Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 41

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 41
Stefnir] New York. 39 eru leikhúsin og skemtistaðir borgarinnar í einni bendu. Hér «eru Bíó, sem segja sex: Capitol, alt reist úr marmara, Keiths State leikhúsið og loks sjálft Para- mount-leikhúsið í nýrri höll. Bíó- ■salurinn rúmar 14000 manns. Þar er Amsterdam leikhúsið, þar sem Florence Ziegfield sýnir hinar nafnkunnu „Ziegfield Follies“ með svo miklu skrauti, að annað eins .þekkist ekki. Og fáein skref þar ■írá er Metropolitan sönghöllin nafntogaða, Ijótt og leiðinlegt hús. Þegar dimmir minkar ekki um xlýrðir, því að þá er kveikt á öll- um ljósauglýsingupum yfir Times .Square. Þær loga og bála í öllum regnbogans litum, skjótast fram og slokna og breyta nóttinni í undarlegt Ijósgult hálfrökkur. En uppi yfir borginni mætir ljóshafið- þokunni, þessu skýi sem myndast af andardrætti miljónanna, af vél- um og götuumferð og gufum frá hafinu. Hér slær hjarta stórborg- arinnar. Frá Times Square til Columbus Circle er Broadway heimkynni mótorverksmiðjanna. Hjer eru all- ir gluggar fullir af glæsilegustu bifreiðum, og upp eftir húsunum eins og augað eygir er ekkert ann- að en bifreiðar og auglýsingar um bifreiðar. . Og svo kemur maður að Colum- bus Circle. Alt plássið er þakið bifreiðum í stanslausum straum- um. Uppi á gnæfandi súlu stendur hann, gamli landkönnuðurinn, og horfir rólega yfir þetta umferðar- haf í heimsálfunni, sem hann fann aftur, eftir að hún hafði verið týnd öldum saman. Þorfinni karls- efni myndi og sjálfsagt þykja all- miklu meira um dýrðir hjer nú en þegar hann kom til landsins og sat þar við fáa menn. Bifreiðastraumurinn flæðir inn í göturnar í Central Park og svo áfram, áfram, út í rólegri hverfi í útjöðrum borgarinnar. Á Manhattan eynni er snemma tekið til starfa. Klukkan 6 að morgni streymir fólk að lestunum, sem f ara inn í miðbæinn. Fjöldinn treðst og allir stympast um plássið. Allir vagnar fljóta í dagblöðum. Times, HeralcL, World, Graphic, öllum blöðunum ægir saman . Málaðar stúlkur og tyggj- andi karlmenn troðast í sætin og gleypa í sig nýjustu fréttir um hnefaleika og aðrar 'íþróttir, um bíó-leikara og danssýningar. Þetta er helzti tíminn til þess að líta í blað. Lestirnar þjóta með braki og brestum inn á stöðina, lengst niðri

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.