Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 83

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 83
Stefnir] Frá öðrum löndum. 81 f cr/ É I Ujelsmiðian „HIEQIHH" Hðalstrceti G B. Reykjauík- 5ímar 1365 og 15G5. — Símnefni Hjeðinn. Rennismiðja — Ketilsmiðja Málmsteypa — Eldsmiðja. Framkyæmir allskonar vjela-, þilfars-, og bolviðgerðir á skipum. — Vinnur með fullkomnustu vjelum og leysir vinnuna af hendi fljótt og vel. — Rafmagnssýður katla og allskonar vjelahluti. Látið HIEÐIHH framkvæma viðgerðir fyrir yður. páfa til eignar gömlu páfahöllina í Avignon. Þar sátu páfar í full hundrað ár, fyrst reglulegir páf- ar frá 1309—1376, og svo andpáf- ar frá 1378—1417. Þarf mjög mikið að gera við höll þessa, en hún er ógnarleg að stærð og mikil- fengleik. Gæti páfi búið þar endr- um og eins, og þar mætti hafa mikil og merkileg söfn. Frá Spáni. Primo de Rivera, einvaldsherra á Spáni, hefir átt í miklu stríði við stúdenta upp á síðkastið. Hef- ir orðið að loka háskólanum í Ma- drid, en uppreisnir hafa allstaðar stungið sér niður. Konungurinn hefir leitast við að miðla málum, en með litlum árangri. Eina nótt- ina var höfuðið höggvið af stand- mynd af konunginum í Madrid, og háls og herðar myndarinnar makað í rauðum lit. Hótar Rivera að setja stúdentana fyrir herrétt. Sægur manna safnaðist saman 14. apríl og hylti einvaldsherrann. Þótti Rivera of lítið um viðburð þennan getið í ýmsum blöðum, og lét þau vita, að hér eftir yrði þau undir eftirliti, ekki aðeins um það, sem þau segði, heldur einnig um það, hvað þau léti ósagt! Á að setja á stofn fréttastofu, og eru öll blöð skyldug til þess að birta það, sem hún heimtar.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.