Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 59

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 53 ER OFHREYFANLEIKI EIN AF ORSÖKUM HANDARSLITGIGTAR? SigríðurÞ. Valtýsdóttir, Helgi Jónsson, Inga Skaftadóttir, Sif Jónsdóttir, Alfreð Árnason. Landspítalinn. INNGANGUR: Þótt slitgigt sé algengasti gigtarsjúkdómur- inn eru rannsóknir á orsökum hennar skammt á veg komnar. Flest bendir til þess aö orsakir slitgigtar séu margvíslegar, en eru aö mestu óþekktar. Ofhreyfanleiki (hypermobility) er talinn geta valdiö slitgigt í hnjám og baki. Einnig hefur lengi veriö vitaö að slitgigt er arfgeng, en ekki hafa fundist tengsl viö vefjaflokka. Tilgangur rannsóknarinnar var aö athuga ofhreyfanleika sem orsök handarslitgigtar og athuga hvort hún tengdist ákveönum vefjaflokkum. AÐFERÐ: 100 sjúklingar meö handarslitgigt sem fengið höföu iöjuþjálfun tóku þátt í rannsókninni. Þeir uppfylltu allir ACR skilmerki um handarslitgigt. Ofhreyfanleiki var ákvaröaöur meö Beightons skilmerkjum. Sjúklingar voru skoöaöir klínískt af 2 skoöendum og ættarsaga skráö. Grip- styrkur var mældur meö tölvustýröum gripmæli (Grippit), og færni sjúklinga skráö með spurningalista (HAQ). Einnig var gerö vefjaflokkun. NIÐURSTÖÐUR: 38 sjúklingar höföu einkenni ofhreyfanleika (Beighton score >2). 21 af þeim höfðu svassna þumalrótar (CMC1) slitgigt samanboriö 13 sjúklinga í hinum hópnum (p<0,001). 7 af 16 sjúklingum meö einangraða þumalrótarslitgigt uppfylltu >_4 Beighton skilmerki saman- boriö viö 12 hjá hinum (p<0.01). Færni þeirra sem höföu ofhreyfanleika var einnig lakari og bein korrelation (r=0,3 p<0,01) var á milli færni og fjölda Beighton skilmerkja. Þegar litiö var á allan hópinn voru niöurstööur HLA grein- ingar aö mestu sambærilegar viö samanburðarhóp. Hins vegar, ef gengið var út frá þvf aö sjúklingar meö ofhreyfanleika annars vegar og svæsna Heberdens slitgigt hins vegar væru sérstakir undirflokkur komu í ljós mjög greinileg tengsl viö vefjaflokka þar sem DR2 tengdist Heberdens slitgigt. Fremur lág tíöni DR2 einkenndi ofhreyfanlega hópinn en tíöni DR3 og DR4 var lítillega aukin. ALYKTUN: Niöurstööur þessarar rannsóknar benda til eftirfarandi: * Orsakatengsl eru á milli ofhreyfanleika og þumalrótarslit- gigtar. * Sjúklingar með ofhreyfanleika eru klínískt og erföafræöilega sérstakur undirhópur handarslitgigtarsjúklinga. * í islenskum sjúklingum tengist veljaflokkurinn DR2 svæsnum arfgengnum sjúkdómi í kjúkuliöum (klassískri Heberden- Bouchard slitgigt). * Endurskoöa þarf núverandi kenningar um orsakir og arfgengni handarslitgigtar en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er fram á tengsl af þessu tagi. DERMATOMYOSITIS/POLYMYOSmS Á ÍSLANDI 1985-1994 Geröur GröndaF, Kristján Steinsson^, Ámi J. Geirsson*, Helgi J. ísaksson^ og Elías ÓlafssonÁ 1. Lyflækningadeild Landspítalans. 2. Rannsóknar- stofa Háskólans í meinafræði. 3. Taugalækninga- deild Landspítalans. Dermatomyositis/polymyositis (DM/PM) er bólgusjúkdómur í húö og vöðvum en getur einnig lagst á önnur líffærakerfi. Tengsl þessa sjúkdóma við krabbamein eru þekkt. Bólga í vöðvum getur einnig fylgt öðrum sjúkdómum svo sem bandcefssjúkdómum og illkynja sjúkdómum. Áður hefur farið fram takmarkaðri rannsókn á tímabilinu 1975-1984 og samkvaemt henni er DM/PM mjög sjaldgæfur sjúkdómur á íslandi. I rannsókninni er faraldursfræði þessara sjúkdóma athuguð fyrir tímabilið 1985-1994. Efniviður rannsóknarinnar var fenginn með tölvuleit í skýrslum Landspítalans, Borgarspítalans, Landkotsspítala og FSA. Einnig var leitað í skrám Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði og Rannsóknarstofu Landspítalans í klíniskri taugah'feðlisfræði. Samin var aðferðarlýsing og samkvæmt henni farið yfír klínisk einkenni sjúklinganna í sjúkraskrá og athugað hversu vel sjúklingarnir uppfylltu greiningar- og flokkunarskilmerkl fyrir DM/PM (Bohan og Peters 1975). Meinafræðingur endurskoðaði öll húð og vöðvasýni og farið var yfir vöðva- og taugarit af taugasérfneðingi. Auk þess voru athuguð öll vöðvasýni með bólgu sem skráð hafa verið hjá meinaffæðingum og gert grein fyrir því £ yg hvaða sjúkdómsgreiningar þessi sjúklingahópur fékk. Þar sem tengsl við krabbamein eru þekkt var athugað hversu margir sjúklinganna hafa greinst með illkynja sjúkdóm samkvæmt krabbameinsskrá IGabbameinsfélags íslands. Hjá þeim sjúklingum sem eru á lífi voru tekin blóðsýni til þess að athuga erföamörk og sjálfsmótefni. Alls fundust sjúkraskrár 26 sjúklinga (20 konur og 6 karlar) sem höfðu fengið greininguna DM/PM á tímabilinu 1985-1994 en við fyrri rannsókn 1975- 1984 fundust aðeins 6 sjúklingar. Hins vegar greindist 71 sjúklingur með bólgu f vöðvasýni. Meðalaldur við greiningu DM/PM var 60 ár með aldursdreifingu 7-82 ára. Þegar krabbamein var athugað í þessum hópi kom í ljós að 4 sjúklingar höfðu greinst með illkynja sjúkdóm á þessu tímabili. Þrír þeirra voru með DM og einn PM. Um var að ræða lifrarkrabbamein, krabbamein í eggjastokkum, magakrabbamein og illkynja æxli í húð. Þegar borinn er saman fjöldi sjúklinga með DM/PM á hvoru tíu ára tímabili fyrir sig virðist tíðni þessara sjúkdóma vera að aukast hériendis hvort sem það er vegna raunverulegrar aukningar eða betri greiningar. í ljós kemur að 15,4 % sjúklinganna greindust með krabbamein á tímabilinu en fyrri rannsóknir hafa sýnt að þessir sjúklingar geta fengið krabbamein sem greinist fyrir, samtímis eða allt að mörgum árum eftir greiningu DM/PM. í okkar sjúklingahópi voru 8 sem greindust árið 1993 og 17, manns 1990 eða seinna þannig að fylgja þyrfti þessum hópi lengur eftir til þess að unnt sé að meta tiðni krabbameins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.