Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25
67
LÍFEÐLISFRÆÐILEG ÁHRIF SKURÐ-
AÐGERÐAR Á STÓRUM LUNGNABLÖÐRUM
HJÁ ÞREMUR SJÚKLINGUM MEÐ LANG-
VINNA LUNGNATEPPU (LLT).
Björn Magnússonl, Kristinn Jóhannsson2, Marta
GuðjónsdóttirL Tryggvi Ásmundsson2.
1. Reykjalundur, 2. Landspítali.
Stórar lungnablöðrur valda oft samþjöppun lungnavefs,
teppu og mæði. Stærð blaðra sem ekki tengjast loftvegum
má mæla með samanburði á lungnarúmmálsmælingum
með innöndun blöndu af helium (He) og súrefni (O2) og
mæiingum í þrýstiklefa. Vegna mikillar teppu eru
sjúklingar með stórar lungnablöðrur oft útilokaðir frá
brjóstholsaðgerð. Við greinum frá niðurstöðum
öndunarmælinga og þolprófa fyrir og eftir skurðaðgerð
vegna stórra lungnablaðra í báðum lungum hjá þrem
sjúklingum með LLT á háu stigi.
Eftirtaldar mælingar voru gerðar fyrir aðgerð og eftir
aðgerð og fjögurra vikna endurhæfíngu: Blásturspróf,
loftdreifipróf (DLCO), lungnarúmmálsmælingar með
He/02 blöndu og í þrýstiklefa, auk hjarta- og
lungnaþolprófa með hjartarafritun og mælingum á VO2,
koltvísýringsútskilnaði og slagæðablóðgösum.
Blásturspróf voru einnig gerð eftir aðgerð þegarloftleka
lauk. Tölvusneiðmyndataka af lungum var framkvæmd
fyrir aðgerð.
Samkvæmt hefðbundnu viðmiði öndunarmælinga og
þolprófa voru sjúklingar okkar ekki skurðtækir m.t.t.
brjóstholsaðgerðar og brottnáms lungnavefs. Allir voru
sjúklingamir móðir við minnstu áreynslu, tveir voru á
súrefnismeðferð að staðaldri og einn við áreynslu.
Lungnarúmmálsmælingar gáfu til kynna stórar blöðrur í
lungum án tengsla við loftvegi. Tölvusneiðmynd staðfesti
síðan blöðrur beggja vegna hjá sjúklingum okkar sem
virtust valda samþjöppun lungnavefs. Aðgerð var því
gerð með bringubeinsskurði þar sem batahorfur þóttu
góðar og voru blöðrur felldar saman og heftar í báðum
lungum. Ekki bar á aukakvillum eftir á öðrum en loftleka.
Strax og loftleka lauk mátti sjá umtaisverðan bata
blástursprófa auk þess sem mæði minnkaði verulega.
Niðurstöður öndunarmælinga fyrir aðgerð og eftir aðgerð
og fjögurra vikna endurhæfingu eru dregnar saman í
meðfylgjandi töflu:
66 ára kona 66 ára karl 69 áia karl
Fyrir Eftir Fyrir Eftir Fyrir Eftir
FEVl (L) 0,62 1,48 0,87 1,76 0.83 2,11
FVC (L) 1,58 2,33 2,82 4,44 2,67 3,96
MVV(L/mín) 22 74 42 84 39 88
RV He (L) 3,29 2,29 4,44 2,04 3,32 2,40
RV brJd.(L) 6,84 2,95 6,88 2,66 5,45 2,96
Súrefnisupptaka og afköst á þolprófum bömuðu verulega
eftir aðgerð en misræmi öndunar og blóðrásar hins vegar
ekki.Mæði nánast hvarf og súrefnismeðferð varð óþörf.
Ætla má að góður árangur skurðaðgerðar hjá sjúklingum
okkar stafi af því að sýnt var fram á stórar blöðrur sem
ekki tengdust loftvegum með öndunarmælingum. I öðru
lagi gáfu tölvusneiðmyndir til kynna samþjöppun
lungnavefs og í þriðja lagi virðist bringubeinsaðgerð
ákjósanleg hjá sjúklingum okkar og þolast vel. Þegar
stórar blöðrur valda samþjöppun lungnavefs ætti að íhuga
aðgerð þótt sjúklingur sé ekki skurðtækur samkvæmt
venjulegum viðmiðum.
E 97
BRÁÐ OG LANGVINN ÁHRIF KLÓRGUFU-
EITRUNAR Á ALMENNT HEILSUFAR OG
SÉRSTAKLEGA LUNGNASTARFSEMI.
RANNSÓKN Á HÓPI FÓLKS EFTIR VINNU-
SLYS.
Helena Sveinsdóttir, Magni Jónssson.
Lyflækninga- og rannsóknadeild Borgarspítala.
Vegna mistaka var tveimur klórhreinsiefnum
blandað saman á hreinsikerfi kjúkiingasláturhúss í apríl
1986 með þeim afleiðingum að hrein klórgufa komst út í
andrúmsloftið. Allir kjúklingarnir drápust og 15
starfsmenn urðu fyrir mismunandi eitrun af völdum
gufunnar. Þeir komu allir til skoðunar á
Borgarspítalann strax eftir slysið og tveimur vikum
síðar, hálfu ári síðar og nú sjö árum eftir að slysið. f
endurkomunum var fólkið skoðað, blóðgös og
öndunarmæling fengin, til að meta langtímaáhrif
klórgufueitrunar.
Niðurstöður: Hér var klórgufan í miklu magni en
fólkið komst fljótt út. Allir fengu bráð einkenni sem
voru hósti, sviði í augum og öndunarfærum, andþyngsli
og hræðsla. Almennt ástand og hypoxemia leiddi til
innlagnar tveggja á gjörgæsludeild og fjögurra á
gæsludeild. Flestir höfðu óeðlilegan alveolar-arterial
(A-a) mun á slysdegi (23,3 +/-15,8) sem bendir til
bráðra breytinga í loftvegum eða lungnavef. A-a munur
er eðlilegur við næstu mælingu (11,7 +/-9,2) sem er
marktækur munur (p=0,01).
E 98
Öndunarmælingar voru í öllum tilvikum innan
viðmiðunarmarka. VC og FEVj gildi hópsins hafa
aukist milli síðustu skoðunar og hinna tveggja þó mest
hjá þeim hluta hópsins sem var innan við tvítugt á
slysdegi .Við sjáum sömu tilhneigingu í minnkuðu RV
og áður hefur verið sýnt ffam á og var meiri lækkun hjá
þeim hluta hópsins sem hafði óeðlilegan A-a mun á
slysdegi. Við getum þó ekki staðfest marktæka
breytingu (p=0,07) jtar sem gildin eru öll innan
viðmiðunarmarka. Hjá þeim sem varð fyrir mestri
eitrun er RV nú þó komið undir normalgildi (76%).
Ályktun: Langtímaáhrif þessa slyss virðast ekki
hafa orðið veruleg þrátt fyrir töluverð einkenni í
upphafi. Breytingar á öndunarmælingum mætti útskýra
með þrengslum í smáum loftvegum og ófullkominni
tæmingu í útöndun í byijun sem enn er til staðar eftir 6
mán en athyglisverð er minnkandi loftleif sem einnig
hefur fundist í öðrum rannsóknum í allt að 12 ár eftir
skammtímaeitrun og hefur verið skýrð með örmyndun
umhverfis srnærri berklinga. Þessar breytingar virðast
aukast með tímanum og gætu leitt til lungnaveilu
áratugum eftir eitrun og gefa dlefni til langtúna eftirlits.