Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 110

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 110
100 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 RISTILKRABBAMEIN A LANDSPITALA V 41 Sigríður Másdóttir. Tómas Guðbjartsson, Jónas Magnússon. Handlækningadeild Landspítalans, HI. Ristilkrabbamcin er meðal algengustu krabbameina og hefur nýgengi þess farið vaxandi. Töf vcrður oft á greiningu en áhrif hennar á horfur sjúklinga eru unrdeild. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna einkenni sjúklinga ristilkrabbamein, töf á greiningu, stigun og lífshorfur. A Landspítala greindust á tímabilinu I. janúar 1980 - 31. desember 1992 178 sjúklingar með ristilkrabbamcin (frá og með botnristli að endaþarmi). Upplýsingar l'engust úr krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands og sjúkraskrám. Karlar voru 92 og konur 86, meðalaidur 70 ár (bil 19-96 ár). 166 sjúklingar gengust undir skurðaðgerð og létust 7,2% þeirra innan 30 daga frá aðgerðinni. Skráð voru einkenni, tímalengd einkenna og blóðrauði við komu. Sjúklingarnir voru stigaðir samkvæmt stigunarkerfi Dukes, lífshorfur reiknaðar með líftöflum Kaplan-Meier og með Ijölbreytugreiningu Cox voru skoðuð áhrif ýmissa breyta á líftímann. Samanburður var gerður á hægri og vinstri ristilkrabbameinum, hvað varðar einkenni, stigun og lifun. Miðaðist skipting í hægri og vinstri við miltisbugðu, sem taldist til hægri hluta ristils. Af 178 sjúklingum greindust 168 vegna einkenna. Meðal sjúklinga með krabbamein í hægri hluta ristils voru algengust blóðleysiseinkenni (59%) og kviðverkir (58%), en hjá sjúklingum með vinstri ristilkrabbmein var blóð í hægðum algengast (66%) ásamt kviðverkjum (58%). 38% sjúklinga höfðu haft einkenni lengur en 3 mánuði fyrir greiningu (svipað hjá hægri og vinstri), en 11% grcindust innan viku (hjá hægri 7% en hjá vinstri 17,5%). Meðalgildi blóðrauða við greiningu var 115 g/L (sfv. 24,5 g/L). Upplýsingar um stigun lágu fyrir hjá 174 sjúklingum, þar af voru 17 á Dukes stigi A, 60 á stigi B, 51 á stigi C. Fjarmeinvörp (stig "D") höfðu 46 sjúklingar og voru meinvörp í lifur algengust. Ekki reyndist marktækur munur á stigun sjúklinga með hægri og vinstri æxli. Fimm ára lífshorfur sjúklinganna voru 43,4%, 68% á stigi A, 64% á stigi B, 45% á stigi C og á stigi "D"voru þær 9,4%. Stigun sjúklinga með blóðrauða <110 g/L og >110 g/L við greiningu var sambærileg. Ekki var heldur marktækur munur á stigun eða fimm ára lífshorfum sjúklinga með einkenni lengur en (43,8%) eða skemur en 3 mánuði (43,2%) fyrir greiningu. Lífshorfur kvenna og karla voru sambærilegar og sömuleiðis lífshorfur sjúklinga með hægri og vinstri ristilkrabbmein. Fjölbreytugreining Cox leiddi í ljós að einungis aldur sjúklinga og Dukes flokkun hafði áhrif á lífshorfur. Einkenni og stigun sjúklinga með ristilkrabbamein á Landspítalanum á fyrrgreindu árabili er sambærileg við nágrannalönd, nema hvað sjúklingar á stigi A eru hér óvcnjufáir cn hlutfallslega margir með útbrciddan sjúkdóm (stig C og "D"). Lífshorfur eru svipaðar því sem gerist erlendis. Tímalengd einkenna fyrir greiningu er sambærileg við erlendar rannsóknir og ljóst er að oft verður veruleg töf á greiningu. Aukinni töf á greiningu virðist þó ekki fylgja hærri stigun eða verri lífshorfur. ERFÐIR ANDLITSSKARÐA: SAMANTEKT V 42 Höf. Árni Björnsson og Alfreð Árnason Frá lýta- og handlækningadeild Lsp., Barnaspítala Hringsins og Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði, ónæmiserfðafræðidcild. Spjald. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða erfðir skarða á Islandi, en hún er í beinu framhaldi af rannsókn sem höfundar hafa gert ásamt fleirum á kynbundnum gómskörðum. Send voru bréf til 328 cinstaklinga mcð andlitsskörð og þeir spurðir hvort þeir vissu um skyldmenni nær- eða fjærskyld með hliðstæða andlitsgalla. Svör bárust frá 187. Þá voru sjúkraskrár allra sjúklinga sem vistast hafa á Landspítalanum frá upphafi vegna andlitsskarða, alls 433ja, skoðaðar með tilliti til skarða í ætt. Til samanburðar var gerð könnun á vegum félagsvísindastofnunar H.I., þar sem 1500 einstaklingar út slembiúrtaki voru spurðir um skyldmcnni með andlitsskörð. í skarðahópnum reyndust 146, cða 22% af heildarþópnum eiga nær- eða fjærskylda ættingja með skörð. í slembiúrtakinu var hlutfallið 8,8%. Leitað var til erfðafræðinefndar H.í um áarakningu. Þeirri vinnu er ekki lokið en bráðabirgðarniðurstöður scgja, að margar ættanna rekjast saman og í sumum ættanna virðist vera um talsverða skyldleikaræktun að ræða. Sú kcnning að orsakir andlitsskarða séu fjölþættar, þ.e.a.s. stafi af umhverfis- og erfðaþáttun hefur lengst af verið almenn. Hins vegar hefurekki verið Ijóst hverjir þessir þættir eru. Nýjustu erfðarannsóknir benda þó til þess, að sé andlitsskarð eini meðfæddi gallinn hjá viðkomandi einstaklingi, sé um hreint arfgengi að ræða, sem bundið er við "major gene". Þær rannsóknir sem hér birtast virðast styðja þessa kenningu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.