Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 18

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 18
MILLI FÁTÆKTAR OG BJARGÁLNA. [Aðalefni ritgerðar þessarar er fyrir- lestur, sem fluttur var i félaginu »Heim- dalli« í Reykjavik, snemma ár's 1929. Nokkur atriði voru endurtekin i ræðu á landsfundi íhaldsmanna í apríl s. á.] Undir lok 18. aldar var svo mikil örbirgð ríkjandi á íslandi, að þess eru líklega naumast dæmi, að hvítur þjóðflokkur hafi sokkið svo djúpt í fátækt og lík- amlegan vesaldóm, og lifað þó af. Nú eru miklar breytingar orðnar á þessu. Þó eru íslending- ar ennþá meðal fátækustu þjóða, en efnaaukningin er talsvert mik- il í góðum árum, og skilyrði til vaxandi velmegunar eru því fyr- ir hendi. Hinsvegar hafa komið upp í landinu ýmsar skoðanir og kenningar á þjóðmálasviðinu hin síðari árin, sem eru beinlínis hættulegar fyrir velmegun þjóð- arinnar. Skoðanir þessar eru bygðar jöfnum höndum á van- iw Jón Þorlákssón. þekkingu eða misskilningi um hin ríkjandi lögmál efnahagsstarf- seminnar, og á löngun til þess að „slá sér upp“ með því að boða eitthvað nýtt, sem auðveldlega fær nokkra fylgismenn meðan reynslan er ófengin og gallarnir því ekki komnir í ljós. Löggjöf og þjóðmálastarfsemi grípur nú á tímum svo mjög inn í alla efnahagsstarfsemi þjóð- anna, að það er öldungis nauð- synlegt hverjum manni, sem á

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.