Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Síða 55
FRR ALÞINGI 1929.
Svipur þingsins.
Ómerkilegt J)ing.
í starfslok ávarpa forsetar
venjulega þingmenn með nokkr-
um orðum, lýsa svip þingsins,
þakka samvinnuna og árna þing-
Tnönnum góðs gengis. Venjulega
er ekki mikið á þessum ræðum
forseta að græða, eins og naumast
er heldur að vænta. En út af
þessu brá að þessu sinni. Alþingi
1929 var svo einstakt þing að
ódugnaði, að ómögulegt var fyrir
forseta að komast hjá því, að láta
þess að einhverju getið.
Forseti efri deildar tók þann
kostinn, að verja sína deild og
reyna að koma öllu yfir á hina
deildina. Hann sagði meðal ann-
ars: „Þótt starfstími þessa þings
sé að ýmissa dómi orðinn full-
langur, borinn saman við störf
þingsins, mun þjóðin, er hún
kynnir sér Alþingistíðindin á sín-
um tíma, sannfærast um, að þessi
káttv. deild á enga sök á því.“
Forseti sameinaðs þings las
skrá um störf þingsins og mælti
svo:
„Af málaskrá þessari, sem nú
var lesin, má sjá, að þau málin,
sem fram hafa gengið, eru ekki
ýkjamörg talsins, enda varðar
jafnan mestu, að þau séu til góðra
nytja og sannra þjóðþrifa.“ Þetta
eru sönn orð. En svo fór að verða
ógreiðara undir fæti, þegar hann
fór að leita að nytjamálunum. —
Hann nefndi Búnaðarbankann,
síldarbræðslustöðina, verkamanna-
bústaðina, héraðsskólana og gjald-
þrotaskiftin. Mun síðar verða sýnt
fram á, hvers konar afreksverk
þetta voru.
Nei, til þess að finna merku
málin, hefði forseti átt að fara í
öskuhauginn og Ieita þar meðal
þeirra mála, sem þingið afgreiddi
ekki. Enda gerði hann það. Hann
mælti:
„Þá er vert að minnast þess, að
á þinginu hafa verið borin fram
ýms merk frumvörp, er benda til,
að sami vorhugur markar löggjaf-
arstarf þingsins og atvinnulíf