Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 70

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 70
68 Fréttabréf. [Stefnir og þá líka jafnréttisákvæði sam- bandslaganna eðlilegt og sjálfsagt. Jafnaðarmannastjórnin í Dan- mörku hefir nú beitt foringja sínum sjálfum fyrir það starf, að efla fiskveiðar á útmiðum, og getur varla verið um annað þar að ræða en það, að fara að reka fiskveiðar hér við land í skjóli jafnréttisákv'æðisins. Þeir vita sem er, að það er jafnan erfiðara að hafa það burt, sem einu sinni er komið. Og svo er um uppsagn- arákvæðið búið í 18. gr. sambands- laganna, að jafnvel mjög fámenn- ur flokkur getur alveg hindrað uppsögnina, ef nokkur veila finst hjá hinum. Þessvegna verður að fara að vinna nú þegar af einhug í málinu. I innanlandsmálum finst mönn- um einnig verkefnið vera orðið nóg. Þeir sjá bezt, sem næst eru, hvernig er að búa við slíka stjórn, sem nú er. Þeir, sem til Róma- borgar komu, urðu hneykslaðastir á lífinu í nánd við páfastólinn fyr- ir siðbótina. Siðspillingin, sem komin er inn í stjórnmálalífið í tíð núverandi stjórnar stendurlíka ljósust fyrir þeim, sem hér eru. Aðeins það eitt, að hreinsa út eftir slíka íbúan í húsinu og ræsta loftið, er mikið verk, en nauðsyn- legt. Menn vona, að stofnun Sjálf- stæðisflokksins stuðli að því, að fyr verði hægt að vinna þetta nauðsynjaverk. Það byggja menn meðfram á unditektum andstæð- inganna. Andstæðingarnir hér þora ekki að nefna sjálfstæðis- flokkinn, frekar en djákninn á Myrká gat nefnt guðs nafn, held- ur leita að allskonar uppnefnum. En svo óheppilega hefir farið í fátinu, að þeir Jónasarnir lentu sinn á hvoru uppnefninu, og verð- ur líklega úr þessu skaðlegur klofningur í flokknum. Er það hvorttveggja í senn, broslegt og sorglegt tákn tímanna, að sjá stjórnarblaðið sjálft dragast á- fram viku eftir viku í svo miklu ráðleysi, að það kann ekki einu sinni að nefna stærsta stjórnmála- flokkinn í landinu. Hefir þetta sama blað reynt svipað áður, en varð auðvitað að gefast upp. En það er heimskra háttur að læra aldrei af reynslunni. Þess þarf auðvitað ekki að geta, að allir sómasamlegir menn í Framsóknarflokknum skerast hér úr leik, og leyfa sér þá dirfsku að nefna hvern flokk sínu nafni. Fréttir af stjórnmálafundunum út um landið eru ærið misjafnar eftir því hvaða blað er lesið. En

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.