Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 49

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 49
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 45 þróun spurningalista til mats á HEILSUTENGDUM LÍFSGÆÐUM. Snorri Ingimarsson, Haraldur S. Þorsteinsson, Júlíus K. Björnsson, Kristinn Tómasson, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Sólrún Sigurðardóttir og Tómas Helgason. Geðdeild Landspítala. Framfarir í læknisfræði hafa verið mjög hraðar á síðustu árum og áratugum. Þær hafa leitt til þess að langvinnir sjúkdómar eru nú megin viðfangsefni lækna. Jafnframt hefur kostnaður við heilbrigðisþjónustu aukist. Vegna þessa hefur lífsgæðum sjúklinga verið gefinn meiri gaumur á seinni árum. Mat á lífsgæðum er sérstakiega mikilvægt í langvinnum sjúkdómum þar sem ekki er um fulikominn bata að ræða. Slíkt mat er einnig mikilvægt þegar athugað er hvort tiltekið meðferðarform skili tilætluðum árangri og hafi áhrif á lífsgæði sjúklinga. Hér á landi hefur vantað mælitæki til að meta lífsgæði og er tilgangur þessarar rannsóknar að hanna stutt og áreiðanlegt mælitæki til að mæla heilsutengd lífsgæði. Valdir voru sjö vel þekktir, erlendir spurningalistar um heilsutengd lífsgæði, sem samanlagt innihalda 169 atriði, og þeir þýddir á íslensku. Til að tryggja gæði þýðingarinnar var iistanum snúið yfir á ensku og bakþýðing og upprunalegur texti borin saman. Spurningalistinn var því næst lagður fyrir 146 þátttakendur úr 5 hópum sem voru: ljAfengissjúklingar 2) gigtar- og hjartasjúklingar 3) krabbameinssjúklingar 4) háþrýstingssjúklingar og 5) „heilbrigðir". Tölfræðileg úrvinnsla á þessum gögnum hafði tvö megin markmið: I fyrsta lagi að fækka atriðum verulega og í öðru lagi að velja atriði sem greina á milli einstakra hópa þátttakenda. Spurnmgar voru greindar með klasagreiningu (cluster analysis) í 11 kvarða: Almennt heilsufar, líkamleg líðan, depurð, kvíði, vellíðan, sjálfstjórn, sársauki, fjárhagur, þrek, félagsleg staða, og svefn. Skoðuð var innri samkvæmni hvers kvarða um sig og valin alls 30 atriði sem öll höfðu háa fylgni við heildareinkunn þess kvarða sem þau tilheyra. Að síðustu voru þátttökuhópamir bomir saman á öllum kvörðum og leiddi sú alhugun í ljós að atriðin 30 greindu ágætlega á milli þátttökuhópa. Mynstur einkunna á einstökum kvörðum var ólíkt eftir þátttökuhópum. Þannig var mynstur í hópum göngudeildarsjúklinga (krabbameins- og háþrýstings- sjúklinga) áþekkt mynstri heilbrigðra en mjög ólíkt mynstri áfengissjúklinga og gigtarsjúklinga. Mynstur einkunna hjá áfengissjúklingum og gigtarsjúklingum var ennfremur mjög ólíkt. Þannig hefur nú verið hannað stutt mælitæki til að meta heilsutengd lífsgæði. Prófið metur 11 þætti og sýna frumathuganir að prófið greinir á milli einstakra hópa sjúklinga. Ráðgert er að rannsaka enn frekar áreiðanleika og réttmæti prófsins. Síðar er ætlunin að safna viðmiðum (normum) fyrir einstaka hópa sjúklinga. Slík viðmið auka mjög á gagnsemi prófs af þessu tagi til þess að meta lífsgæði einstakra sjúklinga miðað við viðeigandi hóp. E 61 SKAMMTÍMA ÁHRIF BJÓRSINS Á _ __ AFENGISNOTKUN OG MISNOTKUN E 62 Tómas Helgason, Hildigunnur Ólafsdóttir, Gylfi Ásmundsson og Haraldur Þorsteinsson, Geðdeild Landspítalans. Inneaneur: Sala á sterkum bjór var heimiluð 1. tnars 1989. Gera mátti ráð fyrir að í kjölfar þessarar breytingar á áfengislöggjöfinni, sem var hin mesta síðan áfengisbannið var afnumið 1935, fylgdu verulegar breytingar á áfengisneyslu. Auk tilfærslu milli tegunda frá brenndum drykkjum yfir í bjór var búist við að heildarneyslan ykist um 25% samkvæmt áætlun bjóðhagsstofnunar. Ekki var líklegt að aukningin yrði Jöfn hjá öllum, körlum og konum, ungum og öldnum, misnotendum og almennum notendum. Hugsanlegt var að bæði notendum og misnotendum fjölgaði. Tilgangur rannsóknanna, sem skýrt verður frá, var að athuga breytingar á neyslu hjá framangreindum hópum. Aðferðir: Til samanburðar við þróunina í sölu áfengis var spáð fyrir hver hún myndi verða eftir árið '988 með aðhvarfsgreiningu á vísitölu ráðstöfunartekna °g upplýsingum ÁTVR um sölu áfengis eftir 1970. Þá voru sendir spumingalistar til slembiúrtaks fólks, annars vegar á aldrinum 20-69 ára og hins vegar 13-19 ára unglinga haustin 1988, 1989 og 1992. Spurt var um sfengisneyslu, tegundir, magn og tíðni. Fyrir þá fullorðnu Var lagt skimpróf, sem reynst hefur næmt og áreiðanlegt, með spurningum um einkenni sem bentu til misnotkunar. beir sem hafa þrjú einkenni eða fleiri em skilgreindir sem ^nisnotendur. Niðurstöður: Heildarsala áfengis jókst fyrsta árið um 23% þrátt fyrir minnkandi kaupmátt, en var 1993 komin niður í sama magn og 1988 samfara enn frekari minnkun á kaupmætti. Neysla karla jókst nokkuð í byrjun, en ekki kvenna. Hvorki almennum notendum né misnotendum fjölgaði. Neysla misnotendanna jókst, en neysia annarra minnkaði aðeins, en hvorug breytingin er tölfræðilega marktæk. Neysla unglinganna jókst marktækt strax 1989 og hefur ekki minnkað aftur. Álykiun; Skammtímaáhrif bjórsins á heildameyslu fullorðinna urðu ekki þau sem búast hefði mátt við, m.a. vegna minnkandi kaupmáttar. Hins vegar hefur neysla unglinga aukist marktækt og er það áhyggjuefni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.