Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 30
124
Feimnismálin.
[Stefnir
en að duga og vera á verði, er
þessi hugsun næst: „Herra!
Hjálpaðu mínum nánustu og
vertu mjer syndugum líknsam-
ur, ef eg sekk í sjóinn“. —
Eg kann sögu af einum sjó-
manni. Báturinn þeirra slitnaði
upp við Grímsey í stórhríð á
vetri. Þeir sigldu í náttmyrkri
og stefndu á Eyjafjörð. En sjór-
inn gekk, þegar fram í sótti nátt-
myrkur og haf, yfir skipið, svo
að ein alda hálffylti. Þá sagði
einn háseti: „Við erum að far-
ast“. Erlendur hét maður, sunn-
lenzkur, var í austri; hann hafði
járnfötu í höndum og dýfði henni
í austurelginn. Þegar sá sem
æðruorðin mælti, lét til sín heyra,
mælti Erlendur: „Eg helli út
samt“. Þeir komust heilir inn að
Akureyri, en allir Grímseyingar
töldu þá drukknaða. — Þessi mað-
ur gat verið klúryrtur í landi. En
þarna kom honum ekki pað í hug.
Þessi saga Hagalíns um „mann-
lega náttúru" er tilbúningur,
samansettur úr blekbyttugruggi
inni í skrifstofu. Fólkið í þess-
um sögum er lítilmótlegt og leið-
inlegt. Það er af þeirri gerð, að
betri hluti almennings vill ekki
hafa það í húsum sínum, ef lif-
andi væri, stundinni lengur. Ef
það er óhafandi á húsgólfi — er
það þá til prýði eða uppbygging-
ar í bókaskáp? Eða í hugskot-
inu, einrúminu?
Síra Jón Bjamason ritaði eitt
sinn harðar ávítur, sem hann
stefndi að ljóðabókum og skáld-
um, sem höfðu á boðstólum
beinakerlingavísur, grábröndótt-
ar, og vísnagerð náskylda þeim.
Þessar ávítur situddust við þá
siðvenju, sem fyrmm gekk ljós—
um logum, að hirða allt, sem
fannst 1 hreiðrum dáinna ljóða-
smiða. Lítið hefir borið á þessum
annmörkum, síðan skáldin höfðu
hönd í bagga við útgáfur ljóð-
mæla sinna. Stefán Hvítdæling-
ur gamnar sér í kvæði:
„við ylinn af nöktum konum“.
Þeir menn eru ekki á vetur
sitjandi, sem yfir líður við þann
tón. Davíð frá Fagraskógi býður
stúlku „Júdasarkoss“ í kvæði-
Hann slær sjálfan sig á munn-
inn með því að jafna sér við svik-
arann. Og hann bætir úr þessu
með því að kveða um Hallberu
abbadís dálega gert kvæði, og í
öðru lagi sanngjarnt ljúflings-
ljóð og harla látlaust þó, um
konuna, sem kveikir upp í ofnin-
um hans og annara. Ekki er á-
mælisvert að syndga — í orðum
— ef iðrun og yfirbót fyl&ú' ^
eftir.