Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 30
28
Milli fátæktar og bjargálna.
[Stefnir
■eða hálfverkaður fiskur útgerð-
ar, efniviður og munir í smíðum
hjá trésmíðastofu o. s. frv.
Tilkostnaður atvinnufyrirtækis
við stofnféð er þrennskonar. —
Fyrst er viðhald fjármunanna
og fyrning þeirra, þ. e. endur-
nýjun þegar þeir, þrátt fyrir
hæfilegt viðhald, eru útslitnir.
Hjá þessum kostnaði verður með
■engu móti komizt. Þar næst eru
vextir af verðmæti stofnfjárins.
Að vísu getur um stund fallið
niður greiðsla vaxta af þeim
hluta stofnfjárins, sem er skuld-
laus eign eiganda atvinnufyrir-
tækisins, en ekkert atvinnufyrir-
tæki getur þrifist til lengdar á
l>eim grundvelli, að það fé, sem
í því stendur, beri ekki arð, og að
því leyti, sem stofnféð er í skuld,
er árleg vaxtagreiðsla óumflýj-
anleg. Loks er þriðja tegund til-
kostnaðarins umbætur og aukn-
ing stofnfjármunanna. Fyrirtæki
getur að vísu lifað án þessa til-
kostnaðar, en verður þá algert
kyrstöðufyrirtæki, getur ekki
aukið framleiðsluna, ekki fjölgað
starfsfólki og venjulega ekki
hækkað kaupgjaldið eða fylgzt
með í almennri kaupgjaMshækk-
un. Verður síðar vikið nánar að
þessu.
Þessar stuttui athuganir um
stofnfé atvinnufyrirtækja alment
gefa tilefni til að minna aftur á,
að það eru ekki peningar, heldur
tilteknir nothæfir og verðmætir
fjármunir, sem sérhvert fram-
leiðslufyrirtæki verður að hafa til
umráða og afnota sem stofnfé. Að
urídanskildum sjálfum náttúru-
gæðunum (óræktuðu landi, fiski-
miðum), er alt stofnféð þess eðl-
is, að það er sjálft afrakstur af
framleiðslu. Til er það, að at-
vinnufyrirtæki fáist sjálft við að
framleiða stofnfé handa sér að
einhverju leyti. Svo er t. d. um
sveitabúskap, að hann framleið-
ir sjálfur búfé handa sér, bú-
stofn, sem kallaður er, af því að
sá hluti búfjárframleiðslunnar
verður einn þátturinn í stofnfé
býlisins. En annars eru það venju-
lega önnur fyrirtæki, sem fram-
leiða stofnféð, heldur en þau,
sem nota það. Þess vegna má líka
flokka alla framleiðslu í heimin-
um í tvent: Sumt eru neyzlu- og
notkunarvörur handa mönnum og
fyrirtækjum; sem dæmi má
nefna matvæli, salt, kol, olíu.
Sumt eru stofnfjármunir — hús,
skip, vélar o. s. frv. eða efnivör-
ur í slíka stofnfjármuni.
Þeirri kenningu hefir stundum
skotið upp hjá kommúnistum á
síðustu áratugum, að óréttmætt