Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Qupperneq 46
44
rita talsvert í sjálfsæfisögu sína.
Svo var það dag einn í ágúst-
mánuði, ákaflega heitan og mollu-
legan dag, að ókunnur maður
spurði eftir hertoganum. Hann
kvaðst bera borinn og barnfædd-
ur í Cevennafjöllunum (og það
mátti líka heyra á mæli hans),
vera kaþólskur og heita La Fleur-
ette. Honum var vísað inn til mar-
skálksins.
Herbergið var einfalt og frem-
ur dimt. Monseigneur de Yillav
tók komumanni svo alúðlega og
með svo hæglátri prúðmensku, að
honum hlaut að aukast kjarkur.
En samt var honum auðsjáanlega
órótt frammi fyrir marskálknum.
De Villars var einn af fríðustu
mönnum. Hann var á bezta aldri
og á hátindi frægðarinnar. í klæða-
burði' var hann einn hinn mesti
skartsmaður hirðarinnar í Versöl-
um, og þó að hann væri hér á af-
viknum stað, bjó hann sig á hverj-
um degi jafnvandlega eins og þeg-
ar hann átti að ganga fyrir hers-
höfðingja og konunga í Flandern.
La Fleurette stakk mjög í stúf
við þetta. Hann var í kaffibrún-
um kufli, heimagerðum, hafði klút
um hálsinn og hatt á höfði, alveg
skrautlausan. Hárið á honum var
fremur úfið. Hann var alvarlegur
og einbeittur í andliti, og hend-
[Stefnir
urnar voru magrar en kraftaleg-
ar. —
„Monseigneur!“ sagði hann, og
hristi af sér feimnina. „Eg er einn
af þessum fáu kaþólsku mönn-
um hér um slóðir, og eg hef orð-
ið margt að líða af völdum þess-
ara Camisarda, þessara uppreisn-
armanna, sem virða hvorki guð
né föðurlandið. Hverja refsing yf-
irvaldanna hafa þeir margfald-
lega verðskuldað, og hverri refs-
ing hafa þeir svarað með marg-
földum hefndum. Þetta eru þjóf-
ar, ræningjar, guðníðingar og for-
sprakki þeirra í öllu illu er þessi
lyga-höfuðsmaður, sem kallar sig
Cavalier!“
„Þetta veit eg alt,“ svaraði de
Villars glaðlega.
„Eg skil ekkert í því,“ sagði La
Fleurette, og skálmaði órólega um
gólfið, „að marskálki franska
hersins skuli vera boðið annað
eins og það, að fást við svona ill-
þýði.“ Hann þagnaði skyndilega,
eins og hann væri að sækja í sig
veðrið. Svo stansaði hann alt í
einu frammi fyrir de Villars.
„Hafið þér, Monseigneur, nokkra
von um að ná þessum Cavalier
og koma lögum yfir hann?“
„Monsieur,” svaraði de Villars.
„Eg hef alveg vanið mig af að
halda nokkuð um þetta eða ann-
Cavalier höfuðsmaður.