Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Blaðsíða 57
Stefnrr]
Frá Alþingi 1929.
55
Skýrsla þessi er birt hér fil
gamans, en ekki af því, að hún
sýni í raun og veru, svo sem neitt
um það, hve mikilvægu starfi
þingið hefir afkastað, til góðs eða
ills. Þar skiftir meira máli, hvað
bak við hverja einstaka tölu stend-
ur. —
Meðal afgreiddra mál eru t. d.
lög um tannlækningar, sem sjálf-
sagt eru merkileg fyrir tannlækna,
en þeir eru nú svo lítill hluti þjóð-
arinnar; lög um kirkjugarðsstæði
í Reykjavík; lög um laganefnd, og
annan þessháttar hégóma, svo og
veiting ríkisborgararéttar, löggild-
ing verslunarstaða o. s. frv., sem
alt er gott til þess að fylla töluna.
En í hóp þeirra, sem ekki fengu
líf, eru aftur á móti stórmál eins
og vinnudómurinn, raforkuveit-
urnar, aðal skólafrumvörpin, geng-
ismálið, ábúðarlögin o. s. frv. Eru
þessi mál ekki nefnd af því, að
þau sé öll svo þörf, heldur af
því, að hér eru raunveruleg stór-
mál, sem duglegt og starfhæft
þing hefði tekið einhverjum fasta-
tökum.
Með því að bera saman skrá yf-
ir afgreidd mál og óafgreidd, má
yfirleitt sjá, að þing þetta getur
ekki orðið frægt fyrir neitt nema
það, sem það gerði ekki. Það verð-
ur frægt fyrir ódugnað.
„Skamt þing og meðallagi skil-
víst.“
Orsakir athafnaleysisins.
Stjórnarliðar reyna sjálfsagt að
kenna andstæðingunum um sleif-
arlagið. Bera þeir það fram og
rökstyðja með villandi tölum, að
tafir þingsins stafi allar af því,
að andstæðingarnir beiti málþófi.
Er það ekki nema í anda þess,
sem mestu ræður nú, að vilja
helzt að þingmenn sé múlbundn-
ir. Það vilja allir einvaldsherrar.
Málfrelsi er öllum slíkum herr-
um hættulegt. Og því lakari, sem
athafnir stjórnarinnar eru, því
lengri tíma tekur það eðlilega, að
finna að því. Stjórnarliðið er
því í raun réttri að auka sakir á
sína eigin stjórn, þegar það er að
ýkja allar frásagnir um mála-
lengingar andstæðinganna. Eld-
húsdagur, sem tekur marga daga
og næturnar með, er ekki vottur
um hreint hjarta hjá stjórninni,
sem verið er að gagnrýna.
En þó að stjórnarandstæðing-
um reyndist það æði mikið verk,
að drepa á ávirðingar stjórnar-
innar, þá nær það engri átt, að
ætla að finna þar orsakir þess,
hve litlu og ómerkilegu starfi
þingið afkastaði. Þær orsakir