Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Side 49
Stefnir]
búferlum til Aþenu. Dvaldi hann
Þar til æfiloka. Um líkt leyti
hafði hann gengið að eiga gríska
stúlku, S o p h i e að nafni.
Var hjónaband þeirra hið far-
sselasta, og eignuðust þau tvö
börn, Andromache og Agamem-
non. Studdi hún mann sinn af
ftúklu kappi í rannsóknum hans
°S fyrir tilstyrk hennar varð
^annsóknum Schliemanns haldið
áfram eftir hans daga. Talsvert
bggur eftir Scliemann af ritstörf-
URi °g er þar helzt til að nefna
rit hans um Tróju, Mykene og
Tiryns, ennfremur æfisögu sálfs
bans. Er grein þessi einkum
^y&gð á ofangreindum ritum.
Síðari ár æfi Schliemanns fór
frægð hans sívaxandi. Hlotnað-
lst honum og margs konar heið-
Ur fyrir starf sitt. Var hann með-
a) annars kjörinn heiðursdoktor
Vlð háskólana í Rostock og Ox-
t°rd. Ennfremur var hann gerð-
Ur að heiðursborgara Berlínar
árið 1884. Hafði aðeins Moltke
ug Bismarck hlotnast sá heiður
á undan honum.
Schliemann átti við góða heilsu
að búa, allan síðari hluta æfi
Slllnar. Lét hann og ekkert ó-
sParað, til þess að stæla líkama
®ini1 sem bezt. Síðasta árið, sem
ann lifði, tók hann að kenna
143
kvilla þess, er að lokum varð
honum að fjörtjóni. Var þá gerð-
ur uppskurður á eyranu á hon-
um. 1 lok ársins 1890 var Schlie-
mann staddur í Neapel; fékk
þann þá heilabólgu, er dró hann
nokkrum dögum síðar til bana.
Var hann þá nálega 69 ára að
aldri.
í Aþenuborg hafði Schliemann
reist sér mikla og veglega marm-
arahöll, er Ilion Melathron nefnd-
ist. Er þar nú geymt þjóðmenja-
safn Grikkja. Þangað streymdu
árlega hundruð ferðamanna, til
þess að hafa tal af þessum ein-
kennilega æfintýramanni. En það
sem menn ráku einkum augun í,
var, hve lítt hann barst á, og
hversu fábrotnu lífi hann lifði.
1 hinni glæsilegu höll, er hann
hafði reist sér, sáust aðeins fá-
ein brot úr mykenskum leirker-
um. öll þau kynstur af ómetan-
legum dýrgripum, er Schliemann
hafði dregið fram í dagsljósið,
hafði hann gefið söfnum í Aþenu
og Berlín. Þessi gullleitarmaður,
sem svo oft hafði verið ámælt
fyrir gullgræðgi, krafðist einskis
fyrir sjálfan sig, heldur alls fyr-
ir málefnið.
Hann lifði fyrir hugsjón sína.
Það var hans aðal.
Heinrich Schliemann.