Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 44

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 44
42 Hér höfðu auðsjáanlega ekki verið gefin grið. Alt landið var brent og bælt. „Ef ekki væri fjöll- in,“ sagði Villars háðslega, ,J>á gæti þetta verið Flandern. Svo gereytt er landið og illa leikið.“ Þeir, sem stjórnin hafði sent hingað, höfðu notað alt, sem eytt getur, kæft og kvalið. Þorpin voru brunnin, kirkjurnar hrundar, akr- arnir eyddir. En handa fólk- inu höfðu verið reistir gálg- ar, hjól, og gapastokkar og heil hús, nokkurskonar vinnustofur með tækjum til þess að kvelja menn og „sannfæra“ þá þannig um villu síns vegar. Allur fjöldi þeirra, sem eftir lifði, var nú orð- inn galeiðuþrælar, tugthúsfangar eða þeir voru í útlegð. Eftir var ekki nema dálítill flokkur undir forustu manns, sem kallaður var Cavalier höfuðsmaður. Hann var djarfur og snarráður foringi og hafði fullkomið traust sinna manna. Það var sagt, að þeir væri um 6000 að tölu, og það voru menn, sem ekki báðu um grið og ekki gáfu grið. Þeir höfðu horft á allar ógnir undanfarinna tíma, meðal annars grimdarverk þau, sem Du Chaila, æðsti prestur .í Cevennafjöllum hafði látið fremja. Þeir höfðu síðar skotizt út úr hellum sínum og skógar- [Stefnir fylgsnum, gripið Du Chaila, diæg- ið hann út úr húsinu og látið hann fara sömu leið, sem hann hafði sent svo marga. Hefnd höfðu þeir svarið. Þeir kunnu ekki að hræð- ast. Trúarofstækið bar þá uppi, og þeir höfðu unnið þess dýran eið, að láta aldrei kúgast frá trú sinni. Og nú var marskálkur franska hersins kominn til þess að ganga á milli bols og höfuðs á þeim. „Hver er hann, þessi Cavalier?“ spurði de Villars kæruleysislega. Enginn vissi neitt um það. Sum- ir sögðu, að hann væri bakara- drengur, aðrir að hann væri af bændum kominn. Enginn vissi neitt, alt var tvístrað, eyðilegt og tómt. De Villars hafði fengið skýrar skipanir í Versölum. „Takið höf- uðsmanninn, og þá er uppreisn- inni lokið.“ Og hertoginn hafði veðjað þúsund gullpeningum um það, að eftir þrjá mánuði skyldi hann verða búinn að ná Cavalier á vald sitt, bæla niður uppreisn- ina og kominn heim aftur. ,,Og það veit hamingjan," bætti hann við, „að þrír mánuðir eru ærinn útlegðartími." De Villars var nú seztur að í Lodéve. Hann lét engan mann vita, hvað hann ætlaði fyrir sér, Cavalier höfuðsmaður.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.