Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 90

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 90
88 New York. [Stefnir A SKÁKTÖFL úr trje, beini (j X og horni, FERÐA TÖFL. X n TAFLBORÐ úr pappa, n X korki og trje. Q Q Stærðir, gerðir og verð Q A við allra hæfi. A X ZEISSIKON myndavjelar A Q RODENSTOOK sjónaukar Q () Haglabyssur, Rifflar, Fjár- Q Q — byssur, Skotfæri. — Q Q LÆGST YERÐ. Q Q Sportvöruhús Reykiavíkur. 8 og suða af allskyns tungumálum fyllir loftið. Því að New-York er allra þjóða borg, heimsborg. Bæði eiga hér allar þjóðir heima, og svo streym- ir hingað dæmalaus sægur ferða- manna úr öllum áttum. Er sagt, að til New-York komi á ári hverju fleiri ferðamenn en til Ítalíu og Sviss beggja samanlagt. Eftir þessu eru gistihúsin. Þar eru bæði stærstu og glæsilegustu gistihús heimsins. Stærst þeirra allra er Hotel Pennsylvania, sem hefir 3300 herbergi, og er eins og stórbær út af fyrir sig. En önnur gistihús eru enn þá skrautlegri og dýrari. Þá eru hin svonefndu „Apart- ment-Hotel“, íbúða-gistihús. Þar geta menn búið til langframa, haft heilar íbúðir stórar eða litlar eftir vild, átt heimili, en þurfa ekki að hafa fyrir neinu. Ibúðunum er haldið hreinum, matur færður o. s. frv. Þetta kemur sér vel. Því að ekkert er eins erfitt í New- York eins og að fá vinnukonur. Þær eru ekki til. Nærri má geta, að við hliðina á öllu skrautinu, eru ljótar skuggahliðar á borgarlífinu í New- York. Þó er þetta með nokkuð öðrum hætti en í stórbæjum Norð- urálfunnar. Efnahagur er yfirleitt góður. Hvergi í veröldinni er betra að fá atvinnu en í New- York, ef menn kunna að vinna og vilja vinna. En í sumum hverfum borgarinnar er þó saman kominn ærið illur lýður, glæpamenn, drykkjumenn og ræflar, f járhættu- spilarar og annað úrhrak veraldar. Alt er hér í stórum stíl, hið bezta og versta hvort við annars hlið; því að alt margfaldast við þau dæmalausu tækifæri og þroskaskilyrði sem stórborgin veit- ir. Og New-York er nú orðin fjöl- mennasta borg, sem nokkru sinni hefir til verið á jörðunni.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.