Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 31 TENGSLJÁRNBÚSKAPS OG KRANSÆÐASJÚKDÓMS. - Rannsókn á hjartaþræðingarsjúklingum - Magnús K. Magnússon. Hildur Thors. Páll T. Onundarson. Margrcl Ágústsdóttir. Ragnar Danielsen. Lt flækninga- & Blóómeinafræðideild Landspitalans. Inngangur: Framsæjar rannsóknir á hópum heilbrigðs fólks hafa bent til að jámbúskapur geti haft áhrif á tilurð kransæðasjúkdóms. Niðurstöður hafa þó verið misvísandi, sérstaklega með tilliti til hvaða þættir járnbúskapsins hafi sjálfstætt forspárgildi Við rannsökuðum hóp hjartaþræðingarsjúklinga með tilliti til tengsla kransæðasjúkdóms og jámþátta í sermi Efniviður og aðferðir: Sjúklingar þræddir á tímabilinu nóvember 1991 til desember 1992 voru rannsakaðir (n=387, 294 karlar, 93 konur). Við innlögn voru skráðar upplýsingar um fyrri sjúkdómssögu, lyfjanotkun og áhættuþætti í blóði sjúklinga voru mældir klassískir áhættuþættir (kólesteról, HDL, þriglyceriðar, glúkósi HbAl) ásamt jámþáttum (jám, jámbindigeta, ferritín). Eftir hjartaþræðingu var skráð staðsetning, stigun, og fjöldi marktækra þrengsla (>50%). Einnig var samdráttarskaði og útfallsbrot í vinstri slegli metinn Niðurstöður Kynjamun á jámþáttum mátti eingöngu sjá i ferritíni (karlar 198 pg/L, konur 115pg/L, p<0.001). Þegar litið var til fyrri sögu kom i ljós að þeir einstaklingar sem höfðu áður fengið kransæðastíflu höfðu marktækt lægri járnbindigetu en hinir (p=0.005). Þetta gilti sérstaklega um karla, en hjá konum sást engin munur á járnbindigetu hjá þeim sem höfðu fengið kransæðastiflu borið saman við hinar Ferritingildi var heldur hærra hjá þeim konum sem höfðu fengið kransæðastíflu (p=0 063) en engin munur var hjá körlum. Þegar litið var á útbreiðslu kransæðasjúkdóms samkvæmt þræðingu var ekki að sjá neina fylgni við jámþætti. Flestir klassískir áhættuþættir höfðu aftur á móti marktæka fylgni. Einstaklingar með samdráttarskerðingu í vinstri slegli höfðu marktækt lægri jámbindigetu (p=0.004) og einnig hærri ferritíngildi (p=0.002). Hjá körlum mátti einungis sjá lægri jámbindigetu hjá þeim sem höfðu samdráttarskerðingu en engin munur var á ferritíni og engin munur var á neinum jámþátta hjá konum með samdráttarskerðingu borið saman við aðrar konur. Ályktun Niðurstöður úr þessari rannsókn benda til að há jámbindigeta geti verið verndandi fyrir tilurð kransæðastíflu hjá körlum Þar sem fylgni járnbindigetu var fyrst og ffemst við sögu um kransæðastíflu og samdráttarskerðingu i vinstri slegli en ekki útbreiðslu kransæðasjúkdóms er hugsanlegt að há jámbindigeta sé vemdandi gegn stíflumyndun en ekki á fyrri stigum sjúkdómsins. E 31 ER VENJULEG LAKKRÍSNEYSLA MEIRIHÁTTAR ÁHÆTTUÞÁTTUR FYRIR HÁÞRÝSTING7 Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, Jóhann Ragnarsson, Gunnar Sigurðsson, Lyflækningadeild Borgarspítalans, Leifúr Franzson Rannsóknardeild Borgarspítalans, Reykjavik. Áhrif lakkríss til hækkunar blóðþrýstings og lækkunar á blóðgildi kaliums eru vel þekkt Vel þekkt er að mikil neysla lakkríss veldur verulegri lækkun á blóðgildi kalíums og bælingu á renín-aldósterón kerfmu auk hækkunar á blóðþrýstingi. Sýnt hefúr verið fram á að þetta verði vegna verkunar virka efnis lakkrísrótarinnar, lakkrissýru, á cortisól oxidasa sem er hluti af efnahvatanum 11 þ- hydroxysteroid dehydrogenasa sem snýr cortisóli í cortisón Lakkríssýra hamlar cortisól oxidasa sem veldur því að helmingunartími cortisóls lengist, (en þaö er virkari saltsteri en cortisón). Fengnir voru 30 heilbrigðir sjálfboðaliðar til að neyta lOOgr af lakkrís daglega í 4 vikur. Rannsóknin var framsæ og skiptist í 3 hluta. Fyrst voru 2 vikur notaðar til vinnslu grunnpunkta, þá 4 vikur i neyslu lakkríss og síðan 5 vikur til eftirfylgdar. Notaður var svartur, íslenskur lakkrís. Þann tíma sem unnir voru grunnpunktar var fúndinn meðalblóðþrýstingur hvers og eins út frá meðaltali tveggja mælinga þrisvar sinnum í viku. Fenginn blóðhagur hvers og eins, grunngildi elektrólyta og kreatíníns í blóði, útskilnaður á natrium og kalíum í þvagi auk hjartalínurits. I þær 11 vikur sem rannsóknin stóð var blóðþrýstingur mældur þrisvar i viku og blóð- og þvagprufúr teknar regluiega þ.á m sólarhringsþvag Læknisskoðanir fóru E 32 fram þrisvar á tímabilinu, í upphafi, í lok lakkrísneyslu og í lok 1 l.viku en offar ef þurfti. Öllum var fylgt eftir með blóðþrýstingsmælingum og blóð-og þvagprufúm í 5 vikur eftir að lakkrísneyslu lauk. Rannsóknin leiddi í ljós markverða hækkun á sýstólískum blóðþrýstingi bæði í körlum og konum og var hækkunin mest í þriðju viku þess timabils sem lakkríss var neytt og var meðaltalshækkun hópsins 8,5 mmHg Meðaltals- hækkun sýstólísks blóðþrýstings meðal karla þetta timabil var 7,1 mmHg og meðaltalshækkun kvenna var 9,2 mmHg. Marktæk lækkun varð einnig á blóðgildi kalíums þ.e. um 0,22 mmól/L að meðaltali á tímabilinu 3.-6. vika. Díastóliskur blóðþrýstingur virtist hækka við Iakkrisneyslu en það reyndist ekki vera tölfræðilega marktækt Við tölfræðilega útreikninga voru notuð 95% öryggismörk. Heildarniðurstaða rannsóknarinnar bendir til að hófleg lakkrísneysla geti verið verulegur áhættuþáttur fyrir háan blóðþrýsting einkum meðal kvenna. Ljóst er að lOOgr af lakkris á dag er magn sem margir neyta daglega þó öðrum finnist nóg um. Það veldur greinilega hækkun á systólískum blóðþrýstingi og lækkun á blóðgildi kalíums. Lakkrísneyslan stóð aðeins í 1 mánuð og má vera að ef lengur hefði verið haldið áfram hefði díastólískur blóðþrýstingur einnig náð að hækka eins og þekkt hefúr verið hjá einstaklingum sem hafa verið innlagðir á Borgar- spítalann með lakkrísorsakaðan háþrýsting.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.