Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 25

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 25
Stefnir] Feimnismálin. 119 hrukka. Hann sér svo um, að Ind- riði komi inn í kaupmannsstof- una mátuleg-a, til þess, að veiði- bjallan hypji sig, sem er í þann veginn að læsa klónum í kven- sóma meyjarinnar, sem Indriði er að leita uppi og bjargar á síðasta augnabliki frá skipbroti. Gestur Pálsson þótti ekki vera >.á slétta bænda vísu í siðferði", eftir því, sem blaðaummæli hermdu á hans dögum. Þó fer hann vel með kvenfólkið í sögum sínum. Jón og Anna í Kærleiks- heimilinu eru sýnd þannig, að ]>au unnast hugástum á enginu. Það kemur upp úr kafinu, að hún Verður þunguð. Það er söguleg Uauðsyn, að svo fari, til þess að I5uríður á Borg, móðir Jóns, konú ^l'am í allri sinni dúðuðu hræsni. Qg í öðru lagi veltur sagan á barn- lnu, ]>annig, að Anna örvinglast °S týnir sér, vegna þess, að hún hefir gefið sjálfa sig alla Jóni og ^apar svo gjörvallri fótfestu. En Gestur lætur það ógert, að lýsa vanmætti þessara unglinga á Kilj- anska vísu. Sama fagurfræðilega nærgætn- in kemur fram í Vordraumi Gests, i)egar prestlingurinn heimsækir Um bjarta vornótt sýslumanns- fkkjuna á Grund, og fær að fara lnn til hennar um gluggann. En þar gerast engir þankastriks-við- burðir né punkta-æfintýr, sem nú hafa tíðkast um all-mörg ár, í annarihvorri skáldsögu svo að segja, þar sem uppdubbaður ný- móðinsmaður hálf kæfir fylgi- stúlku sína í tóbaksreyk og drekk- ir henni svo í kampavínspytti eða ölkeldu. Sófa-æfintýrið — ef æfintýr má kalla — kemur fyrst fyrir í ís- lenzkum skáldsögum, ef eg man rétt, í sögu Þorgils gjallanda: Upp við fossa. — Okkar einhver skilningsgleggsti og sanngjarnasti ritdómari, Einar Hjörleifsson, rit- dæmdi Jiessa sögu, og hældi henni fyrir frásögu snilld, en hann fann eindregið að ])essu, sem látið er í veðri vaka, að gerst hafi í sóf- anum. Einar gat gilt úr flokki tal- að: Hann hefir komist leiðar sinn- ar sem sagnaskáld, án ])essa legu- bekkjar, þankastrika og punkta. Hann hefir í skáldsögum sínum og leikritum leitt konurnar fram á sjónarsviðið með kurteisri hæ- versku. Hann hefir þær svo í skjóli sínu, að andvarinn kemst ekki að til að bæra á þeim svuntu eða sjal. Hannes Hafstein lofar golunni að leggja kjólinn að smala stúlkunni. Og mun enginn sækja vindblæinn til laga fyrir svo mein- lausar glettur. Stundum getur hæ-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.