Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 62

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 62
€0 Frá Alþingi 1929. [Stefnir sjónir, að sami maður, sem þá stjórnaði Tímanum, skuli nú bera annað eins fram og þetta. Jafnvel flokksmönnum ráðherrans í alls- herjarnefnd neðri deildar var of mikið boðið með þessu athæfi. Töldu þeir „að á frv.“ væri „all- miklir gallar, bæði að formi og efni“, og að það rækist á gildandi lög. „1 öðru.lagi telur meiri hlut- inn ekki ástæðu til að ganga á eignarrétt þeirra manna, er hvera- orku eiga, að svo miklu leýti, sem -almannaþörf krefur þess ekki, en þaJS er gert, ef frv. yrði að lög- um.“ Jörundur Brynjólfsson, sem er_ ekki lakasti fylgismaður stjórn- arinnar, var svo berorður um þetta frumvarp, að hann sagði, að með 12. gr.. frumvarpsins væri farið ránshendi eftir réttindum manna, og að hér myndi vera um skýlaust stjórnarskrárbrot að ræða. Það er vert að minnast þess í sambandi við þennan úrskurð Jörundar, að hann er 2. varafor- seti deildarinnar, og á samkvæmt þeirri stöðu sinni að vera bær að segja, hvað samrýmist stjórnar- skránni og hvað ekki. Einna hlægilegast var þó, þeg- ar forsætisráðherra fór að reyna að velta sökinni af „hveraráninu“ yfir á Jón Þorláksson, af því að hann hafi fengið samþykta breyt- ingartillögu um það, að fella nið- ur úr 1. gr. eitt orð, sem þar stóð í svigum. Breytti þetta ekki merk- ing greinarinnar neitt. „Ránið“ er fólgið í ákvæðum 12. greinar, og sú grein var með öllu óbreytt. — Varð forsætisráðherra heldur lít- ill sómi að viðureign sinni við Magnús Guðmundsson út af þess- ari lítilmensku. „Ránið“ var stöðvað, nú eins og á næsta þingi á undan. Frv. um fiskiræktarfélög mark- ar varla stórt spor í atvinnulífinu, þó að ef til vill sé betur gert en ekki. Umhyggjan fyrir útgerðinni. Ástæða væri til að rita um sjúpmóðurumhyggju þá, sem stjórnin ber fyrir útgerðinni, stærri og smærri. Kom hún fram á ýmsan hátt á þessu þingi, þó að fátt verði hér um það sagt. Fyrst blessaði hún síldarútgerð- ina með bráðabirgðalögum um út- flutningsgjald af sild o. fl. og bar nú fram frumvarp til staðfesting- ar á þessum bráðabirgðalögum. Svo voru tvö frumvörp, sem miða að því, að íþyngja smærri útgerð- inni allmikið. Annað var frv. um atvinnu við siglingar, þar sem skyldað er til þess að hafa stýri- menn á bátum alt niður í 12

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.