Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 70
64
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25
CROHN'S SJÚKDÓMUR Á ÍSLANDI 1980-
F 91 1989. AFTURVIRK, FARALDSFRÆÐILEG
RANNSÓKN
Siguröur Björnsson, Jóhann Heiðar Jóhannsson,
Einar Oddsson, lyflækningadeild Borgarspítala,
Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og lyfjadeild
Landspítala.
Gerð var könnup á nýgengi Crohn's sjúkdóms (svæðis-
garnabólgu) á íslandi árin 1980-1989 og niðurstöður
bornar saman við sambærilega rannsókn 30 ára tímabilið
1950-1979. Öil bólgin mjógirnis- og ristilsýni, sem
bárust í vefjagreiningu voru athuguð og grunsamlegum
tilfellum fylgt eftir með því að fara yfir sjúkraskýrslur
og röntgen- og ristilspeglunarlýsingar. Viðurkenndum
skilmerkjum var síðan beitt við sjúkdómsgreiningu, en
skrá yfir þá sjúklinga sem greindust með sjúkdóminn
1950-1979 auðveldaði staðfestingu á því að eingöngu
væri um ný sjúkdómstilfelli að ræða.
Á tímabilinu fundust 75 einstaklingar með Crohn's
sjúkdóm, 36 karlar og 39 konur, kynjahlutfall 0.92. Á
fyrra 5 ára tímabilinu, 1980-1984, var nýgengið 2.73,
hjá körlum 2.2, en hjá konum 3.27. Á seinna 5 ára
tímabilinu, 1985-1989, var nýgengi 3.48, hjá körlum
3.71 og hjá konum 3.25. Aldursdreifing var 5-79 ár, en
25% sjúklinganna voru á aldrinum 20-29 ára. Hæsta
aldursbundna nýgengið var á aldrinum 60-69 ára, 8.14.
Nýgengið reyndist 3.1/100.000 fyrir allt 10 ára
tímabilið. Sjúkdómurinn greindist oftast í ristli
eingöngu, 40 tilfelli (53.3%), þar næst í endahluta
dausgarnar (terminal ileum) 18 tilfelli (24%), en bæði
með bólgubreytingar í dausgörn og ristli greindust 16
tilfelli (21.3%). Einkennandi bólga í maga fannst hjá
einum sjúklingi (1.3%). Kynjamunur var á fjölda tilfella
af Crohn's sjúkdómi í dausgörn (12 karlar/6 konur), en
annars var kyndreifing jöfn. Innan 6 mánaða frá byrjun
einkenna greindust 57% sjúklinganna, 97% vistuðust
um tíma á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og 8% áttu
ættingja með sjúkdóminn.
Nýgengi Crohn's sjúkdóms hefur vaxið stöðugt árin
1980-1989 og rúmlega þrefaldast ef miðað er við
tímabilið 1970-1979. Aukningin er talin raunveruleg og
ekki byggð á breyttum greiningaraðferðum.
c FRAMVIRK RANNSÓKN Á NÝGENGI
t SÁRARISTILBÓLGU OG SVÆÐISGARNA-
BÓLGU Á ÍSLANDI 1991-1993.
Sigurður Björnsson, Jóhann Heiðar Jóhannsson,
Einar Oddsson. Lyflækningadeild Borgarspítala,
Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og lyfjadeild
Landspftala.
Leit var gerð að nýjum tilfellum af
þarmabólgusjúkdórrú (inflammatory bowel disease) hjá
Islendingum á tveggja ára tímabili frá 1. október 1991 til
30. september 1993. Rannsóknin er hluti af framvirkri,
evrópskri könnun sem nær til 20 svæða í Norður-, Mið-
og Suður-Evrópu og hefur það að aðalmarkmiði að fmna
og bera saman nýgengi á þessum ólíku svæðum og að
kanna nokkra áhrifaþætti. Sameiginlegu rannsókninni er
stýrt frá Hollandi, en samræmdri rannsóknaráætlun með
staðlaðri upplýsingasöfnun er ætlað að tryggja
sambærilegar niðurstöður. ísland er eina heila landið
sem rannsóknin nær til. Leit að einstökum sjúkdóms-
tilfellum hér á landi byggðist fyrst og fremst á könnun á
niðurstöðum vefjagreininga, en einnig að nokkru leyti á
niðurstöðum röntgenrannsókna og ristilspeglana. Leitar-
aðferðin er sambærileg þeirri sem beitt var þegar
nýgengi þarmabólgusjúkdóms árin 1980-1989 var
kannað. Nú var einnig safnað ýmsum upplýsingum um
áhættuþætti, fjölskyldusögu, sjúkdómseinkenni,
greiningaraðferðir, rannsóknir, meðferð og afdrif
sjúklinganna.
Á tímabilinu greindust 142 einstaklingar með
langvinnan þarmabólgusjúkdóm, 100 höfðu sáraristil-
bólgu (colitis ulcerosa) og 36 voru með svæðis-
garnabólgu (Crohn's disease), en 6 voru með
óflokkanlegan ristilbólgusjúkdóm (indeterrrúnate colitis).
Nýgengi sáraristilbólgu var 19,25/100.000 og nýgengi
svæðisgarnabólgu var 6,95/100.000. Kynjahlutfall
(karlar/konur) var 1.44 fyrir sáraristilbólgu og 0,89 fyrir
svæðisgamabólgu. Aldur sjúklinganna við greiningu var
á bilinu 12-87 ár, en meðalaldur sjúklinga með
sáraristilbólgu var 39,5 ár og meðalaldur sjúklinga með
svæðisgamabólgu 34,5 ár. Talsverður hluti eða 34%
þeirra sem greindust með sáraristilbólgu og 55,5%
þeirra sem greindust með svæðisgarnabólgu, höfðu
lengri en þriggja mánaða sjúkrasögu við
sjúkdómsgreiningu. Algengustu einkennin voru blóð
eða slím í hægðum, kviðverkir og tíðar hægðir
(niðurgangur). Útbreiðslu bólgubreytinganna var þannig
háttað, að hjá sjúklingum með sáraristilbólgu vom þær
takmarkaðar við endaþarm hjá 32%, náðu upp í
bugaristil hjá 38%, og enn lengra upp eftir ristlinum hjá
30%. Hjá sjúklingum með svæðisgarnabólgu voru
bólgubreytingarnar hins vegar bundnar við ristil hjá
36,1%, náðu til svæða bæði í ristli og neðri hluta
mjógirnis hjá 44,4%, en voru hins vegar bundnar við
mjógimi hjá 16,7%.
Meginniðurstaða íslenska hluta könnunarinnar er
sú að nýgengi sáraristilbólgu og svæðisgamabólgu hér á
landi hafi aukist verulega miðað við tímabilið 1980-
1989. Fyrra árið, sem hin samevrópska rannsókn nær
til, er nýgengi hæst á íslandi, en nýgengistölur seinna
ársins á hinum svæðunum liggja ekki fyrir. Æskilegt
væri að kanna ástæður þessara breytinga enn betur.