Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 27

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 27
Stefnir] Milli fátæktar og bjargálna. 25 lágmarki nokkru, til þess að sam- kepni þrífist. Alveg eins er þetta á íþróttavellinum. Keppendur þurfa að hafa svigrúm. Ef stofn- að er til kapphlaupa í þröngri kví, verða úr því hrindingar. Al- veg eins með verzlun. Komi önn- ur verzlun, þar sem ein er fyrir og ekki verkefni nema fyrir eina, er hætt við að reglur samkepn- innar verði botnar. Þetta er einn af göllunum við það, að búa í fámennu og afskektu bygðarlagi, en það er ekki sök hinnar frjálsu eamkepni. Hitt atriðið er það, að menn sjá að hvöt sú, sem knýr keppendurna til þátttöku, er eig- inhagsmunahvöt, en ekki um- hyggja fyrir öðrum. Af þessu draga menn svo þá ályktun, að ávextirnir hljóti að samsvara innrætinu, afleiðingar starfsins hljóti að vera samstæðar hugar- fari því, er knúði til starfsins. En þessi misskilningur hverfur, er menn skilja það, að í þessu efni er enginn mismunur á verzl- un, framleiðslu, vinnusölu og hverri annari efnahagsstarfsemi. Hvötin til starfsins er hjá öllum eigin hagsmunir, leiðin til að full- nægja eigin hagsmunum hjá öll- um sú, að byrja með því að leit- ast við að fullnægja sem bezt annara þörfum. í þessu efni er enginn munur á bóndanum og kaupmanninum. Mjólkurbóndinn í Mosfellssveit verður að leggja stund á að fullnægja sem bezt og mest mjólkurþörfum Reykja- víkurborgara, kaupmaðurinn á Húsavík að fullnægja sem mest og bezt vöruþörfum þingeyskra bænda. Báðir gjöra það sjálfs sín vegna, síns heimilis og skyldu- liðs. Stundum verður vart þess mis- skilnings, að frjáls samkepni í verzlun sé gagnleg og nauðsyn- leg fyrir verzlunarstéttina, en ekki fyrir aðra. Þetta er öfugt. Það eru hagsmunir skiftavin- anna, sem þurfa að njóta hinnar frjálsu samkepni í verzlun. — Svona er það á öllum sviðum efnahagsstarfseminnar. Sérhverj- um atvinnurekanda getur vegnað vel, jafnvel betur, ef hann er laus við samkepni annara. En fyrir alla neytendur og notend- ur framleiðslu og annara gæða er það verra. Tilgangi efnahags- starfseminnar, að sjá fyrir full- nægingu mannlegra gæða, verð- ur ekki eins vel fullnægt með neinu öðru móti og því, að sjálfs- bjargarhvötin fái óhindruð að knýja hvern einn til að vinna sem bezt fyrir aðra. 1 hinni sjálf- virku vél frjálsra viðskifta er

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.