Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 29

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 29
Stefnir] Milli fátæktar og bjargálna. 27 fara á undan viðskiftum. Þetta hafa þeir atvinnuvegir skilið, sem komnir eru fram úr land- búnaðinum. Og nú er vakin alda úr annari átt til viðreisnar land- búnaðinum, sem hefir aukning framleiðslu hans að fyrsta mark- miði. Sú alda er reist á réttum skilningi á því, hver er undirstaða efnalegrar velmegunar, og hún mun afreka það, sem kaupfélög- in eftir eðli sínu ekki megna, að koma landbúnaðinum aftur fram í fylkingarbrjóst atvinnuveganna hér á landi. Stofnskilyrði framleiðslunnar. Framleiðslan er undanfari við- skiftanna og hún ern sá eini grundvöllur, sem unt er að að byggja efnalega velmegun á. Þess vegna er gagnlegt að gjöra sér ljóst, hver eru þau grund- vallaratriði, sem sérhvert fram- leiðslufyrirtæki verður að byggj- ast á. Menn geta fest hugann við eitthvert framleiðslufyrir- tæki, sem þeir þekkja, búskap í sveit, útgerð á fiskibát eða iðnaðarfyrirtæki. Þrjú , undirstöðuatriði verða óhjákvæmilega að vera fyrir hendi, til þess að framleiðslan verði rekin með árangri. Þau eru: 1. Stofnfé (fjármagn). 2. Vinna. 3. Stjóm. Það er sameiginlegt öllum þessum þrem liðum, að þeim fylgir tilkostnaður, og að af- rakstur framleiðslunnar verður að geta borið tilkostnaðinn við þá alla. Það er gagnlegt að at- huga ofurlítið eðli hvers þessara liða fyrir sig. 1. Stofnfé atvinnufyrirtækis er þeir fjármunir, sem fram- leiðslan er bundin við eða bygg- ist á. Þannig þarf sveitabýlið land, helzt með sem mestum ræktunarmannvirkjum, og með girðingum, vegum o. s. frv. Þar næst búpening, hús yfir fólk og fénað, og svo verkfæri allskon- ar. Útgerðin þarf skip eða bát,. veiðarfæri, húsnæði fyrir fólkið og aflann, land undir þetta, má- ske lendingarmannvirki o. s. frv. Iðnaðurinn þarf vinnustofu eða verksmiðju með vélum og verk- færum. Auk þess þurfa öll fram- leiðslutæki að hafa meira eða minna af efnivöriím, óunnum eða hálfunnum, á öllum stigum framleiðslunr.ar, þar á meðal oft einhverjar birgðir óseldar af eig- in framleiðslu. Dæmi upp á þetta eru heybi.’gðir og aðrar fóður- birgðir bónda, salt og óverkaður

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.