Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 8

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 8
102 Landið í austri. [Stefnir eru 1500 talsins, skýra frá ástand inu, hver í sínu landi, en sitja síðan í bezta yfirlæti við veizlu- höld, skjall og gleðskap á veg- um ráðstjórnarinnar. Þau áhrif, sem þing þetta get- Ur haft á stjórn landsins, eru í því falin, að þingið velur mið- nefnd, sem skipuð er 531 full- trúa, en miðnefndin skiftist aft- ur í sambandsráð (400 fulltrú- ar) og þjóðaráð (131 fulltrúi).— Miðnefndin kemur saman til skrafs og ráðagerða þriðja hvern mánuð, en kýs sér starfandi full- trúaráð skipað 21 manni. — Þessir fulltrúar, ásamt fram- kvæmdaráðinu, sem einnig er skipað af miðnefndinni, ráða öllu um stjórn Rússlands. Framkvæmdaráðið skipa 10 meðlimir, auk formanns og vara- formanns. — Hver þeirra veitir sinni stjórnardeild forstöðu. — Fimm þessara stjórnarherra bera að eins ábyrgð á gjörðum sínum fyrir sameiginlegri miðstjórn ríkj anna, nefnilega þeir, sem hafa umsjón með utanríkismálum, her og flota, verzluninni, samgöngu- fnálum og pósti og síma. Hinir fimm eru einnig ábyrgir gagnvart stjórnum hinna ein- stöku ríkja, en þeir hafa með höndum: fjármálin, atvinnumál- in, hagskýrslur, umsjón með bændum og verkamönnum, og síðast en ekki sízt ,,statistikina“. Allar þessar deildir starfa í samráði við ráðstjórnina, en svo hefir hvert ríki út af fyrir sig, umsjón með landbúnaði, réttar- fari, innanlands stjórn, skólamáL um, heilbrigðismálum og fram- færslu sjúkra og gamalla. Utan við og yfir öllum þessum stjórnardeildum, stendur ein stofnunin enn, sem nefnd er GPU, það er leynilögreglan, sem hefir það verk með höndum, að koma í veg fyrir allar gagnbylt- ingar, halda uppi njósnum og vernda réttarfarið í landinu. Eins og menn skilja, er verksvið lög- reglunnar æði víðtækt, og völd hennar mikil, enda hefir hún verið illræmd, ekki eingöngu nú síðustu árin síðan byltingin átti sér stað, heldur löngu fyr, á tím- um keisaranna, því að hún hefir í engu breytzt frá því, sem var. Eins og menn geta nú séð á þessu yfirliti, er þetta stjórnarfyrir- komulag æði margþætt, en því svo komið fyrir, að allt gengur sinn gang eftir vélrænu kerfi. — Utan við stjórnina sjálfa situr valdamesti maðurinn, Stalin, mað urinn, sem sér og heyrir allt, sem ritari miðnefndarinnar, er fser

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.