Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 61

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 61
Stefnir] Prá Alþingi 1929. 59 óstarfhæfa stjórn gæti skilað neinu verulegu starfi í hendur þingsins. — Stjórnarfrumvörpin voru, ef nokkuð var, enn þá lítil- mótlegri en í fyrra. Dæmi nefnd. Ef einhver entist til þess að tína þetta smælki saman myndi útkoman verða sú, að stjórnar- frumvörpin hefði verið um 30 að þessu sinni. Sjálfsagt rúmur helmingur þeirra var þannig, að ekkert var hægt að kalla þau annað en smá- mál, og þó ýms af þeim til hins lakara. önnur aftur á móti til umbóta í smámunum. Svo er t d. um mál eins og frv. um hjeraðsskóla, sem forseti sam- einaðs þings taldi marka nýtt spor í skólamálum! Þar má nú segja, að „alt er hey í harðind- um“. 1 þessu frumvarpi er ekkert annað gert en setja fram nokkr- ar reglur um fyrirkomulag hér- aðsskólanna. Er rétt að gera þetta, en að kalla slík stórmál eða stefnu breyting eða stórt spor í skólamál- um, er „háð en ekki lof.“ Enginn skóli er hjer stofnaður, engin ný fræðslustarfsemi hafin, ekkert ný- mæli, sem nokkru varðar, aðeins settar reglur um þá starfsemi, se!m fyrir er, og mælt fyrir um f járframlög til skólanna, að mestu í samræmi við það, sem verið hef- ir undanfarið. Mikil að fyrirferð eru frum- vörp um loftferðir, sem varla er að sama skapi aðkallandi og gjalct- þrotaskifti, sem var borið fram að tilhlutan dómsmálaráðherra í fyrra, og er nú komið aftur og sniðnir af verstu agnúar. Er ein- kennilegt, að þess er ekki getið með einu orði í greinargerð frum- varpsins, að það hafi komið fram áður, og er það vanþakklæti mikið við Ingvar og Jón Baldvinsson, sem tóku á sig skömmina að bera málið fram í fyrra. — Að þessum lögum er sjálfsagt einhver bót eins og þau voru nú fram borin, þó að fáa varði. Þá var frumvarp um hveraorku, sem einnig hafði komið fram á næsta þingi á undan. Er í frum- varpi þessu farið fram á fullkom- ið „hverarán", einkum í 12. gr. Getur lögreglustjóri veitt öðrum en eiganda leyfi til borunar eftir jarðhita og virkjunar á þeim krafti, sem næst. Á hann að greiða gjald fyrir í ríkissjóð, en eigandi fær aðeins „bætur fyrir átroðning" og „óþægindi". Muna sumir ennþá eftir öllum látunum í Tímanum út af „vatnsráninu“ sæla, og kemur einkennilega fyrir

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.