Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 56

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 56
150 Kjördæmaslripun og lcosningar. [Stefnir kosningar, er kjörtímabil hans væri á enda. Athugun á þessum tillögum hefir þannig sannfært mig um, að hin æskilegasta kosningaað- ferð verði of hættuleg í afleið- ingum sínum til þess, áð hún sé nothæf. Þá er það tillaga próf. Guðm. Hannessonar um æfikjör þing- manna (goða). Þessi tillaga koll- varpar svo gersamlega grund- velli þingræðis og lýðræðis, að það er ekki einu sinni víst, að þingmeirihlutinn ætti nokkru sinni að baki sér meirahluta kjós- enda í landinu. Og eins og bent hefir verið á, er það svo fjarri hugsun nútímans, að leggja nokkrum manni æfilangt lög- gjafarvald í hendur, að eg tel með öllu óhugsandi, að nokkur- ir stjórnmálamenn yrði til þess að bera fram slíkar tillögur eða fylgja þeim. Tel eg því óþarft að ræða þessa tillögu frekar. En þá er það sú kosningatil- högunin, sem flestir forVígis- menn í stjórnmálum vorum nú, virðast aðhyllast, en það eru hlutbundnu kosningarnar. Eg get nú ekki varist þeirri hugsun, að þar um ráði meira það vald, sem þessi kosningaaðferð trygg- ir stjórnmálaforingjunum, en á- gæti aðferðarinnar sjálfrar eða réttlæti hennar í garð kjósend- anna. Það er öllum mönnum ljóst, að sá réttur, sem það skapar kjósandanum, að mega velja um, hverjum af t. d. þrem stjórn- málaflokkum hann vill fylgja, er er enginn sjálfráðaréttur hans í þjóðfélagsmálum. Það getur í allra hæsta lagi talist réttur kjósandans til, að hafna fyrir sitt leyti því versta og allra versta af þrennu illu. Fyrir kjós- andann er það nákvæmlega sama, hvort hann kýs um útfyllta lista eða aðeins um listabókstaf- ina, og flokksstjórnirnar kjósa svo þingmennina á eftir, hver eftir atkvæðamagni síns flokks. Því þó bent sé á, að menn geti breytt röðinni á listanum, innan þeirra þröngu takmarka, sem list- inn setur þeim, þá er sá réttur viðlíka mikils virði og kosninga- rétturinn yfirleitt við hlutbundn- ar kosningar. En fyrir stjórnmála- foringja verandi eða upprenn- andi, er það ekki ónýtt vald, að geta sagt við „háttvirtan kjós- anda:“ Þú, sem ekki vilt það allra versta og ekki heldur það versta, þú getur fengið þá náð, að nota atkvæði þitt til að koma þeim mönnum á þing, er lyfta mér til vegs og valda. Reyndar

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.