Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 40
36
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25
Meltingarsár og Helicobacter pylori
E 41 Kristián Óskarsson. Ásgeir Theodórs, Kjartan Örvar
Lyflækningadeild St. Jósefsspítalans í Hafnarfirði og
Borgarspítalans.
Þrátt fyrir að lyf til bráðameðferðar meltingarsára séu
árangursrík, er endurkomutíðni sára há og hátt í 100%
skeifiigamarsára koma aftur innan tveggja ára.
Bakterian Helicobacler pylori (H.pylori) hefur sterk
tengsi við tilurð sárasjúkdóma í meltingarvegi.
Rannsóknir sýna að uppræting hennar tefúr eða hindrar
sáramyndun. Vegna lífshátta bakteriunnar er meðferð
flókin og krefst samsettrar lyfjameðferðar
Bismútsambönd ásamt ákveðnum sýklalyfjum gefa allt
að 90% árangur. Helstu lyfjasamsetningar em colloid
bismút subcítrat (DeNol®), metrónídazól og tetracýklín
(DMT) eða DeNol, metrónidazól og ampicillín
(amoxicillin) (DMA). Aukaverkanir em tíðar.
Markmið rannsóknarinnar er að bera saman árangur
meðferðar með DMA og DMT, með tilliti til
upprætingar H.pylori, aukaverkana og endurkomu sára.
Sextíu H.pylori jákvæðir einstaklingar með
skeifúgamarsár (50) eða magasár (10) fengu hefðbundna
sárameðferð og i ffamhaldi af þvi meðferð með DMT
eða DMA. Holsjárrannsókn var gerð við upphaf
meðferðar og síðan 1, 3, 6 og 12 mánuðum eftir að
meðferð lauk. Vefjasýni frá antral slimhúð vom tekin í
CLO-próf, ræktun og til vefjarannsóknar.
p HOLSJÁRRÖNTGENMYNDUN AF GALLVEGUM
OG BRISGANGI (HRGB).
Yfirlit rannsókna og aðgerða á Landspítala 1983-1992.
Bergur Stefánsson, Ásbjöm Jónsson, Pétur H.Hannesson,
Hallgrímur Guðjónsson, Einar Oddsson.
Lyflæknisdeild og Röntgendeild Landspítala.
Gerð var afturskyggn rannsókn á holsjárröntgenmyndun af
gallvegum og brisgangi (HRGB), sem gerð var á
Landspítala 1983-1992. Á þessu 10 ára tfmabili vom
gerðar 644 rannsóknir á 476 sjúklingum, 195 körlum og
281 konu. Meðalaldur var 61 ár (7-94).
Algengasta ábending fyrir HRGB var gmnur eða vissa um
stein í gallgangi 53%. Þræðing á öðmm hvomm ganginum
tókst í 93% tilfella og það gangakerfi, sem óskað var eftir í
82% rannsókna.
Breytingar á papillusvæði vom hjá 108 einstaklingum 18%,
peripapiller divertikel vom algengust 10%, papillustenosa
var hjá 3,6% og tumor 1,6%.
Steinar fundust í gallvegum hjá 175 einstaklingum 37%,
þrengsli í gallvegum hjá 67 (14%).
Lyfjaskammtar: DeNol 120 mg x4 á dag i 28 daga,
metrónídazól 400 mg x3 á dag i 10 daga og tetracýklín
500 mg x4 eða ampicillín 500 mg x4 á dag í 15 daga.
Metinn er árangur meðferðar hjá 60 sjúklingum, 41 karl
og 19 konur. Meðalaldur 53 ár. Sjúkrasaga er að
meðaltali 16,5 ár Þijátíu sjúklingar fengu DMA og
þijátíu DMT. Við fyrsta effirlit reyndust 54 sjúklingar
(90%) vera H.pylori neikvæðir en 6 (10%) héldust
H.pylori jákvæðir. Við 12 mánaða eftirlit vom allir sem
fengu DMT H.pylori neikvæðir (100%) og sáralausir
Hinir 6 fengu DMA og fengu allir sár að nýju innan eins
árs. Líðan sjúklinganna sem urðu H.pylori neikvæðir
var áberandi betri en hinna. Einn sjúklingur endursýktist
á árinu (2%). Aukaverkanir em tiðar (38%) en oftast
vægar. Vom það linar hægðir, ógleði, slappleiki og
óljósir kviðverkir, en sex sjúklingar fengu verri
aukaverkanir s.s. niðurgang (5%), húðútbrot (3%) og
sveppaofansýkingu (2%). Enginn þurfti að hætta
meðferð vegna aukaverkana. Meira bar á alvarlegum
aukaverkunum hjá sjúklingum sem fengu DMT (5
sjúklingar) en hjá þeim sem fengu DMA (1 sjúklingur).
Ályktanir: DMT er árangursríkari meðferð til
upprætingar á H.pylori (100% ) en DMA (80% ) við
eins árs eftirlit. Skammtímaárangur af upprætingu
H.pylori er góður. Endursýking með H.pylori eftir
upprætingu er sjaldgæf. Langtímaárangur verður ekki
metinn nema með lengra eftirliti.
Brisgangur var oftast eðlilegur, í 278 rannsóknum, víkkun
var hjá 38, þrengsli hjá 29 og tilfærsla á gangi hjá 38
einstaklingum.
Aðgerðir vom gerðar við HRGB í 30% rannsókna og var
holsjárskurður á hringvöðva algengastur 66%, eingöngu
eða með öðmm aðgerðum.
Aukakvillar komu ffam eftir 61 rannsókn (9,9%), flestar
vægar, en hjá tveimur sjúklingum var rannsókn talin bein
eða óbein orsök dauða (0,4%). Hækkun á amylasa sást hjá
34 sjúklingum (5,5%), blæðing hjá 18 (2,9%) og
gallsýking hjá 13 (2,1%).
Arangur HRGB á Landspítala og tíðni aukakvilla við
rannsóknina árin 1983-92 er sambærilegur niðurstöðum
rannsókna þar sem fjöldi gerðra skoðana á ári er svipaður.
Hins vegar er árangur lítillega betri ef fjöldi skoðana er
mjög mikill. Niðurstöður athugunar á HRGB á Landspítala
sýna viðunandi árangur, sem þó er h'tillega verri en besti
árangur í birtum rannsóknum.