Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 72
66
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25
FYRSTA STARFSÁR HÁÞRÝSTISÚREFNIS-
E 95 DEILDAR Á BORGARSPÍTALA
Magni Jónsson, Einar Kr. Hjaltested. H.í og
Háþrýstísúrefnisdeild Borgarspítala.
í mars 1993 var háþrýstisúrefnisklefi tekinn í
notkun á Borgarspítala. Háþrýstimeðferð með súrefni
felst í því að sjúklingur andar að sér 100% súrefni við
meiri þrýsting en eina loftþyngd í ákveðinn tíma og er
notuð sem fyrsta meðferð við kafaraveiki, CO-eitrun og
loftembolisma. Einnig er þetta stuðningsmeðferð við
græðslu sára sem ekki vilja gróa, beindrepi, langvinnum
beinsýkingum, loftfirrðum sýkingum og mjúkparta-
áverkum. Þetta er meðferðamýjung á íslandi en hefur
verið notað í áratugi erlendis og hér er tekin saman
reynslan af meðferðinni fyrsta árið. Lagt er mat á
ábendingar, árangur, fylgikvilla og nýtingu klefans og
borið saman við sambærilega starfsemi erlendis.
Farið var í gegnum sjúkraskýrslur allra þeirra sem
rannsóknin náði til og hringt í alla til þess að fá
upplýsingar um afdrif og viðhorf til meðferðar. Fjöldi
meðferða, lengd þeirra og þrýstingur fer eftir
ábendingum og einstaklingum. Algengast er að þrýst-
ingurinn sé 2,5 ioftþyngdir og anda sjúklingamir að sér
hreinu súrefni í tvisvar sinnum 30 mínútur en lofti í 5
mínútur á milli til að minnka líkur á súrefniseitmn og
krömpum. Klefinn er tvíhólfa og tekur mest einn
aðstoðarmann eða lækni og þijá sjúklinga og þar sem
meðferðin er keyrð þrisvar á dag er mest hægt að
meðhöndla m'u manns á dag.
Fjöldi þeirra sem fengu meðferð fyrsta árið (luku
meðferð fyrir l.apríl 1994 ) var 69 manns, 40(58%)
karlar og 29(42%) konur á aldrinum 16 til 84 ára og var
meðalaldurinn 49,5 ár. Flestír fóm í klefann vegna sára
eða 29(42%). Vegna sýkinga (osteomyelitís og anaerob
abcess) fóm 6(8,7%). 6(8,7%) fóm vegna beindreps,
5(7,2%) vegna CO-eitmnar, 5(7,2%) vegna MS
sjúkdóms, 5(7,2%) vegna bráðs áverka, 1(1,4%) vegna
kafaraveiki og 12(17,4%) vegna annarra meinsemda.
Meðferð var hætt í 15(21,7%) tilvikum og var oftast
vegna ósk sjúklings, klínískrar versnunar eða annarra
meinsemda. Árangur var metinn góður í 28(40,6%)
tilvikum, sæmilegur í 20(29,0%), lítill í 8(11,6%) og
enginn í 13(18,8%). 30(43,5%) kvörtuðu yfir ein-
hverjum óþægindum, eymaverkur hjá 11(16%) og þar
afþurftu 3(4,3%) rör í eym ogíeinu tilviki (1,4%) kom
gat á hljóðhimnu. 4(5,8%) kvörtuðu um þreytu,
3(4,3%) um innilokunarkennd, 3(4,3%) fundu fyrir
þyngslum fyrir bijósti og sami fjöldi átti í erfiðleikum
við öndun.
I samanburði við notkun háþrýstisúrefnismeðferðar
í Bandaríkjunum er mest áberandi að tíðni kafaraveiki og
loftembolisma var mjög lág hérlendis og þar flokkast
rúmur helmingur tilfella undir ósannaðar ábendingar
meðan hér flokkuðust 15(21,7%) tilfelli undir ósannaðar
ábendingar.
p- __ ÁSTÆÐUR AUKINS ÞOLS OG AFKASTA Á
t 9b ÞOLPRÓFUM EFTIR SEX VIKNA ENDUR-
HÆFINGU SJÚKLINGA MEÐ LANGVINNA
LUNGNATEPPU.
Björn Magnússon og Marta Guðjónsdóttir.
Reykjalundi.
Fjölmargar rannsóknir síðustu áratuga hafa sýnt að
úthaldsþjálfun eykur afköst lungnateppusjúklinga (LTS)
á þolprófum en ástæður batans em hinsvegar umdeildar.
Tilgangur rannsóknar okkar var að kanna áhrif sex vikna
þjálfunar á þol þessara sjúklinga og ástæður hugsanlegs
bata. Auk þess athuguðum við hvort niðurstöður
öndunarmælinga eða þolprófa gætu fyrir þjálfun gefið
vísbendingar um árangur. Þrjátíu LTS (aldur 57.6+6.5
SD) með sjúkdóm á háu stigi (FEVt 1.36±0.7 1 SD) voru
þolprófaðir og öndunarmældir fyrir og eftir sex vikna
endurhæfingu á Reykjalundi. Inngöngu í rannsóknina
fengu LTS í stöðugu ástandi með FEVi/FVC hlutfall
<0.67. Útilokaðir vom þeir sem svömðu berkjuvíkkandi
úða með >15% og 200 ml bata á FEVi. Eftirtaldar
öndunarmælingar voru gerðar: Blásturspróf,
lungnarúmmálsmælingar og loftdreifipróf (DLCO).
Þolpróf voru tvennskonar: a) 6 mínútna göngupróf,
b)hámarksþolpróf á hjóli með mælingum á
súrefnisupptöku, (VO2), koltvísýringsútskilnaði,
(VCO2), öndun (VE) og slagæðablóðgösum. Þjálfun
fimm daga vikunnar var stöðluð, sjúklingar voru á
þrekhjólum í hálftíma á dag og auk þess í leikfimi, sundi
og göngu. Þolaukning var skilgreind sem 10% aukning
á VO2.
Niðurstöður: Öndunarmælingar breyttust ekki að öðru
leyti en því að FVC jókst (P<0.05). Sautján LTS bættu
þol með aukningu á VO2, gönguprófsvegalengd
(P<0.001), loftfirrðarmörkum (N: 10), og álagsþyngd
(wött) á hjóli (P<0.01). Eins lækkaði mínútuöndun í
álagi og VE/VO2 við hámarksálag lækkaði verulega
(P<0.001). Þrettán LTS bættu hvorki VO2 né
loftfirrðarmörk (N: 7) en juku hins vegar
gönguprófsvegalengd og álagsþyngd hjóls (P<0.01).
Þeir sautján LTS sem bættu þol voru yngri og höfðu
hærra VE/VO2 hlutfall við hámarksálag á komuprófi en
þeir sem ekki bættu þol (P<0.005). Mæði var ástæða
uppgjafar á þolprófum. Öndun við lok álags var náiægt
hámarki mínútuöndunar í hvíld (MVV) fyrir og eftir
þjálfun.
Alyktun: Niðurstöður okkar sýna að gagnsemi
þjálfunar LTS er mest hjá þeim sem hafa hátt VE/V02
hlutfall við hámarksálag og eru yngri en sextugir. Hvöt
eða áhugi hefur ekki áhrif á niðurstöður þar sem
VE/MVVbreytist ekki. Tækni margra okkar sjúklinga
batnaði einkum þegar afköst jukust án aukningar í ÝÖ2.
Þolaukning í rannsókn okkar virðist hinsvegar fyrst og
fremst stafa af lægri mínútuöndun í álagi vegna
þjálfunaráhrifa.