Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Blaðsíða 44

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Blaðsíða 44
138 Heinrich Schliemann. [Stefnir aðsetur sitt í Argolis, sem og annars staðar á Peloponneskag- anum, nálega 1500—1000 árum fyrir Krists burð. Stóðu þeir á allháu menningarstigi. — Fyrir þeim réðu voldugir þjóðhöfðingj- ar, er reistu rammbyggðar borg- ir og bæi víðsvegar í ríki sínu. Glæsilegust þeirra allra var My- kene. Schliemann hafði sett sér ýms markmið, líkt og í Tróju, er hann hugðist að keppa að. En mest lék honum hugur á að finna grafir hinna elztu mykensku konunga. Rómantíkin og æfin- týraþráin áttu jafnan rík ítök í eðli hans. Árangurinn af rannsóknum Schliemanns í Mykene varð stór- kostlegur. Hann fór jafnvel fram úr öllu því, er Schliemann sjálf- an hafði nokkurn tíma dreymt um, og var hann þó enginn böl- sýnismaður. Fullur kapps og á- huga hóf Schliemann að grafa í rústum Mykene. Hann vann sem víkingur að uppgreftinum. Leir- kerum og kirnum, vopnabrotum og fleiru, er fyrir honum varð, fleygði hann umsvifalaust til hliðar. Allt slíkt var i hans aug- um smámunir einir. Og það var aldrei venja hans, að keppast til smárra hluta. Hann var allur nteð hugann við konungsgraf- irnar, er hann bjóst við að finna. Honum reið því á að grafa nógu djúpt. Og loks, eftir langa mæðu og mikið erfiði, fann hann grafir látinna þjóðhöfðingja og her- konunga, alþaktar gulli. Voru líkin hjúpuð í dýrindis glitklæði og á andlitum þeirra dauðagrím- ur úr gulli. Þar fundust og gull- in belti, hálsfestar og hringar, armspengur og fingurgull. Enn- fremur dýrmæt vopn og hnífar með krystallssköftum, hárkamb- ar úr útskornu fílabeini, drykkj- arbikarar og ker, er ætluð voru hinum látnu til fararinnar yfir á ókunna landið, gullrekin nauts- höfuð o. s. frv. — í stuttu máli: Goðsögnin um hina gullauðugu Mykene var engin goðsögn leng- ur, heldur veruleiki. Þá er Schliemann hafði fundið dýrgripi þessa, símaði hann Ge- org I. Grikkjakonungi (syni Kristjáns X. Danakonungs) á Þa leið, að hann hefði nú horfst 1 augu við hinn gullna konung kon- unganna. Hann hélt í fyrstu, a^ eitt líka þeirra, er hann hafði fundið, væri af engum öðrum en sjálfum Agamemnon konung1 Mykeneborgar, þeim er sigur vann á Tróverjum. En þar skjátl' aðist honum. Þessir þjóðhöfðingJ'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.