Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 17
Stefuir]
Frá öðrum. löndum.
15
aði, að bæði stjórnin og leiðtogar
frjálslynda flokksins sameinuð-
ust til þess að mótmæla þessum
ummælum. Meira að segja sá
foringi verkamannaflokksins,
Ramsay Mac-Donald, sér ekki
annað fært, en afneita flokks-
bróður sínum í þessu, óbéinlínis.
Yfirlýsing í Þinginu.
Til þess að koma í veg fyrir
traustspjöll út af orðum Snow-
dens bar stjórnin fram í þinginu
yfirlýsing. 1 henni er þetta:
,,Sú stefna, að England krefð-
ist ekki meira af Evrópuþjóðun-
um en það þarf til greiðslu til
Bandaríkjanna, hefir nú í sjö ár
verið undirstaðan undir öllum
samningum um hernaðarskuldir
milli Englendinga og Evrópu-
þjóðanna, og allar stjórnir hafa
fylgt henni fram.
Á Þessari stefnu eru rannsókn-
ir fjármálamannanna, sem nú
fara fram í París, reistar. Það
er óafsakanleg léttúð og ófyrir-
leitni, og auk þess alveg án til-
efnis, er þessi háttvirti þingmað-
ur (Snowden) og flokkur hans
gerast til þess að ýfast við þess-
ari stefnu, sem hefir meira en
nokkuð annað unnið að endur-
reisn og friði í Evrópu. Ef nú á
að fara að koma því inn hjá öðr-
um þjóðum, að Bretar muni
krefja meira inn af hernaðar-
skúldunum en þeir þurfa til þess
að greiða sínar eigin skuldir,
hlýtur að hafast af því óbætan-
legt tjón, bæði fyrir England og
friðinn í heiminum yfirleitt“.
Snowden lætur undan síga.
Snowden sá sér ekki annað
fært en slá undan, er hann sá,
hve fávíslega hann hafði mælt.
Gaf hann yfirlýsing á þá leið, að
hann hefði aldreisagst viljarjúfa
samninga, heldur hitt, að verka-
mannaflokkurinn teldi sig ekki
bundinn við stefnu „Balfour nót-
unnar“ ef til nýrra samninga
kæmi um hernaðarskuldirnar.
Englendingar kunna því illa,
að stjórnmálamenn þeirra sé að
gefa í skyn, að ekki beri að halda
samninga.
Nú er Snowden orðinn fjár-
málaráðherra aftur.
Afstaðan til utanríkismála.
Búist er við, að stjórnarskiftin
geri sambúðina við Frakka erfið-
ari. Frakkar eru engir afvopn-
unarmenn nú á dögum, en nýja
stjórnin í Englandi hlýtur sam-
kvæmt stefnu sinni, að ýta á eft-
ir þeim málum. Fleira kemur og
til greina.
Framhald á bls. 69.