 6 (10%), blóðsýking 5 (8%). Sýna til ræktunar var aflað fyrir meðferð í 76% tilvika. Lyf sem mest voru notuð voru: 2. kynsl. cephalosporin 28 sj. (35%); cloxacillin 25 sj. (31%); 3. kynsl. cephalosporin 13 sj. (16%); penicillin 12 sj. (15%); 1. kynslóð cephalosporin 10 sj. (12%). Meðferðarlengd var a.m.t. 8 dagar (vikmörk: 1-43 d.), en varnarmeðferð var a.m.t. beitt í 1,4 daga (vikmörk: 1-2 d.). Meðferð 47 sj. (59%) var talin rétt, 27 sj. (34%) ábótavant og 6 sj. (8%) beinlínis röng. Af sýklalyfjaávísunum á lyfjadeild vom 41% rangar eða ábótavant, en á skurðdeild 46%. Ályktun. Á rannsóknatímabilinu fengu um 1/3 sj. sýklalyf, og í -1/4 tilvika voru þau gefin í vamarskyni. Cephalosporin vom langmest notuð. Um 40% ávísana voru annaðhvort rangar eða ábótavant, hliðstætt svipuðum rannsóknum er- lendis. PENISILLÍN ÓNÆMIR PNEUMÓKOKKAR (PÓP) f NEFKOKI BARNA OG SÝKLALYFJANOTKUN Vilhiálmur A. Arason. Karl G. Kristínsson, Jóhann Á. Sigurðsson, Sigurður Guðmundsson, Guðrún Stefáns- dóttír, Sigvard Mölstad. Slysa- og sjúkramóttaka Bsp., Sýklafræðideild Lsp., Heimilislæknadeild HÍ, Lyfjadeild Lsp., Sýkladeild Bsp. Nýgengi penisillín ónæmra (lágmarksheftistyrkur, MIC >0. lmg/1) og fjölónæmra pneumókokka hefur farið vaxandi á Islandi á sl. missemm og er nú um 20% í inn- sendum sýnum á sýklafræðideildir. Aukin sýklalyfja- notkun hefur verið talin eiga þátt í þessari þróun í heiminum, en á hvern hátt er ekki eins ljóst. íslendingar hafa notað meira af breiðvirkum betalaktamlyfjum og trímetóprím-súlfa en hinar Norðurlandaþjóðirnar og var tilgangur rannsóknarinnar að kanna áhrif þeirra á PÓP beratíðni. Böm <7ára vom valin í rannsóknina á 5 mismunandi stöðum á landinu frá okt. 1992 - nóv. 1993. Börn sem höfðu fengið sýklalyf <2 vikum fyrir áætlaða sýnatöku vom útilokuð. Tekið var eitt nefkokssýni til ræktunar frá hveiju barni. Upplýsingar um sýklalyfjanotkun 12 mán. á undan voru fengnar frá foreldrum og úr sjúkraskrám heimilislæknis. Pneumókokkar voru prófaðir fyrir penisillín ónæmi (oxasillín skífupróf) og MIC fyrir penisillíni gert fyrir alla oxasillín ónæma stofna. Upplýsingar um heildarsölu sýklalyfja, reiknað út í fjölda DDD/1000 íbúa/dag, fyrir hvert aldursár og stað, voru fengnar ffá apótekum svæðanna. Heilbrigð börn voru valin á leikskólum viðkomandi E 4 svæða, 491, eða í heilbrigðisskoðun á heilsugæslustöð, 112. Böm með efri loftvegasýkingu voru valin á stofu hjá heimilislækni, 316. Upplýsingar um sýklalyfja- notkun fengust hjá 887 börnum, þar af höfðu 553 (62%) fengið sýklalyf á árinu: breiðvirk betalaktamlyf 43%, trím.-súlfa 31%, penisillín-V 16% og önnur sýklalyf eða lyf ekki vitað 10%. Meðferðarfjöldi/barn/ár var frá 2.5 meðferð/barn/ár fyrir 1 árs gömul börn og niður í 1 meðf./bam/ár fyrir 6 ára gömul börn. Pneumókokka- berar voru 484 og af þeim báru 47 PÓP, þar af fjölónæmir af hjúpgerð 6, 43. Algengið var hæst meðal yngstu bamanna, 1 árs gömul 22%. Fjöldi sýklalyfja- meðferða bama sem bám PÓP var 3.2 meðf./bam/ár en 1.4 fyrir þá sem báru næman PN. Nýleg sýklalyfia- notkun (2-7 vikur) var marktækt algengari hjá PÓP berum (27/44 vs. 68/267, p<0.0001). Auk þess höfðu PÓP berar fengið tvöfalt oftar trím.-súlfa en þeir sem báru næman PN (19/47 vs. 79/420, p<0.001). Algengi PÓP meðal leikskólabama var 6.0% en marktækt hæst, 18% á þeim stað þar sem notkun trím.-súlfa var mest, samkvæmt niðurstöðum spurningalista. Þessar niðurstöður koma heim og saman við niðurstöður sölutalna frá apótekunum, en á þessum stað var notkunin á trím.-súlfa fyrir böm <2 ára 12.4 DDD/1000/dag en 2- 6 ára 4.6 og heildarnotkunin þar var fyrir yngri börnin 36.8 en 17.0 fyrir þau eldri. Algengi PÖP meðal bama er hærra þar sem mikið er notað af sýklalyfjum, sérstaklega trím.-súlfa. Einkum er þetta áberandi meðal yngstu barnanna þar sem sýklalyfjanotkunin er mesL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.