Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 72

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 72
66 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 FYRSTA STARFSÁR HÁÞRÝSTISÚREFNIS- E 95 DEILDAR Á BORGARSPÍTALA Magni Jónsson, Einar Kr. Hjaltested. H.í og Háþrýstísúrefnisdeild Borgarspítala. í mars 1993 var háþrýstisúrefnisklefi tekinn í notkun á Borgarspítala. Háþrýstimeðferð með súrefni felst í því að sjúklingur andar að sér 100% súrefni við meiri þrýsting en eina loftþyngd í ákveðinn tíma og er notuð sem fyrsta meðferð við kafaraveiki, CO-eitrun og loftembolisma. Einnig er þetta stuðningsmeðferð við græðslu sára sem ekki vilja gróa, beindrepi, langvinnum beinsýkingum, loftfirrðum sýkingum og mjúkparta- áverkum. Þetta er meðferðamýjung á íslandi en hefur verið notað í áratugi erlendis og hér er tekin saman reynslan af meðferðinni fyrsta árið. Lagt er mat á ábendingar, árangur, fylgikvilla og nýtingu klefans og borið saman við sambærilega starfsemi erlendis. Farið var í gegnum sjúkraskýrslur allra þeirra sem rannsóknin náði til og hringt í alla til þess að fá upplýsingar um afdrif og viðhorf til meðferðar. Fjöldi meðferða, lengd þeirra og þrýstingur fer eftir ábendingum og einstaklingum. Algengast er að þrýst- ingurinn sé 2,5 ioftþyngdir og anda sjúklingamir að sér hreinu súrefni í tvisvar sinnum 30 mínútur en lofti í 5 mínútur á milli til að minnka líkur á súrefniseitmn og krömpum. Klefinn er tvíhólfa og tekur mest einn aðstoðarmann eða lækni og þijá sjúklinga og þar sem meðferðin er keyrð þrisvar á dag er mest hægt að meðhöndla m'u manns á dag. Fjöldi þeirra sem fengu meðferð fyrsta árið (luku meðferð fyrir l.apríl 1994 ) var 69 manns, 40(58%) karlar og 29(42%) konur á aldrinum 16 til 84 ára og var meðalaldurinn 49,5 ár. Flestír fóm í klefann vegna sára eða 29(42%). Vegna sýkinga (osteomyelitís og anaerob abcess) fóm 6(8,7%). 6(8,7%) fóm vegna beindreps, 5(7,2%) vegna CO-eitmnar, 5(7,2%) vegna MS sjúkdóms, 5(7,2%) vegna bráðs áverka, 1(1,4%) vegna kafaraveiki og 12(17,4%) vegna annarra meinsemda. Meðferð var hætt í 15(21,7%) tilvikum og var oftast vegna ósk sjúklings, klínískrar versnunar eða annarra meinsemda. Árangur var metinn góður í 28(40,6%) tilvikum, sæmilegur í 20(29,0%), lítill í 8(11,6%) og enginn í 13(18,8%). 30(43,5%) kvörtuðu yfir ein- hverjum óþægindum, eymaverkur hjá 11(16%) og þar afþurftu 3(4,3%) rör í eym ogíeinu tilviki (1,4%) kom gat á hljóðhimnu. 4(5,8%) kvörtuðu um þreytu, 3(4,3%) um innilokunarkennd, 3(4,3%) fundu fyrir þyngslum fyrir bijósti og sami fjöldi átti í erfiðleikum við öndun. I samanburði við notkun háþrýstisúrefnismeðferðar í Bandaríkjunum er mest áberandi að tíðni kafaraveiki og loftembolisma var mjög lág hérlendis og þar flokkast rúmur helmingur tilfella undir ósannaðar ábendingar meðan hér flokkuðust 15(21,7%) tilfelli undir ósannaðar ábendingar. p- __ ÁSTÆÐUR AUKINS ÞOLS OG AFKASTA Á t 9b ÞOLPRÓFUM EFTIR SEX VIKNA ENDUR- HÆFINGU SJÚKLINGA MEÐ LANGVINNA LUNGNATEPPU. Björn Magnússon og Marta Guðjónsdóttir. Reykjalundi. Fjölmargar rannsóknir síðustu áratuga hafa sýnt að úthaldsþjálfun eykur afköst lungnateppusjúklinga (LTS) á þolprófum en ástæður batans em hinsvegar umdeildar. Tilgangur rannsóknar okkar var að kanna áhrif sex vikna þjálfunar á þol þessara sjúklinga og ástæður hugsanlegs bata. Auk þess athuguðum við hvort niðurstöður öndunarmælinga eða þolprófa gætu fyrir þjálfun gefið vísbendingar um árangur. Þrjátíu LTS (aldur 57.6+6.5 SD) með sjúkdóm á háu stigi (FEVt 1.36±0.7 1 SD) voru þolprófaðir og öndunarmældir fyrir og eftir sex vikna endurhæfingu á Reykjalundi. Inngöngu í rannsóknina fengu LTS í stöðugu ástandi með FEVi/FVC hlutfall <0.67. Útilokaðir vom þeir sem svömðu berkjuvíkkandi úða með >15% og 200 ml bata á FEVi. Eftirtaldar öndunarmælingar voru gerðar: Blásturspróf, lungnarúmmálsmælingar og loftdreifipróf (DLCO). Þolpróf voru tvennskonar: a) 6 mínútna göngupróf, b)hámarksþolpróf á hjóli með mælingum á súrefnisupptöku, (VO2), koltvísýringsútskilnaði, (VCO2), öndun (VE) og slagæðablóðgösum. Þjálfun fimm daga vikunnar var stöðluð, sjúklingar voru á þrekhjólum í hálftíma á dag og auk þess í leikfimi, sundi og göngu. Þolaukning var skilgreind sem 10% aukning á VO2. Niðurstöður: Öndunarmælingar breyttust ekki að öðru leyti en því að FVC jókst (P<0.05). Sautján LTS bættu þol með aukningu á VO2, gönguprófsvegalengd (P<0.001), loftfirrðarmörkum (N: 10), og álagsþyngd (wött) á hjóli (P<0.01). Eins lækkaði mínútuöndun í álagi og VE/VO2 við hámarksálag lækkaði verulega (P<0.001). Þrettán LTS bættu hvorki VO2 né loftfirrðarmörk (N: 7) en juku hins vegar gönguprófsvegalengd og álagsþyngd hjóls (P<0.01). Þeir sautján LTS sem bættu þol voru yngri og höfðu hærra VE/VO2 hlutfall við hámarksálag á komuprófi en þeir sem ekki bættu þol (P<0.005). Mæði var ástæða uppgjafar á þolprófum. Öndun við lok álags var náiægt hámarki mínútuöndunar í hvíld (MVV) fyrir og eftir þjálfun. Alyktun: Niðurstöður okkar sýna að gagnsemi þjálfunar LTS er mest hjá þeim sem hafa hátt VE/V02 hlutfall við hámarksálag og eru yngri en sextugir. Hvöt eða áhugi hefur ekki áhrif á niðurstöður þar sem VE/MVVbreytist ekki. Tækni margra okkar sjúklinga batnaði einkum þegar afköst jukust án aukningar í ÝÖ2. Þolaukning í rannsókn okkar virðist hinsvegar fyrst og fremst stafa af lægri mínútuöndun í álagi vegna þjálfunaráhrifa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.