Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 44

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 44
138 Heinrich Schliemann. [Stefnir aðsetur sitt í Argolis, sem og annars staðar á Peloponneskag- anum, nálega 1500—1000 árum fyrir Krists burð. Stóðu þeir á allháu menningarstigi. — Fyrir þeim réðu voldugir þjóðhöfðingj- ar, er reistu rammbyggðar borg- ir og bæi víðsvegar í ríki sínu. Glæsilegust þeirra allra var My- kene. Schliemann hafði sett sér ýms markmið, líkt og í Tróju, er hann hugðist að keppa að. En mest lék honum hugur á að finna grafir hinna elztu mykensku konunga. Rómantíkin og æfin- týraþráin áttu jafnan rík ítök í eðli hans. Árangurinn af rannsóknum Schliemanns í Mykene varð stór- kostlegur. Hann fór jafnvel fram úr öllu því, er Schliemann sjálf- an hafði nokkurn tíma dreymt um, og var hann þó enginn böl- sýnismaður. Fullur kapps og á- huga hóf Schliemann að grafa í rústum Mykene. Hann vann sem víkingur að uppgreftinum. Leir- kerum og kirnum, vopnabrotum og fleiru, er fyrir honum varð, fleygði hann umsvifalaust til hliðar. Allt slíkt var i hans aug- um smámunir einir. Og það var aldrei venja hans, að keppast til smárra hluta. Hann var allur nteð hugann við konungsgraf- irnar, er hann bjóst við að finna. Honum reið því á að grafa nógu djúpt. Og loks, eftir langa mæðu og mikið erfiði, fann hann grafir látinna þjóðhöfðingja og her- konunga, alþaktar gulli. Voru líkin hjúpuð í dýrindis glitklæði og á andlitum þeirra dauðagrím- ur úr gulli. Þar fundust og gull- in belti, hálsfestar og hringar, armspengur og fingurgull. Enn- fremur dýrmæt vopn og hnífar með krystallssköftum, hárkamb- ar úr útskornu fílabeini, drykkj- arbikarar og ker, er ætluð voru hinum látnu til fararinnar yfir á ókunna landið, gullrekin nauts- höfuð o. s. frv. — í stuttu máli: Goðsögnin um hina gullauðugu Mykene var engin goðsögn leng- ur, heldur veruleiki. Þá er Schliemann hafði fundið dýrgripi þessa, símaði hann Ge- org I. Grikkjakonungi (syni Kristjáns X. Danakonungs) á Þa leið, að hann hefði nú horfst 1 augu við hinn gullna konung kon- unganna. Hann hélt í fyrstu, a^ eitt líka þeirra, er hann hafði fundið, væri af engum öðrum en sjálfum Agamemnon konung1 Mykeneborgar, þeim er sigur vann á Tróverjum. En þar skjátl' aðist honum. Þessir þjóðhöfðingJ'

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.