Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 23

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 23
Stefnir] Milli fátæktar og bjargálna. 21 -að. Þar næst bitnar þetta á fiski- mönnum, sem- vegna óveðurs- ins fara á mis við þá fullnægingu þarfa sinna, sem þeir hefðu get- að veitt sér fyrir fiskinn, sem aflast hefði, ef óveðrið hefði ekki hindrað. En svo geta afleið- ingarnar náð miklu lengra. Hugsum oss að einn af sjómönn- unum hafi vanhagað um flík handa barni sínu, ámóta verð- mæta og eins dags hlut. Hann fær landlegudag og getur ekki ieypt flíkina. Einhversstaðar — máske í fjarlægu landi — er verksmiðja, sem býr til bama- föt, og á erfitt með að selja alla framleiðslu sína. Hún missir af sölu á þessari flík, sem sjómað- urinn ætlaði að kaupa, og fyrir það missir einn af verkamönn- um hennar atvinnuna hálfan eða heilan dag. Hann vanhagar máske um skó handa einu barni sínu — getur ekki keypt þá af því að verksmiðjan hafði ekki þörf fyrir vinnu hans þennan daginn. Sama sagan getur svo endurtekið sig í einhverri verk- smiðju fyrir barnaskó o. s. frv. Hin ályktunin, sem nú þegar verður dregin, er sú, að sérhver hindrun á viðskiftum nytsamra gaeða er skaðleg, dregur úr full- nægingu mannlegra þarfa á sama hátt og hindrun fram- leiðslu. Tökum t. d. sveitaheimili, einangrað af vegleysum og snjóa- lögum á vetrardag. Heimilið hef- ir mjólk aflögum, í næsta kaup- túni er fjölskylda, sem vantar mjólk, en viðskiftin eru hindruð. Aftur vantar sveitaheimilið kol til hitunar — getur ekki keypt þau, af því að viðskiftin með mjólkina eru hindruð. En úti í Englandi eru atvinnulitlir kola- námumenn — einn þeirra verður af eins dags vinnu, af því að bóndinn norður á lslandi getur ekki selt mjólk til þess að kaupa eitt tonn af kolum. Alveg sömu afleiðingamar af hindrun við- skifta og af hindrun framleiðslu. Skaðsemi þessara hindrana fyr- ir efnahagsstarfsemina verður öldungis hin sama, hvort sem hindrunin stafar af völdum nátt- úrunnar, eins og í dæmunum sem nefnd voru, eða af völdum mann- anna. Verkfall eða vinnuteppa á fiskiskipum hefir sömu efnahags- verkun og veðurhindrun. Sölu- bann eða innflutningsbann verk- ar eins og hver önnur viðskifta- hindrun. I sömu átt verka allar tálmanir, sem eru hálfgerðar hindranir, hvort heldur á fram- leiðslu eða viðskiftum. Grasbrest- ur og fjármagnsskortur geta

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.