Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 25 YFIRLIT YFIR BLÓÐSÝKINGAR Á LANDSPÍTALA 1993. Ama Guðmundsdóttir. lyflækningadeild Landspítala. Karl G. Kristinsson, sýklafræðideild Lsp., IngaTeitsdóttír, Sigríður Antonsdóttir, sýkingavarnir Lsp. Blóðsýking er alvarlegur sjúkdómur sem þarf að bregðast við með viðeigandi sýklályfjameðferð eins fljótt og unnt er. Við val á réttu lyfi er farið eftir einkennum sjúklings. Auk þess þarf viðkomandi læknir að þekkja algengi bakteríutegunda í blóðsýkingum og sýklalyfjanæmi þeirra á viðkomandi stað eða stofnun en slíkt er breytilegt frá einum tíma til annars og á milli staða. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga ofangreint á Landspítalanum en síðasta yfirlit þessa efnis frá sýklafræði-deild Lsp. er frá árunum 1982-83. Gerð var athugun fyrir árið 1993. Upplýsingar um aldur sjúklings, legudeild, sýnatöku, sýklategund, sýklalyfjanæmi, ástæðu blóðræktunar og sýklalyfjameðferð var safnað jafnóðum á sýklafræðideild. Síðan var upplýsingum um fyrri aðgerðir, alvarlega sjúkdóma og aðra áhættuþættí safnað með heimsókn á sjúkradeild og athugun á sjúkraskýrslu og í einstökum tilfellum með viðtölum við lækna eða hjúkrunarfræðinga. Hver sýking var skráð sérstaklega. A árinu bárust sýklafræðideild 9470 blóðkolbur og af þeim ræktuðust bakteríur úr 802. Um var að ræða 226 bakteríu-stofna. Um raunverulega sýkingu var að ræða í 150 tilvika, mengun í 66 tilvika og ekki reyndist unnt að segja til um þýðingu ræktunarinnar í 10 tilvikum. Blandaðar sýkingar reyndust vera 8. Algengustu orsakir blóðsýkinga voru eftirfarandi : E. coli 30 (18,9%), Staph.aureus 27 (17%), kóagulasa neikvæðir E 19 stafýlokokkar 20 (12,6%), Str.pneumoniae 13 (8,2%), enteró-kokkar 11 (6,9%), loftfælnar bakteríur 10 (6,3%), Str. pyogenes 5 (3,1%), Neiss. meningitidis 5 (3,1%), Pseudomonas aeruginosa 5 (3,1%), gersveppir 5 (3,1%), Klebsiella 4 (2,5%) Str.hemol.gr.B 4 (2,5%), Enterobacter 4 (2,5%), Auk þess rækt-uðust 12 aðrar bakteríutegundir í 3 eða færri skipti hver. Næmi allra þessara baktería var athugað og verður birt síðar. 112 sjúklingar af 150 (74,7%) voru settír á lyfjameðferð strax að lokinni sýnatöku og hjá 37 (24,7%) var breytt um sýklalyf skv. ræktunarniðurstöðum. 82 sjúklingar (54,7%) voru taldir hafa sýkst fyrir innlögn og var algengasti uppruni þeirra sýkinga frá þvagfærum (15), öndunarfærum (10) húð (9) og frá heilahimnum (7). 12 aðrir staðir komu fyrir 5 sinnum eða sjaldnar. Hjá 68 (45,3%) var upprunaleg sýking talin vera spítalasýking oftast frá sýktum æðaleggjum (16), þvagfærum (8), kviðar-holi (8) eða öndunarfærum (7). 9 aðrir staðir reyndust uppruni sýkingar í 1-2 tílvika. f 46 tilvikum (30,7%) höfðu sjúklingarnir nýlega gengist undir skurð- aðgerð og í 96 tilvikum (64%) reyndist vera um alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm að ræða. Hvað varðar orsakavalda eru niður-stöður þessar í nokkru frábrugðnar því sem var fyrir 10 árum. Sem fyrr eru E. coli og Staph. aureus algengustu bakteríurnar, nú um 36% en áður yfir 57%. Kóagulasa neikvæðir stafýlokokkar eru nú rúm 12%, voru áður 6,5%. Str. pneumoniae eru nú rúm 8% en voru innan við 2% áður. Samskonar upplýsingar liggja fyrir aftur tíl ársins 1990 og stendur til að vinna úr þeim á sama hátt. CLOSTRIDIUM DIFFICILE SÝKINGAR Á BORGARSPÍTALANUM 1990 - 93. Sigríöur Ó. Haraldsdóttir, Garðar Sigurðsson, Sigurður Björnsson og Ásgeir Böðvarsson, Lyflækningadeild Borgarspítala, Reykjavík. Clostridium difficile sýkingar í kjölfar sýklalyfjanotkunar eru vel þekktar. Einkenni sýkingarinnar eru allt frá því að vera vægur niðurgangur til þess að vera lífshættuleg ristilbólga með hættu á ristilrofi. Gerð var afturvirk athugun á Clostridium difficile (C. diff.) sýkingum á Borgarspítalanum. Upplýsingar voru fengnar frá Rannsóknarstofu H.I í sýklafræði um alla þá sjúklinga sem greindust með C. dtff. sýkingu á fjögurra ára tímabili (1.1. '90 - 1.1. '94) á Lyfíækninga- og Skurðdeild Bsp. og sjúkraskrár þeirra athugaðar. Alls greindust 72 sjúklingar með C. diff. sýkingu, en 65 sjúkraskrár fundust, 37 frá Lyfl.d. og 28 frá Skurðd. Karlar voru 31 og konur 34. Miðgildi aldurs var 72 ár (bil 22-94 ára). 10 greindust með C. diff. sýkingu á árinu 1990, 9 árið 1991, 19 árið 1992 og flestir árið 1993 eða 27. Aðeins einn sjúklingur hafði ekki tekið nein sýklalyf áður en einkenni C. diff. sýkingar komu fram. Gentamycin tengdist oftast C. diff. sýkingu (48%), næst kom Clindamycin (36%) og þá Cefuroxím (34%). Algengt var að sjúklingar væru á fleiri en einu sýklalyfi. Meirihluti sjúklinga yar með væg einkenni sýkingarinnar, þ.e. niðurgang. I þessum sjúklingahópi greindist enginn með alvarlega fylgikvilla, s.s. pseudomembranous colitis, en einungis níu sjúklingar voru ristilspeglaðir. Sex sjúklingar létust innan E 20 mánaðar frá greiningu á C. diff. sýkingu, en þeir höfðu allir alvarlega undirliggjandi sjúkdóma og C. diff. sýking var ekki talin dánarorsök hjá þeim. Rúmur helmingur sjúklinganna eða 51% fengu Vancomycin við C. diff. sýkingu, 22% fengu Metrónídasól, þrír fengu bæði lyfin og hjá hinum fylgdu ekki upplýsingar um meðferð. Af 65 sjúklingum fengu 8 endursýkingu, þ.e. 12%. Fjöldi greindra C. diff. sýkinga hefur farið vaxandi á milli ára á þessu tímabili. Greinileg tengsl eru á milli sýklalyfjanotkunar og C. diff. sýkinga. Einkenni eru yfirleitt væg. Flestir eru meðhöndlaðir með Vancomycini. Mjög fáir eru greindir með ristilspeglun. Fáir fá endursýkingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.