Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 26
24
Milli fátæktar og bjargálna.
[Stefnir
að hann geti selt og fengið borg-
að nægilega mikið af vörum. Ef
frjáls samkepni er ríkjandi, þá
verður sérhver hinna keppandi
kaupmanna að gjöra sér far um
að ná viðskiftamönnum með því
að selja sem bezta vöru fyrir sem
lægst verð, en til þess að geta
þetta verður hann fyrst að hafa
lagt stund á að afla sér sem
beztrar þekkingar á atvinnugrein
sinni, þar næst að gjöra sem bezt
innkaup, fá sem ódýrastan flutn-
ing, og hafa tilkostnað við rekst-
ur verzlunar sinnar á alla lund
eem minstan. Alt þetta miðar
beint að því, að fullnægja á sem
beztan hátt þörfum skiftavina
hans, kaupendanna, og það gerir
kaupendunum engan mismun, þó
ástæður kaupmannsins til þess
þannig á hverju stigi að standa
á verði um hagsmuni þeirra sé
ekki aðrar en þær eru — löngun
hans til þess að fá handa sér
og sínum góðan árangur af sínu
starfi. Kaupmaðurinn verður í
sínu starfi að lúta framangreindu
almennu lögmáli frjálsra við-
skifta — leita eftir hagnaði fyrir
sjálfan sig með því að fullnægja
sem bezt þörfum annara.
Hugsum oss nú að frjáls sam-
kepni í verzlun komist á ein-
hverjum stað ekki að. Ástæðurn-
ar geta verið ýmsar, setjum t. d.
að bygðarlag sé svo afskekt, að
það verði að búa við sína verzlun
út af fyrir sig, og svo fáment, að
ekki geti þrifist nema ein verzl-
un. Eða að allir íbúarnir séu
bundnir á skuldaklafa hjá einni
verzlun, og hafi ekki lengur
frjálsræði til að færa viðskifti sín
frá henni. Þá þarf kaupmaður-
inn ekki lengur að haga verzl-
unarrekstrinum með hagsmuni
viðskiftamannanna fyrir aug-
um. Sinna hagsmuna vegna þarf
hann aðeins að gæta tvenns:
Hafa álagninguna nógu mikla,
og gæta þess að ástandið breyt-
ist ekki svo, að keppinautur
komist að. Sjálfsagt má finna
dæmi þess, að slík verzlun hafi
ekki misnotað aðstöðu sína. En
hin dæmin eru því miður marg-
falt fleiri, sem sýna, að úr þessu
verður vond verzlun, óbærileg
viðskiftakúgun fyrir skiftavinina
og stundum en ekki ávalt fjár-
söfnun hjá verzluninni.
Líklega er það helzt tvent, sem
glepur þeim mönnum sýn, er
ekki kannast við nauðsyn frjálsr-
ar samkepni. Annað það, að til
eru svæði í strjálbygð lands vors,
þar sem hún getur ekki notið sín
vegna þrengsla. Viðskiftamagnið
í heild má ekki fara niður úr