Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 69
195
HETJAN í KLONDYKE.
að komast í eitthvað 6rall við þennan nýja
vin sinn, en hann var altof hygginn til að
hreyfa því þá þegar, heldur talaði hann ein-
göngu um alnienn mál og Iaeði áherslu á, að
koma sér sem best í mjúkinn hjá Harnish.
Jón Dowsett var sá fyrsti af hinum þjóð-
kunnu fjármálamönnum Bandaríkjanna, sem
Harnish hafði komist í kynni við, og hann
hafði þegar mikil áhrif á hann. Það var eitt-
livað svo ahíðlegt og vinnandi við hann, hugs-
unarhátturinn virtist vera svo atþýðlegur, skýr
og elskulegur, að Harnish átti erfitt með að
átta sig á, að þetta skyldi vera hinn mikli
Dowsett forseti margra banka og ábyrgðarfé-
laga, og sem sögurnar sögðu að væri einn af
Standard Oil félögunum og í sambandi við
helstu miljónamæringa Bandaríkjanna.
Hann var höfðinglegur maður, og vel á
sig kominn, og þrátt fyrir það, þótt hann hefði
60 ár að baki og væri orðinn hvítur fyrir hær-
um var þó handtak hans fast og hjartanlegt,
og enga afturför á honum að sjá í hreyfing-
um og limaburði. Hann var rauður og hraust-
legur í andliti, fyndinn í viðræðum og lék
þá bros um varir hans. Augun voru blá og
ráðvendnisleg, brýrnar miklar og tillitið undan
þeim hvast og frjalsmannlegt. Brátt kom það
í Ijós, að skilningur hans var skarpur og hann
var víðast heima, og hljóp ekki eftir ágiskun-
um og lausásögnum. Pað leyndi sér eigi, að
hann var vanur við að stjórna öðrum og í
öllum hans hieyfingum og tali var einhver
undiralda af krafti og sjálfstrausti. ÖII hans
framkoma bauð gór'an þokka og var aðlað-
andi. Elam Harnish gekk brátt úr skugga um,
að hér var maður, sem í framkomu og hugs-
unarhætti var mjög ólíkur Holdsworty og öðr-
um smámennum af hans sauðahúsi. Honum
var að nokkru kunn saga Dowsettanna, þess-
arar gömlu og nafnfrægu amerísku ættar, hann
vissi, að einn af forfeðrum hans hafði verið
einn af atkvæðamestu mönnunum í frelsisstríði
Bandaríkjanna og fleiri forfeður hans höfðu
verið stórfrægir menn. »Jú, það er maður,
sem er sannarlega vert að kynnast,« sagði
Harnish síðar við einn af félögum sínum í
Alta Pacific-klúbbnum, »oí; það skal eg segja
þér, Gallon, að hann vakti bæði undrun mína
og aðdáun. Eg vissi áð vísu, að hinir stóru
og ríku menn, mundu margir vera þannig, en
eg varð þó að sjá hann, til þgss að vera viss
um þetta. Hann er einn af þeim mönnum,
sem getur komið miklu til leiðar — það ber
hann utan á sér. Pað er ekki einn af þúsund,
sem treystir sér jafnvel og hann, og á hann
geta menn reitt sig. Hann mun spila tryggt
og svikalaust, og eg þori að veðja miklu um
að hann getur tapað eða unnið nokkrar milj-
ónir í einu, án þess að nokkur sjái honum
bregða.«
Gallon reykti vindil sinn þegjandi, meðan
Harnish hélt þessa lofræðu, svo þegar hann
þagnaði, starði hann á Klondyke-manninn með
mikilli athygli, sem þó ekki tók eftir því, þar
sem hann var þá að panta Cocktail handa
þeim.
»Svo munt þú ætla að fara í kaupskap með
honum,« sagði Gallon.
»Á það hefir alls eigi verið minst, en skál
félagi. Eg vildi bara skýra þér frá, hvernig
þessir miklu menn eru, sem koma risavöxn-
um framkvæmdum af stað. Mér fanst sem
hann mundi vita alt, svo eg fór að blygðast
mín fyrir sjálfan mig.*
»Færum við að reyna með okkur í hunda-
akstri, kynni eg að geta unnið, þótt eg hleypti
honum af stað á undan mér,« sagði Elam
Harnish, eftir að hann hafði setið stundarkorn
þegjandi í þungum þönkum. »Svo gæti eg ef
til vill mætt honum í gnllgreftri og að róa
eintrjáningsbát og fleiru þess háttar, og verið
getur að eg hafi eins mikla hæfileika til að læra
að spila það spil, sem hann hefir leikið alla
æfi, og hanrt hefir til að læra þær listir, sem
eg lék þarna norður frá.«