Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25
51
BRAÐ NÝRNABILUN EFTIR LANDADRYKKJU
OG TÖKU BÓLGUEYÐANDI VERKJALYFJA.
Helga Agústa Sigurjónsdóttir. Jóhann Ragnarsson.
Lyflækningadeild Borgarspítalans, Reykjavík.
Lýst er sjúkratilfeilli en erlendis hefur undanfarið verið
lýst vaxandi tiðni nýrnabilunar eftir töku bólgueyðandi lyfja
og neyslu alkóhóls. Við höfum nýlega rekist á sjúkling
með þessa sjúkdómsmynd og vekjum athygli á því og
vitnum í grein úr erlendu læknatímariti.
19 ára gamall karlmaður var lagður inn á Skurðdeild
Borgarspítalans vegna bráðra kviðverkja og uppkasta.
Fjórum dögum fyrir komu hafði hann neytt landabruggs í
miklu mæli og tekið drjúgt magn af bólgueyðandi
verkjalyfjum samtímis drykkjunni. Strax daginn eftir neyslu
fann hann fýrir ógleði, uppþembutilfmningu og kastaði upp.
í 4 daga hélt hann engu niðri, hvorki fastri fæðu né vökva.
Daginn fýrir komu bættust við svæsnir verkir í baki og
siðum. Sjúklingurinn hafði legið á Lyflækningadeild
Borgarspitalans 2 vikum áður vegna paracetamóleitrunar
Kreatinin í blóði reyndist vera 230 míkrómól/L, hann hafði
blóð í þvagi, prótein í þvagi auk hyalín strokka. Af þessum
sökum var sjúklingurinn fluttur yfir á Lyflækningadeild.
Rannsóknir þar leiddu í ljós eðlilegan kreatinkínasa í blóði
og engin myoglóbín í þvagi en mikil eymsli yfir nýrnastað
beggja vegna Paracetamól mældist í litlu magni i blóði
Ómskoðun af nýrum sýndi ómrik nýru og þó sérstaklega
medulla og samrýmist þetta vel nýrnaskemmd af völdum
E
gigtarlyfja, (NSAID). Kreatinín lækkaði i legunni en 2
vikum eftir útskrift var það enn hækkað.
Vitnað er í grein um bráða nýrnabilun af völdum
óhófsdrykkju alkóhóls og töku bólgueyðandi verkjalyfja.
Þar er lýst 2 menntaskólanemum sem fengu bráða
nýrnabilun eftir drykkju bjórs í miklu óhófi og töku
bólgueyðandi verkjalyfja Báðir sjúklingarnir komu með
bakverki, verki í síðum og vöðvaverki en höfðu engin
merki um rhabdomyolysu Fyrri sjúklingurinn fór í mikla
nýrnabilun með 575 mikrómól/L kreatínín i blóði og brátt
túbúlar drep(acut tubular necrosis) sást i nýrnasýni. Seinni
sjúklingurinn fékk aðeins væga hækkun á kreatinín í blóði
og nýrnastarfsemin leiðréttist fljótt við vökvagjöf. Megin
orsökin fýrir bráðri nýrnabilun i þessum tilfellum er talin
vera hömlun á framleiðslu prostaglandina i nýrum i ljósi
minnkaðs blóðflæðis og vökvabúskapar nýrna vegna
alkóhól orsakaðs vökvaskorts sem verður vegna hömlunar
á antidíúretik hormóni (ADH) og flóðmigu í kjölfar þess og
verður það útskýrt nánar m.t.t. þeirrar sjúkdómsmyndunar,
(pathogenesu). Greinarhöfúndar undirstrika hættuna á
nýrnaskemmdum vegna notkunar bólgueyðandi verkjalyfja
samfara óhóflegri alkóhóldrykkju og benda á mikilvægi
þess að þær upplýsingar skili sér til neytenda. Þess má geta
að Ibúfen fæst selt í apótekum án lyfseðils.
BEINÞYNNINGARÁHÆTTA NORÐLENSKRA
KVENNA: ER HÓPSKIMUN MEÐ M/ELINGUM Á
ÞÉTTNI OG NIÐURBROTSHRAÐA BEINA
FÝSILEG?
Ingvar Teitsson. Lyflækningadeild FSA
og Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri.
Beinþynning (osteoporosis) er stórt og
vaxandi heilbrigðisvandamál á Vesturlöndum.
Allt að 40% kvenna fá beinbrot sem tengjast
beinþynningu. Þessum brotum fygir mrkill
kostnaður fyrir samfélagió, auk þjáninga
sjúklingsins sem erfitt er aó meta til
fjár. östrogengjöf e. tiðahvörf dregur
úr beingisnun og beinbrotum, en meðferðin
er dýr og hefur ýmsar aukaverkanir. Senni-
lega þarf að gefa östrogen í a.m.k. 7 ár
samfleytt til aó áhrifin endist fram yfir
sjötugt. Því er mikilvægt að finna þær
konur sem eru i mestri hættu og veita
þeim ráðgjöf um meðferð. Mæling beinþéttni.
á einum stað i beinagrindinni, t.d. i
framhandlegg, gefur góða vísbendingu um
hættu á beinbrotum hvar sem er. Með lifefna-
fræðilegum mælingum á niðurbrotshraða
beina á fyrstu misserunum e. tiðahvörf
má finna þœr konur sem tapa beini örast.
Kannað var hve fýsilegt væri að setja
upp skimunarþjónustu f. beinþynningaráhættu
hjá norðlenskum konum. Konum fæddum 1939-
1945, búsettum i Norðlendingafjórðungi
og tveimur nyrstu hreppum N.-Múl. skv.
E
Þjóðskrá, voru send boðsbréf. Var þeim
boðið í ambulant rannsókn á FSA ef þær
væru hættar að hafa á klæóum eða hættar
töku breytingaskeiðshormóna f. 6-36 mánuðum.
1 rannsókninni fór fram viðtal læknis,
rreeling hæðar og þyngdar, beinþéttnirreeling
i framhandlegg (distal og ultradistal),
blóðtaka til mælingar á alkaliskum fosfatasa
í sermi og konan skilaði morgunþvagi til
ákvörðunar á útskilnaði kalsiums og hýdroxý-
prólíns.
Alls voru send út 1184 boðsbréf. Frá
nóv. 1993 til feb. 1994 voru rannsakaðar
samtals 100 konur sem uppfylltu ofangreind
skilyrði um þátttöku. Meðalaldur: 53,1
ár, staðalfrávik (SF): 2,0 ár. Meðalbein-
þéttni í framhandlegg: Distal: 0,462 (SF
0,051) g/cm2, ultradistal: 0,336 (SF 0,053)
g/cm2. Innan þessa hóps hafa þessar breytur
normal (gaussian) dreifingu og eru óháðar
aldri. Beinþéttni var óháð fjölda barna
og þvi hvort konan var alin upp i sveit
eða þéttbýli.
Vel virðist irögulegt að koma á fót
hópskimun til að meta beinþynningaráhættu
hjá norðlenskum konum á breytingaskeiðinu.
Áhugi fyrir rannsókninni var mikill en
árstiminn óheppilegur. Kostnaöarhlið hóp-
skimunar sem þessarar krefst frekari úr-
vinnslu.