Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 48
142
Heinrich Schliemann.
[Stefnir
að uppgötva upptök mykensku
menningarinnar. Það er engu lík-
ara en að hann hafi verið gædd-
ur eins konar andlegum spá-
sprota, er vísaði honum á fund-
ina. 1 þessu skyni vildi hann festa
kaup á landspildu mikilli á eynni,
en bóndi sá, er hann átti kaupin
við, krafðist slíks dómadags-
verðs fyrir land sitt, að Schlie-
mann varð frá að hverfa kaup-
unum. Hugðist hann að doka við,
þar til bóndi léti undan, en
nokkrum árum síðar féll Schlie-.
mann frá, án þess að samningar
hefðu tekizt. En ekki er erfitt
að gera sér í hugarlund, hverjar
tilfinningar hefðu gripið hann,
ef honum hefði einnig auðnast
að sjá borgina Knossos, höll Mi-
nosa konungs á Kreta, og eyði-
mörkina, þar sem mannætan Mi-
notaurus hafðist við.
Það er, ef til vill ekki ástæða
til þess að harma það, vísind-
anna vegna, að Kríteyjarbóndinn
lét ekki undan í kröfum sínum
við Schliemann. Það varð því
ekki hlutskipti Schliemanns, að
grafa upp Knossos, heldur Eng-
lendinga og Itala, er komu þang-
að á vettvang 10 árum síðar, og
grófu hana upp eftir beztu vís-
indalegu aðferðum. Schliemann
var enginn vísindamaður, og
jafnvel á þeirra tíma mælikvarða
var hann fúskari á sviði forn-
leifarannsókna. Það vantar t. d.
mikið á, að Mykene sé grafin
upp á vísindalegan hátt. Þjóð-
verjar þeir, er gengust fyrir forn-
léifagrefti á Olympia um líkt
leyti, sýndu, að menn kunnu það
betur, jafnvel um þær mundir.
Vísindin hafa síðar meir látið
mörg hörð orð falla í garð dýr-
gripasafnarans Schlieinanns,
hafa sakað hann um gullgræðgi
o. s. frv. Eins og þegar hefir ver-
ið tekið fram, eyðilagði Schlie-
mann oft heil byggingarlög, er
voru merkileg rannsóknaefni, til
þess að ná í gullið og dýrgrip-
ina, er dýpra lágu. En ekki má
það gleymast, að án þessa „gull-
æðis“ hefðu vísindamennirnir
leitað Trójuborgar á röngum
stað, og án þessarar barnslegu
trúar Schliemanns á Hómer er
ekkert líklegra, en að hinir
gullnu konungar Mykene lægju
óhreyifðir í gröfum sínum, enn
þann dag í dag. „J’aime les fana-
tiques“ (eg ann ofstækismönn-
um), sagði Diderot, og þegar
maður hugsar til Schliemanns,
þá fer manni að skiljast hvers
vegna.
Árið 1869 hafði Schliemann
hætt kaupsýslustörfum og fluzt