Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 56

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 56
54 Frá Alþingi 1929. [Stefnir þjóðarinnar." Síðan nefndi hann aðeina eitt mál, og hitti á eitt hið varhugaverðasta: Ábúðarlaga- frumvarpið. 1 ruslakistuna varð forseti að fara, leita meðal þeirra frum- varpa, sem þingið afgreiddi ekki, til þess að finna „vorhug“ þess. En bezt þykir þó venjulega vora, þegar nýgræðingurinn fær að lifa og dafna. Dómur forseta sameinaðs þings er því rétt á litið óskaplegur áfell- isdómur. En það var forseti neðri deild- ar einn, sem hafði mannrænu í sér til þess að segja alveg eins og honum bjó í brjósti og allir fundu. Hann sagði meðal annars: „Eg býst við, að það verði nú svo, sem oft áður, að mjög orki tvímælis um störf þessa þings. Er ekki trútt um, að mér komi í hug orð þau, er höfðingi nokkur, Þor- varður Þórarinsson, sagði síðla á Sturlungaöld, er hann skrifaði brjef Magnúsi konungi lagabæti, og mælti á þessa leið: „Höfðu þeir þing skamt, ok meðallagi skil- víst." — Nú munu fáir menn segja, að þetta þing hafi verið skamt um of, en á því myndi meiri tvímæli leika, hve skilvíst það hefði verið að sumu leyti." öll þingsagan staðfestir þessi ummæli forseta. Það má ekki skil- víst þing heita, sem afgreiðir fá mál og ómerk, en lætur eftir lig^ja óunnin flest megin störfin. Yfirlit um störf Alþingis. Skrifstofa þingsins hefir gefið yfirlit um störf þess, og er þetta helzta efni þeirrar skýrslu: Þingfunðir hafa verið haldnir: i neðri deild.........73 - efri —............. 76 - sameinuðu þingi . . 7 alls 156 Lagafrumvörp: 1. Stjórnarfrumvörp lögð fram......... 31 2. Þingmannafrumv. borin fram.......85 alls 116 Þar af: 1. Afgreidd sem lög: Stjómarfrumvörp ... 23 Þingmannafrumvörp . 30 alls 53 lög 2. Feld voru....... 7 frv. 3. Visað frá með rökst. dagskrá........... 4 — 4. Vísað til stjórnar . 3 — 5. Óútrædd.......... 49 — alls 63 Þingsályktanir: Bornar fram......... 29 Afgreiddar.......... 18 Feld................. 4 Vísað frá með rökst. dagskrá.............. 1 Vísað til stjórnar ... 2 Óútræddar........... 7=29 Fyrirspurnir: Bornar fram.......... 2 Hvorugri var svarað.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.