Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Blaðsíða 36

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Blaðsíða 36
130 Heinrich Schliemann. [Stefnir honum. Foreldrar hans máttu tæpast bjargálnamenn heita og áttu því fullt í fangi með, að koma börnum sínum, sjö að tölu, til manns. Heinrich var í fyrst- unni til mennta settur, en ör- birgðar vegna varð hann brátt að hætta námi, og fara að vinna fyrir sér. Virtust þá engin lík- indi á því, að honum myndi nokkurn tíma auðnast að fram- kvæma æskuhugsjón sína, — að grafa Trójuborg upp úr jörðu. Varð hann nú verzlunarþjónn hjá prangara einum þarígrennd- inni. Átta stunda vinnudagur og annað þess háttar þekktist ekki í þá daga. Frá því klukkan 5 að morgni til kl. 11 að kvöldi varð Heinrich að vinna baki brotnu. Virtist þá öll von úti um, að hann gæti aflað sér menntunar, og það litla, sem hann hafði lært í skóla, gleymdist brátt, að undanskildri myndinni af brennu Trójuborgar. Líkt og draumsýn sveif hún honum sífellt fyrir hug- skotssjónum. Fram til 19 ára aldurs fékkst Schliemann við búðarstörf. Veikt- ist hann þá skyndilega af of- reynslu og varð við það af at- vinnunni. Nokkru síðar, er hann hafði náð sér nokkuð eftir veik- indin, hélt hann til Hamborgar, til þess að freista þar gæfunnar. En litlu happi átti hann þar að hrósa. Honum tókst að vísu, að afla sér atvinnu nokkurrar, en brátt tóku veikindin sig upp aft- ur og gerðu hann ófæran til allr- ar vinnu. Þótti honum nú óvæn- lega horfast fyrir sér, og lá við, að örvæntingin næði valdi yfir honum um sinn. Það leið þó ekki á löngu, þar til hann hresst- ist nokkuð, enn á ný. Af tilvilj- un komst hann á snoðir um segl- skip eitt, er beið byrjar til Vene- zuela. Hugðist Schliemann nú að ráðast til siglinga, ef þess værí nokkur kostur. Æfintýraþráin var jafnan sterkur þáttur í eðli hans. Fyrir góðra manna aðstoð fékk hann atvinnu á seglskipinu, sem káetusveinn. Þóttist hann nú hafa himinn höndum tekið- Dreymdi hann nú fagra drauma um framtíð sína. Auðugur vildi hann verða — vellauðugur. Og einn góðan veðurdag myndi hann, Heinrich Schliemann, grafa Trójuborg úr jörðu á eigin kostnað. En þetta fór allt á ann- an veg. 1 nánd við Holland fórst skipið, og líkt og Odysseifur forðum við strönd Korfu, slapP Schliemann nauðuglega úr greip' um Ægis. ólánið virtist elta hann á röndum. En ekkert fékk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.